Skírnir - 01.09.2003, Síða 230
456
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Eðlishyggjusinnar segja að fyrir daga hugtaksins „samkynhneigð"
hafi bæði verið til hugtök um samfarir samkynhneigðra og þrár eða með
öðrum orðum: Þó að ekki væru til hugtök um það sem menn „voru“ hafi
verið til hugtök um það sem menn „gerðu“. Þessar deilur rekur Tiina
Rosenberg í bók sinni Queerfeministisk agenda og kemst að þeirri niður-
stöðu að togstreita af þessu tagi, sem einkenndi póstmódernískar deilur
níunda áratugarins og fram á þann tíunda, sé ófrjó og hafi runnið sitt
skeið.15
Eðlishyggja og mótunarhyggja eru tvenndarhugtök sem liggja hvort
öðru til grundvallar og það er ekkert sem segir að „eðli“ geti ekki breyst
eða „mótun“ geti ekki orðið að „fasta“ sem ekkert má snerta við. Það er
ekkert í þessum tveimur fræðilegu nálgunum sem segir að önnur sé nauð-
synlega jákvæð og hin neikvæð fyrir samkynhneigða, því að báðar má
nota af samúð eða hatri á þeim. Augljóslega verða menn að reyna að
byggja brýr og nýta sér styrkleika beggja aðferðanna en forðast veikleika
þeirra.16
Erótík og eðlishyggja
Terry Castle er á slóðum eðlishyggjumanna þegar hún hafnar því að eng-
in lesbísk sjálfsmynd hafi verið til fyrir lok 19. aldar af því að hugtakið
hafi ekki verið til. Hún segir að lafðirnar Eleanor Butler og Sarah Pon-
sonby hafi orðið eins konar „lukkudýr" þeirra sem haldi því fram að eng-
ar lesbíur hafi verið til fyrir árið 1900.17 Hún telur að Anne Lister
(1781-1840) hafi verið lifandi sönnun þess að ekki allar konur hafi látið
sér nægja að skrifa sonnettur til hinnar þráðu ástmeyjar.
Anne Lister var af lágaðli og bjó á búgarði foreldranna, Shibden Hall,
í West Yorkshire. Umhverfi hennar er eins og klippt út úr skáldsögum
Jane Austen og lýsingar hennar á slúðri og lágkúru nágrannanna er líka
eins og eftir Austen. Lister skrifaði dagbækur þar sem hún skráði allt sitt
líf - líka ástarlíf sitt í dulmáli sem nú hefur verið þýtt, og hefur úrval úr
dagbókunum verið gefið út. Hún trúir dagbók sinni fyrir þessu, kornung
kona: „Ég elska og elska aðeins hið fagra kyn og ást mín er endurgoldin
og því snýst hjarta mitt öndvert við allri annarri ást en þess.“18 Eftir að
hún hefur gert sér grein fyrir þessari sérstöðu sinni, og farið í gegnum
stutta en snarpa tilvistarkreppu út af því, daðrar hún við valdar konur og
heldur við þær, oft margar í senn, það sem hún á eftir ólifað. Hún var
15 Tiina Rosenberg: Queerfeministisk agenda, Atlas, Stokkhólmi 2002, 23.
16 Sama rit, 23-31.
17 Hún segir þær „... mascot for the no-sex-before-1900-school.“ Terry Castle:
The Apparitional Leshian, Columbia University Press, New York 1993, 91.
18 Samarit, 101.