Skírnir - 01.09.2003, Page 232
458
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
dóttir skrifað um rómantíska vináttu karla á 19. öld, m.a. um vináttu
Finns Jónssonar og Páls Briem, og segir að vináttusambönd ungra karl-
manna á 19. öld hafi oft falið í sér daður og kjass sem enginn hafi séð neitt
athugavert við. Ákveðnir strákar í Latínuskólanum hafi verið kallaðir
kærustur eldri strákanna sem hafi verndað þá, kennt þeim og eignað sér
þá.23 Þetta var ekki fordæmt af því að menn litu á þetta sem leik og aef-
ingu fyrir hið raunverulega hjónaband, eins og Ólafur Davíðsson segir í
dagbók sinni frá 1882:
Mjer hefur aldrei þótt eins vænt um neinn eins og Geir [þ.e. Geir Sæ-
mundsson, síðar vígslubiskup]. Hvað það var indælt að vefja hann að
sjer leggja hann undir vanga sinn og kyssa hann svo. Loksins varð jeg
þó skotinn. En hvað er það að vera skotinn í karlmanni hjá því sem er
að vera skotinn í meyju? Ekkert segir náttúruvit mitt mjer.24
í sama streng taka Lillian Faderman og Terry Castle, rómantísk vinátta
ungra kvenna var skoðuð sem sjálfsagður undirbúningur fyrir veruleik-
ann eða hjónabandið sjálft. Vandamálið var bara að í samfélagi þar sem
dætrum var oft ráðstafað í skynsemishjónabönd urðu umskiptin stundum
of neikvæð og harkaleg. Munurinn á milli kynjanna og menningarlegur
aðskilnaður þeirra var orðinn svo njörvaður niður á síðari hluta 19. aldar
að jafnréttishjónaband var útilokað. Því meiri fjárhagslegir hagsmunir
sem lagðir voru undir í hjónabandinu þeim mun meiri líkur voru á því að
hjónin ættu ekkert sameiginlegt nema andúðina hvort á öðru. Kynin
bjuggu í tveimur aðskildum og ólíkum heimum. Ungu stúlkurnar syrgðu
hinar elskuðu vinkonur sínar alla tíð og áttu kannski enn erfiðara með að
taka „frumsýningunni" af því að þær vildu aldrei hætta „æfingatímabil-
inu“.
Kartnaglablús
Hvaða hugmyndir höfðu menn um fyrirbærið „lesbíanisma" á íslandi á
öldum áður? Því er fljótsvarað að ekkert hugtak er til yfir fyrirbærið „les-
bíu“, eða samkynhneigða konu, fyrr en seint á 20. öld. I Brennu-Njáls
sögu beinir Hallgerður hinu fræga níði sínu að Bergþóru og vænir hana
um að hafa kartnögl á hverjum fingri, en það vísar til þykkildis eða hrúð-
urs á nöglum. Þetta er húðsjúkdómur og miðaldamenn tengdu slíka sjúk-
dóma við syndugt líf sjúklingsins sem bryti sér leið upp á yfirborðið á
þennan hátt. Dýralæknirinn C.C. Matthiessen frá Ullerslev á Fjóni skrif-
23 Sigrún Sigurðardóttir, „Tveir vinir: tjáning og tilfinningar á nítjándu öld“ í Erla
Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (ritstj.): Einsagan - ólíkar
leibir, Háskólaútgáfan, Reykjavík 1998, 161-165.
24 Sama rit, 161.