Skírnir - 01.09.2003, Page 240
466
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Fyrri hlið andstæðuparanna er jákvæð enda hefur gagnkynhneigði meiri-
hlutinn eignað sér hana en úthlutað þeim samkynhneigðu neikvæðu
hliðinni. Hún er það sem kallað hefur verið „skápurinn" sem er mynd-
hverfing um gildismat sem kemur bæði utan og innan frá að einstak-
lingnum.43
Speglar og speglanir eru áberandi í verkum Vigdísar Grímsdóttur frá
upphafi. Sömuleiðis verða mörkin á milli persóna oft óljós, mörkin á milli
kynja, kynslóða, draums og veruleika. Eg heiti Isbjörg - ég er Ijón (1989)
er t.d. saga barns sem verður félagi og leiksystir foreldra sinna, sem elska
hvort annað gegnum barnið og með hjálp þess. Kynslóðabilið er upphaf-
ið. Faðirinn leikstýrir hinni sjúku sýningu þar til hann afber ekki sjálfan
sig lengur og fremur sjálfsmorð. Eftir standa eiginkona og barn sem vita
ekki lengur hvor er hvað. ísbjörg verður að leika hlutverk móður sinnar,
hún er svikið barn með flókið sálarlíf.
Ást kvenna á körlum einkennist oft af blíðu og sorg í verkum Vigdís-
ar, en meiri ástríður og háski fylgir ástum kvennanna. Þar eru dauði og
upplausn alltaf á næstu grösum og spurningin um eigin sjálfsmynd verð-
ur spenntari og angistarfyllri vegna þess að „hið líka“ hótar að umbreyt-
ast í „það sama“, og hver er þá staða „mín“ gagnvart tvífara mínum eða
spegilmynd? Angistarfullar og óöruggar hinsegin spurningar af þessu tagi
halda áfram að gerjast í skáldsögunni Stúlkunni ískóginum (1992). Guð-
rún bókakona og Hildur brúðukona kasta þessum spurningum á milli sín
og leikurinn berst til þriðju konunnar. Hildur smýgur inn í líkama Guð-
rúnar og hefur hamskipti við hana af því að hana langar til að prófa sjálf
hvernig úrhrak af hennar tagi komi öðru fólki fyrir sjónir. Hamskiptin
eru bæði erótísk og óhugnardeg í senn, samruninn svo algjör að aðgrein-
ing er illmöguleg eftir hann.
Lokuð ein inni í íbúð Hildar, í líkama Hildar, rekst Guðrún á bréf til
hennar sem hún les þó að hún skammist sín fyrir það. Bréfið er frá rithöf-
undinum V.G. (Vigdísi Grímsdóttur) sem segir Hildi að hún geti vel not-
að Guðrúnu sem efnivið í brúðu, sjálf hafi hún gefið upp á bátinn að nota
hana í texta af því að í höfði svona ógeðslegrar konu geti tæpast búið efni
í skáldverk. Hún passi betur í myndverk. Orð-listakonan gefur mynd-
listakonunni vald og umboð til að drepa bókasafnarann og lesandann
Guðrúnu. En hún vill ekki deyja og endirinn er opinn, okkur er gert
ómögulegt að segja til um hver sé höfundurinn og hver persónan, hver
kvennanna elskaði hina, eða elskaði ein þeirra aðeins sjálfa sig í mörgum
43 Eve Kosofsky Sedgwick undirstrikar að allar andstæðubyggingar af þessu tagi
séu einföldun og aðeins nothæfar til að reyna að koma böndum á órökleg en
viðtekin „sannindi" öðrunar og jöðrunar eins og þeirrar sem lesbíur og homm-
ar hafa sætt (Sedgwick 1990, 11).