Skírnir - 01.09.2003, Page 244
470
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
sjálfsmynda, kyngerva og kynferðis. Skáldsagan Dyrnarþröngu, (1995) er
hinsegin skáldsaga. Þórunn í Dyrunum þröngu er tvíkynhneigð en það
skiptir ekki máli því að næstum enginn er kyrr í sínu kyngervi í sögunni.
Hvað þýðir það? Það þýðir t.d. að enginn getur „komið út úr skápnum"
af því að enginn þarf að leika kyn eða taka á sig kyngervi sem ekki er hans
eða hennar. Enga sérstaka kynhneigð er hægt að taka út úr samfélagi og
menningu til að gefa henni sérstöðu umfram aðrar. Hvers kyns frávik frá
gagnkynhneigðri meðalhegðun, eins og samkynhneigð (lesbianism,
homosexuality), kvalalosti (sadism), meinlætalosti (masochism), barna-
girnd (paedophilia), dýragirnd (animalism), sýnihneigð (exhibitionism),
sjónfróun (voyeurism) og blætishyggja (fetishism), eru á dagskrá í sög-
unni. Við það má bæta að hlýir loftstraumar leita upp úr holræsum borg-
arinnar undir pils Þórunnar (eins og hjá Marilyn Monroe forðum tíð) um
leið og hún stígur út úr rútunni í Dyrunum þröngu og sennilega hefði
Freud gamli kallað kynhneigð þessa texta „polymorph perverse“.52
Þórunni er nauðgað þrisvar og hún er dópuð upp og barin til óbóta af
systrum elskhugans. Hún verður „hinn“ í augum margra af íbúum Dyr-
anna þröngu vegna þess að hún er útlendingur og hún er hvað eftir ann-
að elt og ofsótt. Þórunn samþykkir að einhverju leyti og tekur þátt í því
að blanda saman ofbeldi og nautn en hin mörgu og stundum furðulegu
kynmök í textanum leiða aldrei til fullnægingar. Þau eru oft vélræn, gröð,
ekki laus við að vera erótísk en ástlaus eru þau. Persónurnar kvarta sáran
yfir ást- og sambandsleysi sínu og þær vona að Þórunn geti bætt úr vönt-
un þeirra en ekkert getur fyllt hið innra tóm þeirra. Aftur leitar hugurinn
að svo ólíkum eða líkum textum sem „Ferðalokum" Jónasar og Z - ást-
arsögu eftir Vigdísi Grímsdóttur.
Flótti Þórunnar undan tilfinningahungri allra þeirra líkama sem teygja
sig eftir henni ýtir undir örvæntingu sem breytist í æ meiri martröð og
óhugnað undir lok sögunnar. Ekki vegna þess að „perversjónir" og of-
beldisleikir sögunnar séu fordæmd og gerð „eðlileg" þegar í stað heldur
fremur hið gagnstæða. Þórunn, aðalpersóna Dyranna þröngu, er laus við
bælingu og tekur ekki tillit til borgaralegra krafna og væntinga. í textatil-
veru hennar er allt fullt af leik og „drag“ en neikvæða hliðin sem bent er
á í andstæðulíkani Eve Kosovsky Segdwick er svo sannarlega líka til stað-
ar og virk í textanum. Eftir að hafa aftur og aftur reynt að laga sig að
barnalegum en þó mjög karlrembulegum elskhuga sínum gefst Þórunn
upp á honum, stelur mótorhjólinu hans og yfirgefur bæði hann og borg-
ina án þess að kveðja kóng eða prest. Lesandinn er skilinn eftir alveg í vafa
um hvort hann/hún er kominn heim eða á leiðinni á mótorhjóli til nýs
bæjar, nýrrar frásagnar, nýs leiks með óskrifuðum leikreglum.
52 Sigmund Freud (1905): On Sexuality. Three Essays on the Theory of Sexuality
and other Works, The Pelican Freud Library, 7, Lundúnum 1977, 155-156.