Skírnir - 01.09.2003, Page 276
502
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
höfðar að mörgu leyti til nútímamanna vegna áherslunnar á persónulega
trúarreynslu. I boðun kyníka og Jesúhópanna er að finna samsvörun við
tilvistarvanda nútímamannsins sem býr í fjölhyggjusamfélagi hins póst-
móderníska tíma (12, 54-60). Ef gengist er við þeirri fjölhyggju og gagn-
rýni Jesúhreyfinga nútímans á samtíma sinn, og hafnað þeirri guðsríkis-
hugmynd sem gyðingleg arfleifð hefur staðið fyrir öldum saman, er þar
komin undirstaða sem hægt er að byggja á í samræðum trúarbragða,
ólíkra lífsskoðana og heimsmynda samtímans. Með því að greina tilurð
mýtunnar sem tengd er við Jesú frá Nasaret og útfærslu hennar í ritning-
unni er komið tæki sem hjálpar mönnum að greina ýmsar mýtur í eigin
samtíma og skapa úr þeim eitthvað nýtt, eins og gerðist forðum í Jesú-
hreyfingunni (309).
í framsetningu Macks eru Ræðuheimildin (Q) og Tómasarguðspjall
þær heimildir sem veita innsýn í boðun Jesú. Jesús sem söguleg persóna
skiptir litlu máli. Það er hreyfingin sem Jesús hrinti af stað sem allt stend-
ur eða fellur með. Þetta var sundurleitur hópur manna sem tók almennar
hugmyndir úr menningarumhverfi sínu um guðsríkið og gerði þær að
veruleika í daglegri breytni sinni og í umgengni við aðra. Inntakið var að
það átti ekki að tala um guðsríkið, heldur lifa eins og maður væri í því nú
þegar. Hvernig guðsríkið var í einstökum þáttum var mönnum nokkuð í
sjálfsvald sett. Á þennan hátt rauf boðun og breytni þessa hóps þau mörk
stétta og hefða sem sett voru um samskipti manna. Mack lýsir á áhuga-
verðan hátt hvernig þessi hreyfing breiddist út og minnir hugmynd hans
um margt á tilurð hippatímabilsins (43-44). Upphaflega breiddist boð-
skapurinn hratt út og var borinn uppi af ýmsum Jesúhópum. Þegar líða
tók á boðunina mynduðust vissir hópakjarnar sem Mack skilgreinir með-
al annars sem samfélag um Ræðuheimildina (Q-heimildina), samfélag sem
varðveitti margar af þeim sögum sem Markús notar í sínu guðspjalli,
Tómasarhópinn og Jesúhópinn sem var sérstaklega bundinn Jerúsalem.
Afstaða þessara hópa er æði mismunandi svo og lifnaðarhættir, en þeir
eiga þó sameiginlegan kjarna sem felst í boðun guðsríkisins.
Samkvæmt skoðun Macks ætlaði Jesús aldrei að stofna ný trúarbrögð.
Vissulega hratt hann þessum hreyfingum af stað með kenningum sínum,
en kenningarnar voru ætíð burðarásinn, ekki persóna hans. Eins og venja
var á þessum tíma, kenndu lærisveinar ýmissa heimspekiskóla hugmynd-
ir sínar og kenningar við lærimeistara sinn. Jesús gegndi svipuðu hlut-
verki í þessum Jesúhópum, hann var ímynd eða sameiningartákn fyrir
ólíkar raddir innan þeirra (45—46, 59). Mack hefur svipaðan skilning og
David Friedrich Strauss á hlutverki Jesú fyrir Jesúhreyfinguna eða frum-
söfnuðinn. Jesús sem persóna hverfur með öllu á bak við þær kenningar
sem hann á að vera fulltrúi fyrir. Kenningin er aðalatriðið en það gerir það
að verkum að píslarsagan og dauði hans verða algjör aukaatriði fyrir Jesú-
hreyfinguna í framsetningu Macks.