Skírnir - 01.09.2003, Page 270
496
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
mann“, sem þroskaðist til fullkomnunar í skólagöngu lífsins, var brostin.
Snertiflöturinn milli Guðs og manna var orðinn svo rýr að áliti þeirra að
einn helsti nýjatestamentisfræðingur aldarinnar, Rudolf Bultmann, hafn-
aði öllum tilraunum til að þröngva sagnfræðilegri vitneskju um Jesú upp
á fagnaðarerindið. Að veita sagnfræðilegum rannsóknaraðferðum hjálp-
ræðislegt vægi væri firra. Áherslan ætti eingöngu að vera á hinn upprisna
og prédikaða Krist. Það eina sem maðurinn þyrfti að vita væri að Jesús
hefði verið til í raun og veru og að hann hefði verið krossfestur, dáið og
að Guð hefði reist hann upp. Aðalatriðið væri ekki hvað Jesús sagði eða
gerði, heldur krossinn og upprisan. Guð grípur inn í sögulega tilvist
mannkyns í Jesú Kristi og í boðuninni í veruleika hvers einstaklings.
Verkefni guðfræðinnar er að skilgreina innihald boðunarinnar og hvaða
merkingu hún hefur fyrir sjálfsskilning mannsins. Að áliti Bultmanns
stendur allt eða fellur í Nýja testamentinu með boðuninni um hinn upp-
risna Krist. Þrátt fyrir þessi efnistök telur hann að mögulegt sé að draga
fram sögulega mynd af lífi og boðun Jesú frá Nasaret. Það gerir hann ein-
mitt í bók sinni,/es«s.38
Bultmann hafnar því að menn geti vitað nokkuð með vissu um pers-
ónuleika Jesú vegna þess að heimildirnar um hann í Nýja testamentinu
gefa ekkert upp um persónuleika hans. Það sem á einhvern hátt vísar til
hans er aðeins brotabrot og þessi brotabrot eru hulin hjúpi helgisagna.
Það sem ritað hefur verið í nærri 200 ár um Jesú, persónuleika hans,
þroskasögu og annað slíkt er, „svo fremi sem það eru ekki gagnrýnar
rannsóknir, hugarburður einn og skáldskapur“ (10). Þetta má ekki leiða
til þess misskilnings að menn geti ekkert vitað um hinn sögulega Jesú.
Þótt ekki sé hægt að gera grein fyrir persónuleika Jesú vegna skorts á
heimildum, geyma rit Nýja testamentisins mikið efni um kenningu Jesú.
„Jafnlítið og við vitum um ævi Jesú, vitum við nógu mikið um boðun
hans til þess að geta dregið upp heildstæða mynd af honum" (13). Þetta
merkir þó ekki að frásagnir og öll þau orð sem eru eignuð Jesú í Nýja
testamentinu séu frá honum komin. Þær frásagnir og orð Jesú sem bera
sterk einkenni grískumælandi eða hellensks safnaðar ber að flokka sem
ungt efni og ekki upprunalegt. Aftur á móti ber að telja það upprunalegt
sem ber sterk einkenni palestínsks umhverfis og málfars. Þegar þessari að-
fe/ð er beitt á innihald samstofnaguðspjallanna kemur í ljós að í þeim er
töluvert efni sem varpar skýru ljósi á boðun Jesú frá Nasaret.
Bultmann vill með túlkun sinni gera lesandanum kleift að nálgast hinn
sögulega Jesú á persónulegan hátt í boðun hans. Hann leggur áherslu á
þær tilvistarlegu spurningar sem Jesús glímir við og svarar í boðun sinni
til þess að lesandinn geti tekist á við þær í ljósi samtíma síns. Markmiðið
38 Rudolf Bultmann 1977. Framvegis vísað í blaðsíðutal innan sviga í meginmáli.