Skírnir - 01.09.2003, Side 246
472
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
sýnilegt af förunautinum.56 Lesbíur sviðsetja kvenleikann öðruvísi en
gagnkynhneigðar konur og þó að flestar séu sannfærandi og geti sloppið
í gegn57 geta aðrar ekki stillt sig um að ýkja og stækka leikinn svo að jaðr-
ar við kvenleika Dolly Parton, en þá fer menn ef til vill að gruna að hér sé
„smekkleysa“ á ferð.
„Smekkleysa“ er þýðing mín á hugtakinu „camp“ en það var gert
frægt af heimspekingnum Susan Sontag í greininni „On camp“ frá árinu
1964. Hugtakið er óþýðanlegt eins og sjá má í Ensk-íslenskri orðabók þar
sem þessar þýðingar eru gefnar:
camp2 (kamp) n. 1. hommi, kynvillingur, maður með kynhneigð til
samkynja einstaklings. 2. kvenlegt látæði hjá karlmanni. 3. stíll eða
tíska svo úrelt, tilgerðarleg og óviðeigandi að hægt er að hafa gaman
af að taka hana upp.58
Ekkert eitt íslenskt orð næði öllum þessum merkingum, þó svo að þýð-
andinn vildi ná þeim öllum. Freistandi var að nota enska orðið óbreytt en
að lokum valdi ég þýðinguna „smekkleysu" sem felur í sér meðvitaða
sýningu á verulega vondum smekk og það felur í sér ögrun við hinn góða
smekk. „Smekkleysa" felur að mínu mati í sér aðrar merkingarvísanir en
„smekkleysi“ sem vísar til þess að vita ekki hvað góður smekkur er eða
vera í vafa um það. „Smekkleysa" er að sjálfsögðu aðeins þýðing á þriðja
hluta orðabókarskilgreiningarinnar.59
Smekkleysan er sérstök fagurfræði sem hefur ekkert með fegurð að
gera heldur stílfærslu, útfærslu. Hún leggur aðaláherslu á form, umbúðir
56 Sumum finnst að þær séu vanvirtar að auki, í lesbíska menningarheiminum sé
tilhneiging til að endurframleiða fordóma karlasamfélagsins, taka ekki mark á
sætum stelpum eða „ljóskum" heldur þagga þær (Rosenberg 2002, 78).
57 „Að sleppa í gegn“/„komast upp með eitthvað“/„vera tekinn gildur" (á ensku
„to pass“) er slangur í menningu samkynhneigðra og merkir að gagnkyn-
hneigðir taka kyngervi þitt gilt án fyrirvara.
58 Ensk-íslensk orðabók með alfrœðilegu ívafi, Orn og Örlygur, Reykjavík 1984,
132.
59 Nákvæmlega sami skilningur virðist standa að baki félagsskapnum „Smekk-
leysu“ sem er útgáfufélag hóps ungra framúrstefnulistamanna, stofnað 1986 en
sýningin „Humar eða frægð. Smekkleysa í 16 ár“ tefldi fram ótrúlega hug-
myndaríku listlíki og smekkleysum frá þeirra farsæla ferli. í stefnuskrá Smekk-
leysu segir í fyrsta lið: „1. Þar sem „góður smekkur" og „látleysi" virðast meg-
inóvinir sköpunargáfu og vellíðunar, er það markmið Smekkleysu að berjast
gegn öllu því sem flokkast undir „góðan smekk" og „látleysi”. 2. 1 baráttunni
gegn ofansögðu („góðum smekk“ o.s.frv.) mun Smekkleysa nota allar hugsan-
legar og óhugsanlegar aðferðir svo sem innrætingu, upprætingu, smekklausar
auglýsingar og tilkynningar, dreifingu og sölu á venjulegu drasli og úrgangsefn-
um.“ https://www.smekkleysa.net.