Skírnir - 01.09.2003, Page 207
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
433
myndist einkum þegar menn eru búnir að losa sig við þessa
konunga, því að í staðinn fyrir þennan „konungsættarrétt"
kemur þá „þjóðarréttur".
3) Þeir menn sem mynda þannig þjóð verða að hafa sameiginleg-
ar endurminningar, en það eru endurminningar um valdstjórn-
areininguna, hetjulega fortíð hennar og mikilmenni með dýrð-
arljóma, og mótast fyrst og fremst af hagsmunum hennar. Allt
annað verður að falla í gleymsku. Þessar endurminningar eru
ekki aðeins gloppóttar heldur líka ljósfælnar: framfarir í sögu-
vísindum geta stefnt þeim í hættu og þjóðinni um leið.
4) Þeir menn sem mynda þjóð þurfa ekki að hafa neitt annað sam-
eiginlegt, hvorki tungumál, trú né annað. Slíkt heyrir einungis
til „þjóðfræða“, og þeim á ekki að blanda inn í spurninguna um
þjóðerni.
5) Þessar endurminningar einar verða því að mynda grundvöllinn
undir það sem er aðalskilgreiningin á þjóðerni: viljann til að lifa
saman. Að öðru leyti svífur hann í lausu lofti.
I fræðilegum rannsóknum geta menn eins og kunnugt er skilgreint
hugtökin eins og þeir vilja, en slík hugtök verða þó að hvíla á rök-
réttum grundvelli, þau verða að vera í samræmi við viðfangsefnið
og umfram allt hafa skýrt og ákveðið notagildi á því sviði þar sem
þeim á að beita. Um þessa skilgreiningu Renans á þjóðerni er það
fyrst að segja að hún hvílir ekki á neinum rökum, hún er eingöngu
sprottin upp úr forsendum sem hann gefur sér fyrirfram án nokk-
urrar athugunar eða réttlætingar, eins og þær séu sjálfsagður hlut-
ur. Óvíst er að nokkur þeirra geti staðist, og því virðast þessi at-
riði sem hér hafa verið talin út í hött. Annað er þó í rauninni enn
verra: það verður ekki séð að þessi skilgreining á þjóðerni hafi
nokkurt minnsta notagildi fyrir fræðilegar umræður, hún gæti
ekki skýrt nokkurn skapaðan hlut. Það kæmi í ljós um leið og
menn reyndu að beita henni í sambandi við eitthvert ákveðið við-
fangsefni, t.d. Islandssöguna.
Þeir sem vitna í Renan með hástemmdum orðum styðjast því
ekki við skilgreininguna í heild, heldur tína út úr henni fáein atriði
sem hentar þeim á einn eða annan hátt. Sumt af því getur ekki leitt