Skírnir - 01.09.2003, Side 226
452
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
hvort lesbíanismi hafi verið til, fyrst hvorki var hægt að nefna hann né
benda á dæmi um hann.
Rómantísk vinátta - mótunarhyggja
Frá lokum 18. aldar, þegar tilfinningasemin réð ríkjum, og frá upphafi 19.
aldar, eða rómantíska tímabilinu, er í breskum bókmenntum ófá dæmi að
finna um ástir kvenna. Lillian Faderman segir: „í 18. aldar bókmenntum,
sem höfðu rómantíska vináttu sem aðal- eða aukaþema, hafa konur getað
fundið margt sem þeim líkaði vel við eða elskuðu hver í fari annarrar. Þær
skoða sjálfar sig sem heilsteyptar persónur en þannig höfðu karlar sjaldn-
ast litið á þær. Þær elska hver aðra fyrir að vera sterkar og engum háðar
en ekki veiklundaðar og háðar öðrum.“4 En í elstu skáldverkunum sem
lýsa rómantískri vináttu kvenna giftast þær samt karlmönnum fyrr eða
síðarþví að: „Vinkonur gátu aðeins búið saman ... ef þær höfðu góðar og
gildar ástæður fyrir því að giftast ekki.“5
Mörgum fordómafullum fræðimönnum hefur reynst erfitt að viður-
kenna lesbísk sambönd kvenna á öldum áður þar sem þau þó blasa við.
Þannig skrifaði Mary Pierrepont vinkonu sinni Anne Wortley árið 1709:
Elsku, elskan mín, vertu sæl! Eg er alfarið þín, og óska einskis frekar
en að það megi einhvern tíma vera í mínu valdi að sannfæra þig um að
það sé mér enginn kærari en þú.
Ég get ekki afborið að vera sökuð um kulda frá þeirri sem ég mun
elska alla mína tíð ... Þú heldur að ég hafi gleymt þér, þér sem ég
hugsa stöðugt um ... Ég met þig að verðleikum með því að meta þig
meira en nokkuð annað í heimi hér.
Engin hefur verið svo trúföst og fullkomlega þín ... Ég tel þá líka með
elskhuga þína því að ég held ekki að það sé mögulegt fyrir karlmann
að vera eins einlæg og ég er.6
Einn af þeim sem skrifað hefur um þessi bréf segir að þau séu sárbitur, full
af ásökunum og afsökunum svo að lesandi gæti næstum haldið að hann
væri kominn til Lesbos! En lesandinn getur slakað á því að ekki er allt
sem sýnist, segir fræðimaðurinn; Mary ætlaði nefnilega ekki að segja
Anne að hún elskaði hana heldur voru ástarjátningarnar í raun ætlaðar
Edward, bróður hennar, sem Mary vissi að las bréf systur sinnar.7
4 Faderman: Surpassing the Love of Man, William Morrow & Co, New York
1981, 108.
5 Sama rit, 109.
6 Sama rit, 119.
7 Sama rit, 119-120.