Skírnir - 01.09.2003, Síða 238
464
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
þyrmir og nauðgar konu sinni. Ung frænka hans kemur í heimsókn á
meðan hann er úti á sjó, hún heitir Fanney og þær Anna Dóra verða
elskendur. Ástum kvennanna er lítt lýst í sögunni og erfitt er að greina
nokkra lesbíska þrá í þessari bók. í henni gefur að líta eins konar bók-
menntaleg klæðskipti, gagnkynhneigð viðmið hins alvitra sögumanns
taka yfir hið lesbíska viðfang og eyða því. Eftir fyrsta brímann, sem er
enginn „brími“ í raun, koma strax fram brestir í hinu unga sambandi
kvennanna. Það er of mikill aldursmunur, munur á menntun og lífsstíl
sem virðist strax meiri hindrun í vegi sambandsins en árekstrar við um-
hverfið, fjölskyldu og fordómafullt samfélag. Ástarsambandið við Fann-
eyju er í raun aðeins einn liður í hinni femínísku vitundarvakningu sem
hjálpar Onnu Dóru að brjótast út úr vonlausu hjónabandi, heimilisof-
beldi og misnotkun bæði manns og uppkominna barna sem koma fram
við hana eins og þræl.
Eldhúsmellur fékk bókmenntaverðlaun og vakti feikilega fjölmiðla-
athygli. Hún fékk þó fremur blendna dóma, mörgum þótti persónusköp-
un svart/hvít og bókmenntalegt gildi lítið. En hún fékk líka hástemmt lof
fyrir að vekja máls á kúgun og ofbeldi sem baráttuhreyfingar dagsins, eins
og Rauðsokkahreyfingin, vildu að rætt yrði um. Eldhúsmellur var þannig
sögulega mikilvæg bók.40
í Feilnótu í fimmtu synfóníunni (1975) eftir Jökul Jakobsson er eng-
inn alvitur sögumaður því að þetta er fyrstu persónu saga, þar sem sögu-
maðurinn er miðaldra kona sem er gift forstjóra og býr á Arnarnesinu.41
Hún á ungan elskhuga sem býr í kvistherbergi í Þingholtunum. Hann er
afar ruddalegur við hana en hún heldur að hún elski hann og/eða hann
hana. Allt í einu skýtur önnur kona upp kollinum, segist heita Sandra og
elskhuginn tekur hana þegar í stað inn í flóttaáætlun sína og konunnar.
Sandra er ljóshærð hippastelpa með sítt hár og skærblá augu og hún kyss-
ir konuna úr Arnarnesinu. Þessi lesbíski samdráttur er hliðarminni í sög-
unni en ekki aðalminni eins og í Eldhúsmellum. Þó að sögukonan laðist
að Söndru hefur hún ekki fremur en Anna Dóra kjark eða nógu sterka þrá
til að brjóta allar brýr að baki sér og stinga af með hippastelpunni fögru.
Ef til vill tengist það annarri kvenpersónu í textanum, hinni dularfullu
Volgu Fress. Volga ræðst á sögukonu okkar og það er ekki aðeins dóna-
skapur hennar og ofstæki sem gengur fram af sögukonunni, heldur stend-
ur henni stuggur af henni líkamlega. Volga situr „gleitt“ og er dimmrödd-
uð. Hún er gömul skólasystir sögukonunnar úr menntaskóla. Hún dul-
býr sig eins og karlmann. Hún virðist þekkt úr undirheimum borgarinn-
40 Sjá Atla Rafn Kristinsson: „Eldhúsmellur“, Tímarit Máls og menningar 3/1979,
361-365.
41 Jökull Jakobsson: Feilnóta í fimmtu synfóníunni, Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1975.