Skírnir - 01.09.2003, Side 236
462
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
að honum ást sína og þegar hann hafnaði henni hafði hún lagt á hann
hatur en fært sína afbrigðilegu og skrumskældu ást yfir á konu hans.
Því næst höfðu báðar blóðsugurnar lýst yfir stríði á hendur honum og
vampíran hafði skilið hann frá börnum sínum.34
Hatrið og fordómarnir sem sjá má í texta Strindbergs eru ennþá ógeð-
felldari fyrir það að hann birti ásakanir sínar þegar skilnaður hans og Siri
var að ganga í gegn með tilheyrandi forræðisdeilu. Hins vegar eru fleiri
tilfinningar á ferð í textanum, reiði, mikill ótti og einmanaleiki.
í bókmenntum og myndlist sem sýna sambönd kvenna má oft sjá
spennu sem fylgir því að karlinn sem horfir á konurnar er lokaður úti,
áhorfandi að heimi sem er honum framandi. Margir kannast við hina
frægu mynd P.S. Kroyer frá 1893 af konu sinni Marie og vinkonu hennar
Önnu Ancher þar sem þær ganga saman eftir ströndinni á Skagen, nyrst
á Jótlandi. Marie talar, Anna hlustar. Þær eru ekki aðeins niðursokknar í
samtalið, í eigin heimi, heldur snúa þær baki í málarann og loka hann úti.
Hvað er Marie að segja (sem hann má ekki heyra)?35 Úr myndinni les ég
bæði þrá og andúð en fyrst og fremst einsemd áhorfandans. Hann stend-
ur utan við samband kvennanna sem snúa við honum baki og hafna hon-
um, vísa honum út í horn, eins og smástrák sem er sorgbitinn og einn.
Þessar sterku, tvíbentu tilfinningar, þrungnar andúð og þrá, sem ein-
kenndu bókmenntir og myndlist karla frammi fyrir samkynja ástum
kvenna, haldast í hendur við framgang kvenréttindabaráttunnar og þeirrar
endurskilgreiningar á kynjunum og hlutverkum þeirra sem átti sér stað,
eins og áður er sagt.
Á síðari hluta 19. aldar var merking hugtaksins „gagnkynhneigð" enn
á reiki og dæmi um að það hafi verið látið vísa til óeðlilega sterkrar eða
afbrigðilegrar þrár, segir Tiina Rosenberg. Hugtakið virðist þannig sam-
svara því sem kallað er „tvíkynhneigð" á okkar dögum.36 Næst gerðist
það að hugtakið „samkynhneigð" var skilgreint og merking þess staðfest
en eftir það fór orðið „gagnkynhneigð“ smám saman að þýða „eðlileg"
hneigð til hins kynsins. Eins og sjá má er „hið afbrigðilega", eða ytri
mörkin, sett fyrst og „hið eðlilega", eða miðjan, sett niður á eftir. Það er
í þessu sem róttækni hinsegin fræðanna felst að mati Tiinu Rosenberg.
Þau varpa sínu hinsegin ljósi á það sem skoðað er sem eðlilegt og sjálfgef-
34 August Strindberg: Svarta fanor, Sedeskildringar frán sekelskiftet í Samlade
verk, Bonniers förlag, Stokkhólmi 1987, 107.
35 Samband þeirra Kroyer og Marie var tiltölulega gott á þessu tímabili, árið eftir
að myndin var máluð fæddi hún honum dóttur en átta árum síðar fór hún frá
honum til annars manns. Kroyer var alla tíð erfiður í sambúð, hann hafði smit-
ast ungur af sárasótt og var geðhvarfasjúklingur að auki.
36 Rosenberg 2002, 89.