Skírnir - 01.09.2003, Page 228
454
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Seward hélt áfram að yrkja æ fegurri ástarljóð til Honoru sem dó ung úr
berklum. Honora var skáldgyðja hennar og þegar hún kynntist hinum
frægu Ladies of Llangollen árið 1797 gaf hún þeim mynd af Honoru til
að hengja upp á heiðursstað í stofu þeirra.
Mary Wollstoncraft, sem með réttu má kalla móður kvenréttindabar-
áttunnar, átti rómantíska vinkonu sem hún elskaði heitt. Sú hét Fanny
Blood og samband þeirra gekk svo langt að Mary var búin að leigja hús
þar sem þær ætluðu að búa saman, Mary var þá 23 ára, þetta var sumarið
1782. Fanny kom ekki á tilskildum tíma en sendi í sinn stað bréf með
óteljandi afsökunum og fyrirslætti og Mary varð að horfast í augu við að
Fanny var of veikgeðja til að bjóða heiminum birginn.10 Heimspekingur-
inn William Godwin var giftur Mary Wollstoncraft síðustu tvö ár ævi
hennar. Dóttir þeirra var Mary Shelley sem skrifaði söguna af Franken-
stein. Godwin segir hreinskilnislega að Fanny hafi verið stóra ástin í lífi
konu sinnar og hefði hún ekki brugðist hefði Mary trúlega aldrei gifst.
Godwin er fullkomlega heiðarlegur og hreinskilinn um hina logandi róm-
antísku ást Mary Wollstoncraft og það er því furðulegt að ævisagnaritar-
ar hennar skuli hafa reynt með ráðum og dáð að ritskoða samkyn-
hneigðina út úr lífi hennar.
Samkynhneigð er líka jarðsprengjusvæði eins og Terry Castle fékk
áþreifanlega að kenna á þegar hún skrifaði greinina „Var Jane Austen
samkynhneigð" í London Review of Books í ágúst 1995. í þessari grein
rekur Castle samband þeirra Jane Austen og Cassöndru, eldri systur
hennar, sem var afar náið. Þær bjuggu saman og voru sjaldan aðskildar og
þá í stuttan tíma. Hvorug þeirra giftist. Þær deildu öllu, stóru og smáu,
„lásu hugsanir" hvor annarrar og sváfu í sama rúmi alla tíð. Þegar Jane
Austen dó, 42 ára gömul, brenndi Cassandra nokkur af bréfum hennar og
klippti út eða strikaði út hluta af öðrum. Fræðimenn hafa ýmist ásakað
Cassöndru eða afsakað þessi afskipti hennar af myndinni sem hún eftirlét
síðari tímum af systur sinni. Castle bendir á það hve upptekin Jane Aust-
en er af fötum og líkama kvenna en mest þó líkama sínum og Cassöndru
sem hún spaugar með, dáist að og klæðir í föt sem hún sér, ber saman við
aðra og saknar í bréfum sínum til eldri systurinnar. Það er greinilegt að
samkynhneigð þrá birtist í þessum bréfum, sagði Castle í grein sinni og
fjandinn var laus. Reiðilegum bréfum rigndi yfir ritstjóra London Review
of Books vikum saman; einn bréfritari sagði að karlremba og kvenhatur
Terry Castle riði ekki við einteyming og spurði: Hefur hann aldrei séð
tískublað?
Enn aðrir ásökuðu Terry Castle fyrir að „ákæra“ Jane Austen fyrir
lesbíanisma og „saurga helgidóminn". Þessu svarar hún fullum hálsi og
segir að í samfélagi, þar sem kynin voru jafn stranglega aðskilin og með-
10 Sama rit, 140.