Skírnir - 01.09.2003, Síða 223
SKÍRNIR ÓVÆNT SÝN: HOLDIÐ HEMUR ANDANN 449
Það er engin hætta á, eins og ætti að vera komið fram, að hægt sé að
fella fagurfræðilegar hugmyndir Guðbergs í kerfi. Sjálfur heldur hann því
fram að engin kerfi trúar, vísinda eða hugmyndafræði nái utan um mann-
inn. Og þó svo að unnt sé að skoða manninn í krók og kring, sé hann
engu að síður óræður hvernig sem á hann er litið. Allt sé síbreytilegt, ekki
aðeins smekkurinn, heldur líka þörf listarinnar til endurnýjunar. Meira að
segja ósamkvæmni sé af hinu góða. Listamaðurinn þurfi á þessum óstöð-
ugleika að halda til að vera frjáls.9
Birna heldur því fram að íslendingum sé gjarnt að hrökkva undan
spegli tímans, bókmenntunum, þeim sé öllu meira í mun að leita eftir „full-
komnum viðmiðunarverkum“ en að taka þátt í „hátíð ófullkomleikans“
sem Guðbergur sé talsmaður fyrir. Hún minnist hins vegar ekki á að
„spontanitetið“, hið sjálfssprottna í listum hafi víða um lönd verið nánast
boðorð á 6. og 7. áratugnum, og á því ekki aðeins við um Guðberg. Einnig
bendir Birna á að fagurfræðileg viðhorf Guðbergs hafi oft verið álitin
mannfjandsamleg, og nefnir um það dæmi. En þegar farið er að nefna þau
virðist eins og Birnu gleymist að til sé önnur hlið á sama peningi, að til séu
þeir sem setji viðhorf Guðbergs og verk á stall, þótt engin hætta sé á að
hann vilji hafa þau þar. Þá virðist og gleymast að samræða Guðbergs við
menningu okkar og samfélag hefur stöku sinnum snúist upp í einræðu,
vegna þess að almennar fullyrðingar á borð við „íslendingar eru svona eða
hinsegin" eru ekki til þess fallnar að opna samræðu. Raunar eru fullyrð-
ingar Guðbergs það sjaldnast. Á hinn bóginn er hægt að veltast um af
hlátri yfir þeim séu þær skondnar, og auðvitað skilja þær eftir brodd sem
var nú kannski aðalætlunin. Ég tel að nokkuð einhliða mynd sé dregin upp
í riti Birnu af stöðu Guðbergs í íslenskri menningu og bókmenntalegri
samtíð. Þó verður að líta til þess að Birna einskorðar sig við fagurfræðilega
afstöðu hans sem þar að auki er erfitt að henda reiður á. Fagurfræðileg við-
horf Guðbergs eru dreifð um allt höfundarverk hans. Þótt kunni að vera
rétt hjá Birnu að enginn íslenskur samtímahöfundur hafi skrifað jafnmik-
ið um fagurfræði og Guðbergur, ber þess að gæta að fagurfræðileg viðhorf
annarra höfunda samtímans, sem lítið hafa verið könnuð, liggja í verkum
þeirra, alveg eins og hans, jafnvel þótt þeir séu kannski ekki annað og
meira, svo vitnað sé til orða Guðbergs, en „sá grútur sem kenndur er við
mý og veður uppi í Rithöfundasambandi íslands.“10
Hægt er að taka undir með Birnu, að það sé aðeins of djúpt tekið í ár-
inni að tala um að fagurfræðina í skáldskap Guðbergs skorti mannúð og
sé meira að segja mannfjandsamleg. Guðbergur er sá höfundur hér á landi
sem ekki hvað síst hefur skrifað um manninn í víðustu merkingu þess
9 Sama rit, bls. 115-116.
10 Sama rit, bls. 23.