Skírnir - 01.09.2003, Page 268
494
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
á í stríði um æfina eða nýtur þess í næði, er hann hefir aflað“ (89).
Harnack tengir því boðun Jesú við ýmsa þætti mannlegs lífs og sýnir
hvernig boðskapur hans eflir réttlæti, frelsi og ábyrgð þeirra manna sem
snortnir eru af honum. Boðskapur Jesú kemur þannig í veg fyrir verald-
arflótta og efnishyggju.
í kristindóminum er að finna inntak allra trúarbragða og mannúðar,
samkvæmt skoðun Harnacks. Þessi upprunalega mynd kristindómsins í
boðun Jesú er engin kristsfræði og Jesús vildi ekki að trúin væri bundin
persónu hans. Áhersla hans hvíldi öll á trúnni á Guð föður og mikilvægi
þess að halda boð hans (96-97). Vitund Jesú um að vera sonur Guðs er
ekkert annað en eðlileg afleiðing af trúarfullvissu. í raun stendur sonar-
hugtakið einungis fyrir guðsþekkingu Jesú, að hann sé sonur Guðs merk-
ir í raun ekkert annað en að hann er barn Guðs eins og allir menn (98,
110).
Páll postuli og frumkirkjan taka boðskap Jesú og færa hann í búning
gyðinglegra og grískra trúarlærdóma að mati Harnacks. Jesús vísar ekki
lengur á veginn til Guðs í boðun sinni heldur er hann gerður að guðlegri,
himneskri veru, Kristi, sem tekur hold í Jesú. Frumsöfnuðurinn vildi að
vísu tryggja innihald boðskaparins, en formið sem hann var settur í olli
því að menn misstu sjónar á inntaki hans er fram liðu stundir (131-140).
Spennuna á milli trúarkenninga kristninnar og boðskapar Jesú rekur
Harnack með kirkjusögulegu yfirliti sem myndar seinni hluta bókar hans.
Niðurstaða Harnacks er skýr. Kristindómurinn eins og hann kemur
fram í boðun Jesú er fyrst og fremst afstaða og hegðun. Trúarbrögðin eru
hér gerð „að sál siðgæðisins og siðgæðið að líkama trúarinnar. Jesús er
ekki lengur sem Kristur viðfang trúarinnar í upprunalegri merkingu,
heldur er hann höfundur trúarinnar."34
Harnack og aðrir fulltrúar frjálslyndu guðfræðinnar draga upp skýra,
milda og samúðarfulla mynd af Jesú. Hún ber óneitanlega mörg einkenni
hugmyndarinnar um hetjuna, snillinginn og prúðmennið, sem var ráð-
andi í bókmenntum á 18. og 19. öld og langt fram á 20. öld.35 Jesús guð-
spjallanna og sú sögulega mynd sem Harnack dregur upp hefur flest þau
einkenni sem menn vilja sjá í fari slíkra fyrirmynda.
Albert Schweitzer gagnrýnir Harnack fyrir að virða ekki sögulegt
samhengi í boðun Jesú og fyrir að leysa boðun hans upp í borgaralegt sið-
gæði síns eigin tíðaranda um aldamótin 1900.36 Hann gagnrýnir almennt
frjálslynda guðfræðinga fyrir að spegla sjálfa sig í þeirri mynd sem þeir
draga upp af Jesú frá Nasaret.
34 Jan Rohls 1997b: 87.
35 Gerd Theissen og Dagmar Winter 1997: 49-57.
36 Albert Schweitzer 1951: 216-221, 246.