Skírnir - 01.09.2003, Page 279
SKÍRNIR
HINN SÖGULEGI JESÚS SEM FYRIRMYND
505
notað til að búa til kenningu Jesú sem hentar betur við nýjar aðstæður. í
öðru lagi eru það orð og frásagnir sem eru eignaðar honum. Hér er ekki
um einstök orð og atburði að ræða, heldur heilu atburðarásirnar þar sem
starf Jesú er fellt inn í nýtt samhengi (31). Crossan leitast við að finna
elstu hluta hefðarinnar og draga fram þær ástæður sem lágu til þess að
orðum Jesú var safnað saman. Hann býr til lista yfir öll þau orð sem eign-
uð hafa verið Jesú. Ekki skiptir máli hvort þau eru innan eða utan rita
Nýja testamentisins. Heimildunum er skipt niður í fjóra flokka, tímabil-
ið 30-60, 60-80, 80-120 og 120-150. Guðspjöll Nýja testamentisins falla
ekki í fyrsta flokkinn, heldur afmörkuð Jesúorð, bréf Páls postula og
nokkur apokrýf guðspjöll. Þar er helst að nefna hið koptíska Tómasar-
guðspjall og Ræðuheimildina.51 Sú fullyrðing Crossans að til hafi verið
guðspjall sem byggðist á píslarsögunni er sérstæð.52 Áberandi er hve mik-
ill munur er á tímasetningu Crossans á þeim ritum sem hann setur í
fyrsta flokk og þeirri sem viðurkennd hefur verið innan fræðanna. Alla-
jafna eru apokrýfu ritin talin mun yngri en guðspjöllin og Markúsarguð-
spjall er almennt talið ritað fyrir árið 70.53 Eftir að hafa flokkað ritin
greinir Crossan orð Jesú. Áberandi er að mikilvægi þeirra fer eftir því hve
oft er vitnað til þeirra í guðspjöllunum. Af 522 orðum sem Crossan grein-
ir er vitnað oftar en fjórum sinnum til 33 þeirra, þrisvar sinnum til 42,
tvisvar til 105 orða, en einu sinni til rúmlega helmings orðanna. Það efni
er útilokað frá túlkuninni (32, 563-584). Niðurstaðan er sú að 82% af öll-
um orðum sem eignuð eru Jesú eru ekki frá honum komin.54 Dæmi um
eftirgerðir er til dæmis faðirvorið, stór hluti fjallræðunnar og dæmisagan
um miskunnsama Samverjann.
Crossan dregur upp þessa mynd af Jesú: Jesús kemur frá þorpinu
Nasaret sem var nálægt Seporis, grískmótaðri borg í Galíleu. Jesús þekkti
því meira til grískrar heimsmyndar en af er látið (57). Crossan leggur ríka
áherslu á það að samfélagið sem Jesús var sprottinn úr hafi verið mótað af
stéttaskiptingu þar sem hlutverkaskipting þegnanna var skýr. Athygli
51 Auk þess nefnir hann Guðspjall Egertons, Papyrus Vindobonensis Graecus
2325, Papyrus Oxyrhynchus 1224, Hebreaguðspjallið, kraftaverkasafn og
apokalyptíska heimild að baki Didache 16, 3-8 og Matteus 24.10-12 svo og
Krossguðspjall, sjá John Dominic Crossan 1996: 427-450, 563-565. Sjá Wilhelm
Schneemelchner 1999. Tómasarguðspjall er til í íslenskri þýðingu Jóns Ma. Ás-
geirssonar í ritröð Bókmenntafélagsins, Reykjavík 2001. Sjá einnig ritdóm um
þýðinguna eftir Rúnar M. Þorsteinsson á Kirkjuvefnum [http://www.kirk)-
an.is/ ?trumal/menning/rmth_tomasargudspj all].
52 Sjá ritdóm Dieters Sángers um bók Crossans 2001: 522.
53 Sjá nánar um þetta í ritum um inngangsfræði Nýja testamentisins, m.a. Udo
Schnelle 1999: 184-214.
54 Eduard Schweizer 1996: 24 (nmgr. 36).