Skírnir - 01.09.2003, Qupperneq 234
460
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Vanti getnaðarlim getur ekki verið um fullkomnar samfarir að ræða að
þeirra mati. Til að upplýsa málið lýsir ítalski franciskanamunkurinn
Sinistrari því yfir um aldamótin 1700 að kynlíf kvenna sé einhvers konar
eftirlíking á samförum karls og konu. Þetta mátti hugsa sér á tvo vegu:
Annars vegar lá önnur konan ofan á hinni og nuddaði sér upp við hana en
hins vegar notaði sú efri einhvers konar hjálpartæki til að fara inn í þá
neðri. Fyrri verknaðurinn var litinn mildari augum en sá síðari. í fyrra til-
fellinu var litið svo á að konurnar væru að líkja eftir verknaði fullorðinna
eins og börn, en í síðari tilfellinu var verknaðurinn litinn svo alvarlegum
augum, ef upp komst, að varðaði það dauðarefsingu.29 Refsingin endur-
speglaði alvöru glæpsins sem fólst í því að konan tók sér stöðu karlsins og
gerði hann þar með ónauðsynlegan. Slíkt varð að berja niður af fullri
hörku.
Það voru fyrst og fremst fötin, klæðnaðurinn, sem greindu að karla og
konur. Konur sem fóru í karlmannsföt tóku á sig kyngervi karlsins og
storkuðu þannig „eðli“ sínu og þeirra. Um leið gerðu þær það sýnilegt að
það var munur á líffræðilegu kyni (sex) og menningarlegu kyngervi
(gender). Og úr því að hægt var að víxla þessu tvennu var einnig hægt að
efast um að ríkjandi fyrirkomulag kynjanna væri hið eina hugsanlega. Við
blasti ekkert minna en öngþveiti. Klæddust karlar kvenmannsfötum og
öfugt varðaði það þriggja ára útlegð á þjóðveldisöld og í Grágás
(1250-1280) segir: „Ef konur gerast svo afsiða að þær ganga í karlfötum,
eða hverngi [þ.e. hvern] karlasið er þær hafa fyrir breytni [sundurgerð,
það að skera sig úr] sakir, og svo karlar þeir er kvennasið hafa, hverngi veg
er það er, þá varðar það fjörbaugsgarð hvorum sem það gera.“30
Klæðskipti og kyngervisusla þekkjum við samt úr íslenskum bók-
menntum og er við hæfi að nefna Bróka-Auði, konu Þorvalds, fyrsta eig-
inmanns Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdæla sögu, sem vann það sér til
óhelgi að ganga í karlmannsbuxum. Það túlka Guðrún og Þorvaldur sem
skilnaðarsök í sögunni og fá þann skilning viðurkenndan.
Á öllum öldum hafa einstakar konur skorið sig úr hópnum og vakið
bæði ótta og aðdáun vegna þess að þær voru svo karlmannlegar, stórar,
sterkar (Látra-Björg, Þuríður formaður), valdamiklar (Ólöf ríka, Anna á
Stóruborg) og stjórnsamar (Þorbjörg Sveinsdóttir, Bríet Bjarnhéðinsdótt-
ir). Menn efuðust jafnvel um kynferði þessara kvenna og skensuðu þær
fyrir að vera „ekki-konur“ eða „karl-konur“.31 Sjálfstæði þeirra vakti
bæði ótta og aðdáun. Þessar konur voru einstakar og sérstakar en undir
29 Faderman 1981, 35-37.
30 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson,
Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Mál og menning, Reykjavík 1992, 125.
31 Sjá t.d. Guðrúnu P. Helgadóttur: Skáldkonur fyrri alda II, Hörpuútgáfan,
Akranesi 1995, 59-76.