Skírnir - 01.09.2003, Page 224
450
ÁLFRÚN GUNNLATJGSDÓTTIR
SKÍRNIR
orðs. Mann sem er óræður og sjálfum sér óskiljanlegur. Slíkt telst naum-
ast til fjandskapar.
Hér hefur verið rætt um mörk, en einmitt með því að koma auga á eða
skapa mörk er unnt að láta viðhorf og hugmyndir lifna. Og það tekst
Birnu. Aðferð hennar er þess vegna vel til fundin og samræmist prýðilega
efninu. Vonlaust væri að ætla sér að fá heildstæða mynd af fagurfræði í
skáldskap Guðbergs Bergssonar. Slíkt væri dæmt til að mistakast og þar
að auki væri það fölsun á viðhorfum hans.
Fagurfræði í skáldskap er í sjálfu sér ekki nýstárlegt efni eitt og sér, en
nýjabrumið í ritgerð Birnu felst í sýninni á efnið og hvernig því er kom-
ið til skila. Henni tekst að gera hugmyndaheim Guðbergs, þann sem hvíl-
ir á fagurfræði, nákominn lesandanum. Auk þess tekst henni að rífa um-
ræðuna á þessu sviði upp úr ákveðnu fari. Þegar kemur að leiðarlokum
verður lesandanum ljóst að hann hefur ekki í höndunum heildarsýn af af-
mörkuðu efni heldur brot af víðfeðmu efni, en sé þeim raðað fæst samt
viss heild. Tilgangurinn með brotunum virðist sá að virkja lesandann til
þátttöku í þeirri þekkingarleit sem á sér stað í ritinu og fá hann til að spyrja
sig áleitinna spurninga. Leitin er einmitt hin yfirskipaða mynd eða mynd-
hverfing í bók Birnu. Þetta er metnaðarfull nálgun, þaulhugsuð og tekst
Birnu ágætlega að virkja lesandann, en ekki með því að leiða hann, held-
ur með því að sleppa af honum hendinni.
Þótt Birna dragi saman í lokin hugmyndir og viðhorf þau sem hún
fjallar um í ritgerð sinni, og eru auðvitað mun fleiri en unnt hefur verið
að fjalla um hér, lokar hún henni ekki með afgerandi niðurstöðu. Vissu-
lega kemur fram að átök Guðbergs við óstýrilátt manneðlið leiði til ein-
staklingsbundinnar fagurfræði eins og var hjá þeim Blanchot, Nietzsche,
Kierkegaard, Plotínosi og Ágústínusi, en einstaklingsbundin fagurfræði
sé eitt af því sem hann eigi sameiginlegt með þessum höfundum. Það sé
hins vegar annað sem skilji hann frá þeim, hann snúi á hvolf tvíhyggjunni
gömlu um hold og anda. Andinn hemji ekki holdið hjá Guðbergi, heldur
öfugt. Ekki aðeins eigi óræðið sér bústað í líkamanum, hann sé upphaf
alls og endir, óþrjótandi uppspretta.
Sú heild sem skapast í ritinu Holdið hemur andann byggist ekki á heild-
stæðri umfjöllun um efnið, hún næst með því að láta annars vegar kallast á
texta og hugmyndir fyrrgreindra höfunda og hins vegar texta Guðbergs og
hugmyndir. Þannig tekst Birnu að skapa „nýja heild“ ef svo má að orði
komast. Hún kemur greinilega í ljós þegar mörkin, sem ég hef gert að um-
ræðuefni, eru skoðuð. Ástin, trúin og fegurðin er uppsprettan, en andstæð-
una og hliðstæðuna við viðhorf Guðbergs skapa vestrænir höfundar sem
uppi voru á ólíkum tímaskeiðum, og sýnt er fram á að Guðbergur Bergsson
hafi verið, og sé, fullgildur þátttakandi í þeirri mermingar- og hugmynda-
sögulegu samræðu sem átt hafi sér stað á Vesturlöndum í aldanna rás. Sú
langa samræða hefur staðið af sér margan storminn, en stendur enn.