Skírnir - 01.09.2003, Page 243
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
469
gagnrýni Sontag kallast á við andstæðulíkan Eve Kosovsky Sedgwick.
Við höfum séð hvernig umræðan um alnæmi hefur verið notuð til að af-
hjúpa homma, saka þá um fáfrœði, gera einkalíf þeirra opinbert, benda á
hið falska, tilbúna sem ekki er viðurkennt, sem er hnignandi, sjúkt, merkt
fíkn og því sem er ólíkt okkur, framandi, útlent, merkt refsingu, bölvun,
heimsenda og auðn. Sontag talar um það hvernig sektarkenndin er sterk-
ust kenndanna sem tengjast þessum sjúkdómi. Og þá er ekki verið að tala
um sjúkdóminn sem refsingu Guðs fyrir hið illa líferni og syndir hins
samkynhneigða, því að hann hefur ekki brotið gegn Guði heldur samfé-
laginu. Refsingin felst í veikindum og dauða og sjúkdómurinn minnir
þannig á að tími einstaklingsins kann að vera naumur. Margir hinsegin
höfundar bregðast við þessu með því að segja að þótt tíminn sé naumur
sé ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að höndla hamingjuna ef hún er
til á annað borð. I þessu felst ekki sú heimspekilega afneitun sem byggir
merkinguna yfir tómið til að bæta fyrir það sem misst hefur verið, held-
ur er þetta hin tvöfalda afneitun melankólíunnar: „Nei - ég viðurkenni
ekki merkinguna sem uppbót fyrir tóm sem ekkert er.“51 Þessi tegund af
afneitun, sem grefur undan allri merkingu og neitar að aðlagast hinni
samfélagslegu reglu og viðurkennir ekki að hún sé tilvistarskilyrði
mannsins, er einkennandi bæði fyrir bækur Vigdísar Grímsdóttur og
Kristínar Ómarsdóttur. Það þarf engan veginn að skilja á milli hins pólit-
íska innihalds og fagurfræði verkanna, ef hægt er að skoða hina tvöföldu
afneitun, íróníu og öfga textanna sem hluta af hinsegin fagurfræði þeirra
og „ætlun“.
f hinni miklu skáldsögu sinni Þögninni (2000) fjallar Vigdís um vald
fantasíunnar sem hefur sig yfir bæði líkama og sál. Samband þeirra Lindu
yngri og tónskáldsins Tsjaíkovskíjs þróast yfir í ástríðufullt ástar- og þar
með erótískt samband í texta Lindu. Hún elskar meistarann hins vegar
ekki sem kona heldur í gervi ýmissa ungra karlmanna sem Tsjaíkovskíj
átti í ástarsamböndum við um sína daga. Þegar hún verður hans umbreyt-
ist hún í pilt því að Tsjaíkovskíj var samkynhneigður. Samruni Lindu við
meistarann, í mynd ýmissa þekktra elskhuga hans, verður tíðari og geggj-
aðri í dvöl hennar með kærasta sínum í New York, þegar mótvægi ömm-
unnar og valdstýringu sleppir. Kynuslinn er algjör. Linda er eins og tákn-
mynd sem hefur rifið sig lausa og vísar ekki til neins sérstaks. Hún miss-
ir tökin á tilveru sinni, markalínur mást út og geðklofaflæði þrárinnar
tekur völdin af hinu meðvitaða sjálfi, hugveran þekkir ekki sjálfa sig, það
myndast gat eða eyða í tímann og tilveruna og þessar minnisleysisuppá-
komur verða tíðari og óhugnanlegri.
Allt frá fyrstu sögum sínum gengur Kristín Ómarsdóttir lengra en
aðrir í að afbyggja mörkin, eða landamærin, á milli menningarheima,
51 Dagný Kristjánsdóttir 1996, 202-210.