Skírnir - 01.09.2003, Page 229
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
455
al lágaðals í Englandi á 18. öld, hafi kynþroska stúlkur, vinkonur og syst-
ur, beint ást sinni og þrá hver að annarri og enginn haft neitt við það að
athuga. Samfélagið hafi verið gegnsýrt af samkynja tengslum, félagslega
og tilfinningalega eða kynferðislega. Að segja eitthvað annað sé einfald-
lega ósatt. Það sé hins vegar óhugnanlegt að nútímafólk skuli bregðast svo
illa við upplýsingum um samkynhneigð sögulegra persóna og umburðar-
lyndi sé ekki meira en þetta ef helgimyndirnar séu snertar.11
Lillian Faderman segir að ef menn trúa því að lesbíanismi snúist ein-
göngu og aðeins um kynmök, hafi hinar rómantísku vinkonur á 18. öld
ekki verið „lesbíur" í okkar skilningi orðsins.12 Þær hafi fyrst og fremst
þráð að fá að trúa og treysta hver annarri og vera saman að eilífu. Við vit-
um ekki hvort þær sváfu saman og Faderman segir að í því liggi munur-
inn á 18. aldar konum og lesbíum dagsins í dag. Samfélagið hafi ekki haft
neinn merkimiða til að hengja á þær. Þær hafi ekki orðið að taka afstöðu
til þess hvort þær vildu „koma út úr eða vera í skápnum" og hvorki þær
né umhverfi þeirra hafi skoðað ástir þeirra sem neikvæðar eða óhreinar.13
Faderman er hér greinilega ekki langt frá félagslegri mótunarhyggju
og kenningum Michels Foucault. Foucault telur að með hugtakinu „sam-
kynhneigð“ (homosexualité) hafi fyrirbærið „hommi“ jafnframt orðið til.
Fyrir þann tíma höfðu menn að sjálfsögðu girnst og elskað sitt eigið kyn
reglulega eða einstöku sinnum. Það var ekki talið í frásögur færandi.
Menn skilgreindu sig ekki út frá þessu. Fyrirbærið „hommi“ var sem sagt
ekki til af því að samkynhneigðir karlar voru ekki skilgreindir út frá kyn-
hneigð sinni, það var ekki talið ráða persónugerð eða sjálfsmynd þeirra. í
grein þýska geðlæknisins Carls Westphals, „Die contráre Sexualempfind-
ung, Symptom eines neuropatischen (psychopathischen) Zustendes"
(1869), er samkynhneigðin í fyrsta sinn skilgreind sem sérstök kynhvöt
sem gengur þvert á hneigð karla til kvenna, hún er „sjúkdómur" og á ekki
að teljast glæpsamleg, segir Westphal. En skaðinn var skeður og þremur
árum seinna voru sett lög gegn samkynhneigðu athæfi í Þýskalandi og
skilgreiningar Westphals voru notaðar sem rök fyrir því að samkyn-
hneigðir væru „hinsegin".14
11 Terry Castle: Boss Ladies, Watch out! Essays on Women, Sex, and Writing,
Routledge, New York og Lundúnum 2002, 125-136.
12 Þá er vísað til nútímaskilnings hugtaksins sem tekur inn í sig tilfinninga- og
kynferðislega þekkingu, hugmynda- og félagslegt samhengi og margs konar
kröfur sem eldri lesbíum voru ókunnar.
13 Sama rit, 142-143. Faderman segir enn fremur að samfélagið hafi kannski ekki
snúist gegn þessum ástríðufullu samböndum kvenna í bókmenntum og mynd-
list af því að þau hafi höfðað til forvitni eða sjónfróunar (voyeurisma) karla.
14 Michel Foucault: The History of Sexuality. An Introduction. I. bindi, Vintage
Books, New York 1990, 42^14.