Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 217
SKÍRNIR
ÓVÆNT sýn: HOLDIÐ HEMUR ANDANN
443
inni þegar dagsbirtan dvín. Breski samtímaheimspekingurinn Simon
Critchley, sem túlkað hefur hugmyndir Blanchot, er þeirrar skoðunar að
tvíræðni sé einmitt kjarninn í hugsun Blanchot, þegar hann tali um rithöf-
undinn sem andvökumann dagsins ('l’insomniaque du jour)? Tvíræðni,
segir Critchley, sé fólgin í þeirri reynslu að sveiflast milli dags og nætur
og horfa galopnum augum í nóttina, en sljóum augum, vegna andvöku-
vofunnar, í daginn. Uppruni listaverks sé einmitt á þeim mörkum.
Birna tilfærir einnig annað dæmi sem ætlað er að undirstrika nákvæm-
lega það sama, og er það fengið hjá Blanchot, eða öllu heldur er um að
ræða þýðingu og útfærslu Critchleys á því.3 4 Það hljómar svona í minni
endursögn: Maður nokkur ákveðinn í að hengja sig sparkar undan sér
stólnum er var það síðasta sem hann hafði fast undir fótum, en í stökkinu
út í tómið finnur hann eingöngu fyrir snörunni er rígheldur honum við
lífið sem hann vildi komast frá. - Með öðrum orðum, það að deyja - le
mourir - eins og það heitir hjá Blanchot, er sterkara en dauðinn - la mort.
Maðurinn skapar til að geta dáið og deyr til að geta skapað.5 Á þessum
mörkum er uppruni listaverks, en jafnframt er áréttað að maðurinn sé
negldur við tilvist sína, eins og Birna orðar það.
Líkt og sjá má er ætlun Blanchot sú, og þá um leið Critchleys, að
reyna að skýra með dæmum flókið fyrirbæri, sem er í þessu tilviki upp-
runi sköpunar, og bera sig þannig að eins og heimspekingar, rithöfundar
og skáld hafa gert gegnum tíðina. Gripið er til myndmáls til að útskýra at-
riði eða fyrirbæri sem verða ekki skýrð á neinn annan veg. Það er því ekki
um vísindalega nálgun að ræða í þröngum skilningi þess orðs, heldur er
gengið að efninu með hliðsjón af andstæðum og hliðstæðum og þar af
leiðandi umræddum mörkum.
í riti sínu Holdið hemur andann tekur Birna mið af Blanchot og
Critchley, og má segja að hún skrifi í anda þeirra. Að minnsta kosti er
óhætt að fullyrða að andi þeirra svífi yfir vötnunum, einkum hvað mörk-
in umræddu snertir. Birna lítur svo á, og það er í rauninni tilgátan sem
hún leggur upp með, að fagurfræði skáldskapar Guðbergs Bergssonar feli
ekki einvörðungu í sér samræðu við íslenskt samfélag og menningu, held-
ur megi finna ýmsar samsvaranir við skáld og heimspekinga í hugmynda-
og sagnahefð Vesturlanda (bls. 16). í samsvörunum, eða öllu heldur
tvenndum, koma ekki aðeins fyrir hliðstæður, þar eru líka andstæður á
ferð, þess vegna er í hvoru tilviki um sig um mörk að ræða, mörk sem
Birna hlýtur að einhverju leyti að skapa sjálf við það að reyna að ná utan
3 Simon Critchley, Very Little... Almost Nothing, Lundúnum og New York:
Routledge, 1997, bls. 63.
4 Sama rit: bls. 31.
5 Maurice Blanchot, L’espace littéraire, Parfs: Gallimard, 1955: Écrire pour pou-
voir mourir - Mourir pour pouvoir écrire, bls. 111.