Skírnir - 01.09.2003, Page 237
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
463
ið og sýna að það er ekki minni tilbúningur en allt hitt. Hinsegin fræðin
gera þá kröfu til gagnkynhneigða meirihlutans að hann taki til í sínum
ranni og hætti að setja sínar skilgreiningar og sína hagsmuni sem viðmið,
miðju og „hið eðlilega fyrirkomulag" og byrji að hlusta á hinsegin radd-
ir frá jöðrunum.
Umrœban opnuð
í heimsstyrjöldinni síðari kom mikið los á fólk í siðferðislegum efnum.
Eftir stríðið gaus upp nýr móralismi og afskaplega hörð kynjatvíhyggja
sem var ekki hagstæð konum, hvorki gagnkynhneigðum né lesbískum.37
Þær síðarnefndu voru raunar enn „ekki til“ hér á landi. Eftir að Rauð-
sokkahreyfingin kom fram árið 1970, og þar með önnur bylgja femínism-
ans, losnaði örlítið um umræðuna en hreyfingin var mjög fordómafull í
garð samkynhneigðra, ekki í orði heldur á borði.38 Langt fram á tíunda
áratuginn flýðu íslenskir hommar og lesbíur (oftast) til Danmerkur en í
vitundarvakningarhópum Rauðsokkahreyfingarinnar voru lesnar dansk-
ar og franskar bækur um lesbíska reynslu í stað þess að hlusta á sögur
þeirra kvenna sem voru í hreyfingunni en voru þaggaðar. Það voru gagn-
kynhneigðir íslenskir karlmenn sem tóku það að sér að skrifa um veru-
leika íslenskra lesbía og opna þar með umræðuna. Fremstur í flokki fór
Guðlaugur Arason með skáldsöguna Eldhúsmellur (1978).39
í Eldhúsmellum er sagt frá Önnu Dóru, 44 ára gamalli skipstjórafrú á
Seyðisfirði, móður þriggja uppkominna barna. Maður hennar heitir Guð-
mundur og er skipstjóri. Hann er líka harðstjóri á heimilinu sem mis-
37 Dagný Kristjánsdóttir: Kona verður til, Bókmenntafræðistofnun Háskóla ís-
lands og Háskólaútgáfan, Reykjavík 1996, 355-394.
38 Dagný Kristjánsdóttir: „Skápur, skápur, herm þú mér“ í Undirstraumar.
Greinar og ritgerðir, Háskólaútgáfan, Reykjavík 1999, 292.
39 Guðlaugur Arason: Eldhúsmellur, Mál og menning, Reykjavík 1978.