Skírnir - 01.09.2003, Síða 211
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
437
stjórnmál, siðferði, þar er saga hennar, þar er heimspeki hennar og vísindi,
þar er í einu orði trú hennar.69
Það kemur af sjálfu sér að eitt af einkennum þjóðar er tungumál-
ið, sem þessi skáldskapur og þessar helgu ritningar eru samdar á.
En Renan lítur á það frá víðu sjónarmiði, og telur t.d. að hin
fornu, klassísku mál séu að vissu leyti „hin helga ritning nútíma-
rnanna": „þar er að finna rætur þjóðarinnar ... Sérhver nútíma-
hugmynd er kvistur á fornri grein.“70
Nú stafa viðhorfin í ritinu Framtíd vísindanna. m.a. af því að
þau vísindi sem Renan fjallar þar um og tekur sér fyrir hendur að
verja eru ekki síst samanburðarmálfræði, textafræði og slíkt, og
því er ekki nema eðlilegt að hann beini sjónum sínum til elstu
tíma. En það dylst engum að þegar hann heldur fyrirlesturinn
1882 hefur hann tekið miklum sinnaskiptum. Það sem í rauninni
hefur gerst er að hann aðhyllist nú hugmynd Fustels um „sameig-
inlegan vilja“ einstaklingsins, „frelsið" sem sé ofar öllum tungu-
málum, gengur út frá henni og sveigir allt undir hana.
Þessi sinnaskipti eru að sjálfsögðu afleiðing styrjaldarinnar
1870, en inn í þau blandast einnig mjög persónulegar ástæður.
Ernest Renan var fátækur drengur, sem ólst upp í Tréguier á norð-
urströnd Bretaníuskaga (þar sem fæðingarhús hans er nú snoturt
safn) en vakti athygli fyrir gáfur og fékk styrk til að fara á presta-
skóla í París, þar sem hann stundaði nám af miklu kappi. Eftir
nokkur ár fóru að sækja að honum efasemdir, sem hann rekur
mjög skýrt í bernskuminningum sínum71 en hætt er við að nú-
tímamönnum þættu ástæðurnar einfeldningslegar: I guðs orði
hlýtur allt að vera satt, og ef hægt er að finna þó ekki sé nema eina
einustu villu í biblíunni, getur hún ekki verið guðs orð. En nú er
alveg greinilegt að í biblíunni eru bæði staðreyndavillur og mót-
sagnir, eins og rannsóknir, einkum og sér í lagi rannsóknir þýskra
fræðimanna, hafa leitt ótvírætt í ljós... Renan gekk á fund kennara
sinna, og þeir sáu að þetta voru ekki aðeins efasemdir, drengurinn
69 ívitnað rit, bls. 330.
70 ívitnað rit, bls. 252.
71 Ernest Renan: Souvenirs d’enfance et de jeunesse, sbr. 5. kaflann.