Skírnir - 01.09.2003, Page 227
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
453
Eitt frægasta ástarsamband í breskum bókmenntum 19. aldar voru
ástir Söru Ponsonby og Eleanor Butler, sem oft voru kallaðar „the
Ladies of Llangollen". Þær voru írskar yfirstéttarkonur sem urðu
kærustupar og struku frá fjölskyldum sínum árið 1778. Þær fóru í karl-
mannaföt til að þekkjast síður á þjóðveginum en náðust og voru færðar
hvor til síns heima. Aftur struku þær og þá skildu ættingjarnir að þeim
yrði ekki haldið sundur og veittu þeim smálífeyri og leyfi til að búa
saman. Þær settust að í Wales í litlu húsi í Llangollen Vale. Umhverfis
húsið ræktuðu þær undursamlegan garð og sjálft húsið skreyttu þær
fagurlega þó að fátækar væru. Þær voru dáðar og virtar og meðal vina
þeirra voru hertoginn af Wellington, William Wordsworth, Robert
Southey, Edmund Burke, Sir Walter Scott, Lady Caroline Lamb og
margt íleira af fræga fólkinu. Skáldin ortu til þeirra og heimspekingar
skrifuðu um þær. Enginn af vinum þeirra velktist í vafa um að þær
bjuggu ekki aðeins saman í húsinu heldur sváfu í sama rúmi. Enginn
virðist hafa lagt þeim það til lasts heldur gengu allir að því sem gefnu að
ást þeirra væri og hefði alltaf verið andleg og hrein, dyggðum prýdd -
þær hefðu verið eins og nunnur í raun. Þær voru hafnar til skýjanna og
mönnum fannst að í þessum tveimur konum birtist sjálf hugsjón hinna
rómantísku ásta í sinni fegurstu og upphöfnustu mynd. En var þetta
svona?
Sennilega, segir Lillian Faderman. Hún segir að þær hafi verið óvenju-
lega íhaldssamar í stjórnmálum og yfirþyrmandi siðprúðar, þær hafi m.a.
rekið vinnukonu sem varð ólétt án þess að vera gift. Þær íhuguðu að fara
í mál við eitt af dagblöðunum sem talaði um þær í grein árið 1790 og sagði
að Miss Butler væri hávaxin og karlmannleg en „Miss Ponsonby væri hins
vegar kurteis og kvenleg, björt og fögur.“8 Þær voru rómantískar vinkon-
ur og bjuggu saman í aðdáunarverðri ást og eindrægni í yfir fimmtíu ár -
meira vitum við ekki.
Skáldkonan og skólastjóradóttirin Anne Seward var hins vegar ekkert
að fela þá heitu ást sem hún bar til níu árum yngri konu sem hét Honora
Sneyd og hafði alist upp á heimili Onnu. Þegar Honora giftist árið 1773
trylltist Anne úr afbrýðisemi og orti til hennar sonnettu sem byrjar
svona: „Farewell, false Friend! - our scenes of kindness close!“9 Einn af
ævisagnariturum Anne Seward á 20. öld skilur ekkert í þessum æðisköst-
um hennar út af giftingu Honoru þangað til það rennur upp fyrir honum
að sennilega hafi Anne sjálf viljað giftast Edgeworth, manni Honoru.
Hann var ekkjumaður og nær henni í aldri en fóstursysturinni og auðvit-
að hafi hún verið svona óhress með að missa þennan góða bita í hunds-
kjaft. Þetta er fáránlegri skýring en margar aðrar vegna þess að Anne
8 Sama rit, 124.
9 Sama rit, 133.