Skírnir - 01.09.2003, Page 208
434
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
út í annað en ógöngur, eins og kenningin um hina nauðsynlegu
gleymsku. Hún getur varla verið hluti af nokkurri skilgreiningu
án þess að hún leiði út í mótsögn. Ef menn halda því fram að það
sé nauðsynlegt fyrir Frakka að hafa gleymt fjöldamorðunum í
Suður-Frakklandi á 13. öld eru þeir um leið að rifja þau upp.
Um „viljann til að lifa saman", sem langoftast er vitnað til,
gegnir nokkuð sérstöku máli. Þegar menn setja hann á oddinn
kemur nefnilega oft í ljós að þeir eru að tala um atriði sem er að
vísu skýrt og ákveðið en alveg sér á báti, sem sé lögfræðilega
hugtakið „ríkisborgararétt", og sveigja þá um leið umræðuna inn
á mjög takmarkað svið. Þetta tengist vafalaust því að samkvæmt
venjulegri franskri málvenju þýðir orðið „nationalité" einfaldlega
„ríkisborgararéttur" og ekkert annað,64 og í samræmi við það er
orðið „þjóð“ (nation) gjarnan notað í merkingunni „ríkisborgarar
einhvers ákveðins ríkis“. Inn á þennan lögfræðilega bás hafa menn
því teymt Renan, menn hafa túlkað þá spurningu sem hann ætlaði
að svara í fyrirlestri sínum í Sorbonne sem svo að hún fjallaði um
grundvöll ríkisborgararéttar sem slíks, og dregið kenningar hans
inn í umræður um það efni. Það gerðist t.d. þegar nefnd var sett á
fót eftir miklar deilur árið 1987 til að leggja fram tillögur um ný
lög um ríkisborgararétt, og vitnuðu menn þá óspart í Renan. Sú
útgáfa á fyrirlestrinum og öðrum textum, sem hér hefur verið
stuðst við, var gerð af því tilefni, og er síðasti textinn í bókinni út-
dráttur úr nefndarálitinu. Einkunnarorð þess kafla sem þar er birt-
ur er einmitt setningin um hina „daglegu atkvæðagreiðslu“.
Ut af fyrir sig er þetta engan veginn fáránlegt. Það gefur auga-
leið að í mörgum tilvikum a.m.k. er eins vel hægt að leggja „vilj-
ann til að lifa saman“ til grundvallar fyrir ríkisborgararétt eins og
eitthvað annað: ef maður sækir um að verða ríkisborgari í Álf-
64 Sbr. Hugues Fulchiron: La nationalité fran$aise, París 2000. 1 þessu riti skil-
greinir höfundur „þjóð“ á „þjóðfræðilegan“ hátt - þessi umfjöllun lögfræðings
sýnir reyndar að ekki eru allir fræðimenn sammála kenningum Renans - og
samkvæmt því gerir hann síðan greinarmun á tvenns konar „nationalité",
„nationalité" defacto, sem er „þjóðerni", og síðan „nationalité“ dejure, sem er
„ríkisborgararéttur“ (bls. 4-6). Þetta síðara atriði er svo viðfangsefni ritsins, í
samræmi við franska málvenju.