Skírnir - 01.09.2003, Síða 221
SKÍRNIR ÓVÆNT SÝN: HOLDIÐ HEMUR ANDANN 447
á mörkum lífs og listar, en viðurkenni jafnframt mótsögnina er í því felst.
Með öðrum orðum, hann gangist við tilvistarlegri ábyrgð sinni. Viðhorf
þau sem fram koma í bókunum tveimur Uggur og ótti eftir Kierkegaard
og Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma mætast á mörkum andstæðna.
Fórn Abrahams í verki Kierkegaards tekur til ástar og trúar og lýsir
ástríðukenndu sambandi trúar og lífs sem verður aftur á móti í skáldsögu
Guðbergs ástríðukennt samband lífs og listar.
Ef dagbókarskrifarinn í Kvöldu ástinni skapar ást sína á mörkum lífs
og listar, er réttmætt að spyrja, eins og Birna gerir, um skapandi mörk list-
ar og lífs hjá höfundinum Guðbergi Bergssyni. Hún er þeirrar skoðunar
að umrædd mörk hafi verið jafn hugleikin öðrum höfundi, Friedrich
Nietzsche, og tekur til umræðu Endurfædingu harmleiks eftir hann og
skáldævisögu Guðbergs (Fabir og móðir og dulmagn bernskunnar og Eins
og steinn sem hafið fágar). En hinni stóru og umdeildu fullyrðingu
Nietzsches um „að tilveran og heimurinn eigi sér eingöngu réttlætingu
sem fagurfræðilegt fyrirbæri", eru ekki gerð skil að öðru leyti en því að
vitnað er í og vísað til fræðimanna þeirra sem um efnið hafa fjallað, eins
og Peters Berkowitz (bls. 182-183). Sjálf gerir Birna ekki út um það. Hún
hefur meiri áhuga á rótum einstaklingsbundinnar fagurfræði Guðbergs í
skáldævisögu hans og telur að hann og Nietzsche eigi það sameiginlegt að
hafa andúð á og gagnrýna kenningakerfi það sem kristnin byggist á og að
andæfa því í nafni siðfræði listarinnar. Auk þess telur hún að þeir séu
sama sinnis um það að mörk listar og lífs séu skapandi og varði beinlínis
þekkingu mannsins á lífinu, sem þó leiði ekki til gleði heldur til hins gagn-
stæða. Nietzsche haldi því fram að kristin kenningasmíð hamri á algild-
um og geri ekki tilraun til neins annars, en hjá Guðbergi hljómi það: „líf-
ið þarf ekki á bæn að halda, það fer sínu fram og hefur enga samúð með
þeim sem eru á lífi og lífið hefur engin lögmál, bara við sem búum þau
til.“7
Guðbergur og Nietzsche mætast því í hliðstæðum. Á hinn bóginn
hefur ekki verið svarað áleitinni spurningu um það hvort fagurfræðin hafi
í guðleysinu öllu nú á tímum tekið sæti trúarinnar, þegar mannleg tilvist
sé annars vegar. Þegar hér er komið sögu í riti Birnu fer maður kannski að
ímynda sér að fagurfræði skálds er hefur helgað listinni alla krafta sína,
beri í sér frjókorn sem minni á trúarlega afstöðu. Að líkindum er ástæða
til að fara með gát eins og Birna gerir og fullyrða ekki neitt. En ég sem
lesandi geng svo langt að gæla við þá hugmynd, að helgi menn sig list af
lotningu og ástríðu, séu þeir kannski ekki svo fjarri „stökkinu“ hans
Kierkegaards, en í þetta sinn yfir í list.
7 Guðbergur Bergsson, Faðir og móðir og dulmagn hernskunnar, Reykjavík: For-
lagið, 1997, bls. 232.