Skírnir - 01.09.2003, Side 253
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
479
íroníu lesbískra samfélaga - á hvern hátt eiga þau þá að tjá gagnrýni sína
og koma með mótleik gegn neyslusamfélaginu? Hefur ímyndaiðnaðurinn
slegið vopnin úr höndum samkynhneigðra? í flestum gagnkynhneigðum
klámmyndum er að minnsta kosti eitt skyldubundið, lesbískt atriði, þar
sem tvær fegurðardísir með stílfærða, örmjóa líkama, þanin sílíkonbrjóst
og rökuð kynfæri hafa samfarir á þann vélræna og ópersónulega hátt sem
fylgir staðalímyndum klámsins. Athæfi þessu hætta lessurnar þegar karl-
maðurinn kemur og fara þess í stað að sinna honum. Þessi klámfengna og
sálarlitla (mis)notkun á kynhneigð lesbía hefur haft áhrif á tónlistar-
myndböndin og fagurfræði þeirra. Hvaða áhrif hefur þessi framsetning á
sjálfsmynd lesbía? Er verið að tala til lesbía sem neytenda eða eru þær
neysluvaran? Geta ungar lesbíur, sem eru að koma út úr skápnum, tengt
sig við þessar kynlífsvélar, sem eiga að vera fulltrúar þeirra?
Hér hafa verið farnir nokkrir hringir í kringum spurningarnar um það
hvað séu lesbískir bókmenntatextar og hvernig þeir séu, hver spurning
hefur leitt af sér margar aðrar en minna hefur farið fyrir svörunum. Þó
hefur hringurinn verið þrengdur utan um ákveðin svið sem einkenna
samkynhneigða þrá kvenna í bókmenntatextum. Það er trú þeirrar sem
þetta skrifar að með ráðum og dáð eigi listamenn að halda áfram að skrifa
um öll blæbrigði „þeirrar ástar sem nú þorir að hvísla sitt nafn“ og þau
listaverk sem þannig verði til séu ómetanlegt mótvægi við falska vini
markaðssamfélags og auglýsingaiðnaðar.
Heimildir
Antman, Lina: „ Sú ást sem nú vogar að hvísla sitt nafn. “ Um hinsegin frœði ogZ-
ástarsögu eftir Vigdísi Grímsdóttur. B.A.-ritgerð í íslensku fyrir erlenda stúd-
enta, vor 1999. Varðveitt í Þjóðarbókhlöðu.
Atli Rafn Kristinsson: „Eldhúsmellur“, Tímarit Máls og menningar 3/1979,
361-365.
Birna Bjarnadóttir: Holdið hemur andann. Um fagurfrœði í skáldskap Guðhergs
Bergssonar. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2003.
Castle, Terry: Boss Ladies, Watch out! Essays on Women, Sex, and Writing,
Routledge, New York og Lundúnum 2002.
Castle, Terry: The Apparitional Lesbian, Columbia University Press, New York
1993.
Clark, Danae: „Commodity Lesbianism." í Jennifer Scanlon (ritstj.): The Gender
and Consumer Culture Reader, New York University Press, New York 2000,
372-388.
Dagný Kristjánsdóttir: „Den dode kvinden lever“ í Elisabeth Moller Jensen (rit-
stj.): Nordisk kvindelitteraturhistorie, bind 4, Rosinante/Munksgaard, Kaup-
mannahöfn 1997, 455^160.
Dagný Kristjánsdóttir: „Blixness" í Undirstraumar. Greinar og ritgerðir, Háskóla-
útgáfan, Reykjavík 1999, 124-136.