Skírnir - 01.09.2003, Page 209
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
435
heimum stafar það væntanlega af því að hann vill með álfum búa.
Það er í þessari merkingu einungis sem hægt er að tala um „ein-
staklingsbundna-frjálslynda þjóðernisstefnu". I deilunum 1986-87
kom sú hugmynd reyndar fram að börn erlendra foreldra sem
fædd væru og uppalin í Frakklandi yrðu látin skrifa undir e.k.
„viljayfirlýsingu" þegar þau yrðu lögráða, til að geta fengið
franskan ríkisborgararétt. Með því hefðu skáldlegar líkingar Ren-
ans komist til framkvæmda, harla bókstaflega. En Frökkum hraus
þó hugur við þeirri geigvænlegu skriffinnsku sem þessari „ein-
staklingsbundnu-frjálslyndu þjóðernisstefnu" myndi fylgja, og
rann hugmyndin út í sandinn.
En til þess að fara inn á slíkar brautir þurfa menn ekki að styðja
sig við Renan og geta það í rauninni varla nema með því að taka
fáein atriði og rífa þau út úr samhengi. Með því að skilgreina
„þjóð“ á þennan hátt sem „ríkisborgara einhvers ákveðins ríkis"
eru menn að takmarka orðið við sérstaka, þrönga merkingu, sem
það hefur ekki áður haft, og þegar allt kemur til alls eru þeir að
búa til nýtt hugtak. Þetta hugtak á rætur sínar að rekja til lögfræði,
það er ekki svar við þeirri spurningu sem Renan lagði fram, og til
að forðast hugtakarugling er langbest að halda þessu tvennu alger-
lega aðskildu. Ef menn vilja takmarka hugtakið „þjóð“ við ríkis-
borgara ákveðins ríkis eru þeir komnir býsna nálægt þeirri skyssu
sem Renan gagnrýndi, að skilgreina „þjóð“ eftir landamærum.
Þannig virðast tilvísanirnar í Renan einna helst hafa þann til-
gang að vera baktrygging og fótur fyrir nokkuð sem er þó lítið
annað en fræðileg Ffaraldsslátta: þær eiga að aftra mönnum frá að
bíta í myntina.
VII
Þegar Renan gaf út fyrirlestra sína 1887, sagði hann í formálanum
að mikilvægasti kafli þessa safns væri í sínum augum fyrirlesturinn
„Hvað er þjóð?“, í honum hefði hann vegið og metið hvert orð,
hann væri trúarjátning sín hvað varðaði það sem mannlegt væri og
þegar nútímamenningin væri sokkin vegna margræðni hinna
skaðvænlegu orða, þjóðar, þjóðernis og kynþáttar, vildi hann að