Skírnir - 01.09.2003, Page 233
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
459
aði um sjúkdóm Bergþóru í tímaritið Medicinsk Forum, nr. 6, 1962, og
bendir þar á að almenningur hafi ekki skilið á milli húðsjúkdóma eins og
sóríasis, geitna- og kláðamaurs (scabies). í latínu spannar merkingarsvið
lýsingarorðsins „scaber“ allt frá því að vera „hrjúfur“, „grófur“, „skítug-
ur“ til þess að vera „graður".25 Kláðamaurnum, sem grefur sig undir yf-
irborð húðarinnar, fylgir mikill kláði, einkum um nætur. Hann var tengd-
ur kynlífi með réttu, því að kynmök eru ein af smitleiðum hans. Skor-
kvikindi eru sem kunnugt er fylgidýr myrkrahöfðingjans og holdlegra
freistinga af hans völdum, og þar sem húsfreyjan á Bergþórshvoli er ekki
sögð hafa eina kartnögl, heldur tíu slíkar, er ekki að sökum að spyrja.
Losti hennar ríður ekki við einteyming.
Oftar er konum brigslað um vergirni og lauslæti í íslenskum bók-
menntum en ekki um samkynhneigðar athafnir.26 í Orðabók Háskólans
má finna hugtökin „argur“/„ragur“/„ergi“ sem notuð eru um samkyn-
hneigða karlmenn, eða þá sem léku hlutverk konu í samkynhneigðum
samförum. Frá kristni og Biblíu höfum við hugtökin „sódómíti“/„sódóm-
ískur“ og á 20. öld var búið til hugtakið „kynvilltur“/„kynvillingur“ áður
en hugtökin „samkynhneigður“/„samkynhneigð“ urðu til um sama leyti
og menn byrjuðu að nota hugtökin „lesbíur" og „hommar" opinberlega.
Fyrstu dæmi Orðabókarinnar um „lesbíur" eru hins vegar frá 1986.27
Þó vissu menn löngu áður að þetta fyrirbæri væri til. í skriftaboðum
katólsku kirkjunnar varð að nefna og skilgreina syndirnar svo að hægt
væri að refsa mönnum fyrir að drýgja þær. í skriftaboðum Þorláks bisk-
ups segir svo: „Ef konur eigast við þangað til er þeim leysir girnd skal
bjóða þvílíka skrift sem körlum þeim er hinn ljótasta hórdóm fremja sín
á millum eða þann er framdur er við ferfætt kvikendi."28 Þetta var til og
litið alvarlegum augum, en hvað skyldu menn hafa gert sér í hugarlund að
leiddi til slíkrar „losunar girndar" sem rökrétt er að skilja sem vísun til
kynferðislegrar fullnægingar? Fyrir hvers konar athafnir var verið að
refsa?
Lillian Faderman bendir á að allar tiltækar heimildir um kynmök
kvenna á öldum áður séu frá körlum komnar. Þessir frómu herramenn
hafa ekki hugmynd um það hvernig konur bera sig að í kynmökunum.
25 C.C. Matthiessen: „Um kartneglur.“ Magnús Már Lárusson þýddi. Skírnir
1965, 127-129.
26 Ég leitaði í gagnasafni Orðabókar Háskólans að „saffó“/„saffískur“ og „tríb-
öðum“ og „karlkerlingum" og öllu því sem mér datt í hug af erlendum og ís-
lenskum hugtökum en án árangurs. Einu dæmin um slíkar samsetningar eru frá
síðari hluta 20. aldar.
27 Orðabók Háskóla íslands; sjá: http://www.lexis.hi.is/gagnasofn.html.
28 Sveinbjörn Rafnsson: „Skriftaboð Þorláks biskups", Gripla V, Stofnun Árna
Magnússonar, Reykjavík 1982, 108.