Skírnir - 01.09.2003, Side 210
436
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
menn myndu enn eftir þessum tuttugu blaðsíðum: „Ég held að
þær séu alveg réttar."65
En því fór fjarri að Renan hefði alltaf verið á þeirri skoðun sem
hann boðar í fyrirlestrinum. I formála ritsins Vandamál nútímans
frá 1869 segir hann t.d.:
Þjóðir (peuples) hafa enga tilveru nema að svo miklu leyti sem þær eru nátt-
úrulegir hópar manna sem eru myndaðir af nokkurn veginn sameiginlegum
kynþætti og tungumáli, sameiginlegri sögu, sameiginlegum hagsmunum. I
staðinn fyrir að deila og hata hverjar aðrar ætm þjóðirnar (nations) að læra
hver af annarri og notfæra sér reynslu annarra til skiptis.66
Þessa skilgreiningu, sem virðist í einu og öllu andstæð kenningum
fyrirlestrarins þrettán árum síðar, setti Renan þó ekki fram á
skipulegan hátt. En í verkum hans rekst maður stundum á athuga-
semdir af mjög svipuðu tagi, sem vísa til mun víðari hugmyndar
um þjóðerni. í ritinu Framtíð vísinda frá 1848 kemur t.d. skýrt
fram að hann álítur að þjóðir hafi verið til frá upphafi, innan vé-
banda fornra heimsvelda eins og annars staðar: „A minnisvarða í
Persepólis má sjá fulltrúa hinna ýmsu þjóða (nations) sem greiða
Persakonungi skatt klædda í föt síns lands og bera framleiðsluvör-
ur þess ,..“67
Þjóðir fyrr og síðar einkennast af sérstakri menningu:
Sérhver þjóð (nation), með sínum hofum, með sínum guðum, með sínum
skáldskap, með sínum hetjusögum, með sinni kynjatrú, með sínum lög-
um og stofnunum, er eining, lífsspeki, einstakur tónn í mannkyninu, einn
hæfileiki hinnar stóru sálar.68
Þær hafa sérstakan „þjóðaranda" og „þjóðarsál":
Takið heilagar ritningar hinna fornu þjóða {peuples) og hvað finnið þið?
Allt hið yfirskilvitlega líf, alla sál einnar þjóðar (nation). Þar er skáldskap-
ur hennar, þar eru hetjulegar minningar hennar, þar eru lög hennar,
65 Sbr. Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nationf, bls. 57.
66 Ernest Renan: Questions contemporaines, sbr. Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une
nationf, bls. 77.
67 Ernest Renan: L’avenir de la science, París 1995, bls. 260.
68 ívitnað rit, bls. 223.