Skírnir - 01.09.2003, Page 264
490
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
verið notuð innan gamlatestamentisfræðanna til þess að varpa ljósi á ýmsa
texta þess, meðal annars sköpunarsöguna, frásöguna af Babelsturninum
og Nóaflóðinu.
Strauss telur að menn hafi ekki virt goðsögulegan eða mýtískan bún-
ing guðspjallanna. Hann heldur því fram að í guðspjöllunum sé ekki að
finna nokkurn áhuga á sögulegum staðreyndum og allar skýringar sem
miðist við það séu andstæðar eðli boðskaparins sem guðspjöllin flytji.22
Ekki á að greina hið sögulega frá mýtunni í Nýja testamentinu vegna þess
að guðspjöllin fjalla ekki um jarðneskan veruleika Jesú Krists, heldur
hugmyndir sem í búningi mýtunnar eru tengdar persónu hans. Aftur á
móti er nauðsynlegt að greina á milli sögulegs, heimspekilegs og skáldlegs
hlutverks mýtunnar. Samkvæmt skoðun Strauss er mýtan oft notuð í trú-
arlegu samhengi til að útfæra og skreyta frásögur, en innan heimspekinn-
ar er henni beitt til þess að gera hugmyndir skiljanlegri. Hann styðst við
síðarnefndu aðferðina og vill greina mýtuna um Jesú í ljósi hennar.23 Þeg-
ar heildarfrásaga guðspjallanna um Jesú hefur verið tengd mýtunni í stað
þess að skoða hana sem framandi búning um boðskap Jesú, þá lýkst inn-
tak guðspjallanna upp.
Goðsaga í trúarbrögðum getur aldrei verið samin af einum manni til
þess að koma tilteknum boðskap til skila. Goðsaga vex í sameiginlegri vit-
und heildarinnar, trúarhópsins eða þjóðarinnar. Vissulega kann mýta að
vera færð í letur af tilteknum einstaklingi, en sá einstaklingur er ætíð hluti
af stórri heild, samfélagi sem er farvegur trúar hans. Mýtuna er því ekki
hægt að túlka sem umbúðir utan um hugmyndir tiltekins hugsuðar, held-
ur sem sameiginlega vitund samfélagsins sem hann sprettur úr. Að áliti
Strauss er það söfnuðurinn sem meðvitað og ómeðvitað skapar sínar sög-
ur af Jesú og mótar lífssýn sína eftir þeim. Og að baki henni býr sameig-
inleg æðri vitund og vilji sem hún þjónar.24 Strauss byggir túlkun sína á
Hegel sem áleit að Guð bærist sem altæk hugmynd úr hinum sögulega
veruleika inn í vitund manna.
Strauss útfærir kenningu sína á þann veg að í kraftaverkafrásögunum
sé um að ræða efni, myndir og goðsögur úr Gamla testamentinu og trú-
arbrögðum samtíðar frumsafnaðarins, sem sé heimfært upp á persónu
Jesú. Þegar frumsöfnuðurinn hlóð á mýtuna um persónu Jesú mynd á
mynd ofan var ekki um sögufölsun að ræða af hans hálfu, heldur var boð-
skapurinn færður í þann búning sem hæfði mýtunni best samkvæmt
skilningi frumsafnaðarins.25 Hugmyndin um sameiningu guðlegs og
22 David Friedrich Strauss 1979: 200-201.
23 David Friedrich Strauss 1895: 3-4.
24 David Friedrich Strauss 1895: 195.
25 Jan Rohls 1997a: 511.