Skírnir - 01.09.2003, Side 222
448
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
SKÍRNIR
Við höfum verið að skoða hvernig „mörkin" verða til og mætast á því
sviði sem ég leyfði mér hér að framan að kalla Stóra sviðið og helgast af
tíma og rúmi. En ég á eftir að minnast á Litla sviðið, sem stendur nær les-
andanum hvað tíma og rúm snertir.
í skáldævisögu sinni snýr Guðbergur sér að uppruna sínum í þorpi
suður með sjó, þótt hann lýsi því jafnframt yfir að uppruni manns sé alls
staðar og hvergi, nema þá helst í hugsuninni og orðunum. Og til að geta
hugsað um það sem var verði menn fyrst að gleyma. Hann virðist sama
sinnis og sögumaður Proust í skáldsögu hans I leit að glötuðum tíma,
hann gleymir til að muna. Líkt og heyra má er hér þversögn á ferð og orð-
ið skáld-ævisaga stendur beinlínis á mörkum. Þorpið hans Guðbergs
stendur á mörkum lands og hafs og ísland er við útmörk Evrópu. En líf-
ið í Grindavík var, að sögn Guðbergs, jafn litríkt og í hinum guðdómlega
gleðileik Dante, en um það geti sá einn fjallað sem vilji feta í fótspor Dante,
fara í útlegð og deyja langt frá sinni Flórens.8 Útlegðin sem vísað er til er
útlegð skáldsins í skáldskapnum. Sá sem gerist listamaður fer í sjálfviljuga
útlegð. Rætur Guðbergs liggja því í þorpinu hans en líka í útlegð skáld-
skaparins sem hann valdi á sínum tíma. Burtu og heima mætast hér.
Birna er á því að fagurfræði Guðbergs hafi oftar en ekki fallið í grýtt-
an jarðveg hér á landi. En Guðbergur sé ekki einn um að hafa lent í slíku.
í kafla sem ber heitið „Brot úr sögu fagurfræðinnar á íslandi" og er II.
kafli ritsins, eru á ferð fagurfræðilegar hugmyndir nokkurra skálda og
bókmenntajöfra frá því á dögum rómantíkur og til nútímans, og koma
þar helst við sögu þeir Grímur Thomsen, Benedikt Gröndal (yngri), Sig-
urður Nordal, Sigfús Daðason og svo auðvitað Guðbergur. í huga Birnu
er Guðbergur ekki aðeins lykilhöfundur í íslenskum skáldskap, heldur
líka einn róttækasti gagnrýnandi íslenskrar menningar. Andstaðan við
fagurfræðileg viðhorf hans sé þó ekkert einsdæmi í menningarsögu okk-
ar. Fagurfræðileg viðhorf flestra, þó alls ekki allra höfundanna sem hér
voru taldir upp, hafi fengið mótbyr og þess vegna ekki haft langvarandi
áhrif. í íslenskri menningu og samfélagi gæti á hinn bóginn viðvarandi
áhrifa svonefndrar aldamótakynslóðar, eða þeirra sem Guðbergur hefur
nefnt „gylltu höfundana". Fagurfræðileg viðhorf Guðbergs hafi hins veg-
ar mótast af öðru en upphafningu og hátíðleika þjóðernisrómantíkur.
Fagurfræði skáldskapar hans sé í raun fagurfræði hversdagsins, í skáld-
skap Guðbergs sé listin séð frá sjónarhóli lífsins.
Segja má að áhrif aldamótakynslóðarinnar hafi að vissu leyti verið
við lýði þegar Guðbergur byrjaði að skrifa, en þeirra áhrifa gætir varla
lengur meðal höfunda, og í menntakerfinu eru þau smám saman að fjara
út.
8 Guðbergur Bergsson, Guðhergur Bergsson metsöluhók, Reykjavík: Forlagið,
1992, bls. 16.