Skírnir - 01.09.2003, Page 275
SKÍRNIR
HINN SÖGULEGI JESÚS SEM FYRIRMYND
501
það er talið varðveita, ásamt Ræðuheimildinni, elstu orð Jesú að mati
margra fulltrúa Jesú-semínarsins. Það er þvert á rannsóknarhefðina í Evr-
ópu, þar sem Tómasarguðspjall er allajafna talið ungt rit (frá því um 140
e.Kr.). Að vissu leyti mætti ætla að þessar forsendur, ekki síst áherslan á
heimildir utan ritningarinnar, leiddu til þess að sú mynd sem dregin er
upp af Jesú sé „óbiblíuleg“ eða óhefðbundin. Hvort sú er raunin verður
fjallað um hér á eftir.
Galílea eða Kalifornía ?
í bók Burtons L. Macks, Who Wrote the New Testamentf The Making of
the Christian Mythf6 er að finna beinskeytta gagnrýni á það hvernig ritn-
ingin er notuð í bandarísku samfélagi. í ljósi þess hvernig sýknt og heil-
agt er vísað til hennar sem lögbókar, reynir Mack að sýna hvernig tilurð
Nýja testamentisins var og hvaða áherslur voru áberandi í því ferli. Bók
hans veitir góða innsýn í þá gagnrýni og rök sem beitt er gegn kristinni
bókstafstrú í Bandaríkjunum. Bók Johns Dominics Crossans um hinn
sögulega Jesú er valin hér vegna þess að þar er á ferðinni Jesúbók sem er
skrifuð algjörlega óháð þýskum nýjatestamentisrannsóknum og er hún
um leið fyrsta stóra sjálfstæða ritið um Jesú sem bandarískur nýjatesta-
mentisfræðingur semur.47 Bók hans hefur vakið mikla athygli í Evrópu,
einkum Skandinavíu og Þýskalandi.
Þegar rit Nýja testamentisins eru athuguð kemur í ljós spennuhlaðin
tilurðarsaga þar sem ólíkar stefnur og straumar, hópar og valdaaðilar
takast á. Rit Nýja testamentisins eru samin frá 50-150 eftir Krist og eru
valin sérstaklega til þess að verja vissa goðsögn um uppruna kristindóms-
ins sem valdhafar innan kirkjunnar studdust við til þess að tryggja emb-
ætti sín og stöðu. Þannig var mörgum ritum vísvitandi haldið fyrir utan
ritsafn Nýja testamentisins. Undanfarna áratugi hafa nýjatestamentis-
fræðingar, meðal annars með rannsóknum sínum á Ræðuheimildinni og
Tómasarguðspjalli, lagt áherslu á hvernig hin kristna goðsögn í kringum
Jesú frá Nasaret varð til. Auk þess hefur tekist að sýna fram á hvernig
kenning hins sögulega Jesú um guðsríkið var, en Mack fullyrðir að guðs-
ríkið hafi ekki verið tengt við persónu hans sem endurlausnara (5, 11). I
Palestínu á dögum Jesú og eftir daga hans voru til margir Jesúhópar sem
tengdu við boðskapinn um guðsríkið ákveðnar hugmyndir um heilbrigt
samfélag. Þeir túlkuðu boðskap hans að hætti kyníka, en sú kenning
46 Burton L. Mack 1995. Framvegis vísað til blaðsfðutals innan sviga í meginmáli.
47 John Dominic Crossan 1995. Crossan hefur gefið út aðra bók þar sem hann
bregst við gagnrýni á fyrri bók sína, sjá John Dominic Crossan 1996. Áhrif
þessara rita Crossans birtast meðal annars í því að þau hafa verið þýdd á þýska
tungu og mikið verið fjallað um þau í Þýskalandi.