Skírnir - 01.09.2003, Síða 280
506
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
fólks beindist að skýrum reglum um heiður og skömm, húsbóndavald og
þjónshlutverk. Valdatækið sem notað var til þess að halda samfélaginu í
skefjum var aðgreining á því sem taldist hreint og óhreint, leyfilegt og
óleyfilegt. Þeir sem skilgreindu þessi lög og útskýrðu þau voru frjálsir
eignamenn, landeigendur og prestar. Aðgreiningin á milli þræla og vinnu-
fólks annars vegar og valdsmanna hins vegar var skýr. Þá markaðist staða
manna í þjóðfélaginu af ætterni og kyni (85—155).55 Jesús var trésmiður
eða handverksmaður og fyllti því flokk hinnar ólæsu og ómenntuðu und-
irstéttar samfélagsins. I ljósi boðunar og atferlis Jesú sér Crossan bein
tengsl á milli Jesú og kynískra farandprédikara. Þeir höfnuðu viður-
kenndum gildum samfélagsins og gagnrýndu verðmætamat manna með
því að hæðast að þeim. Þeir voru hippar þess tíma, eins og Crossan kemst
sjálfur að orði (553). Upphaflega fylgdi Jesús Jóhannesi skírara að málum
en hafnaði heimsslitakenningu hans, samkvæmt skoðun Crossans (323).
Hann boðaði nálægð guðsríkisins hér og nú og birti það í máltíðum sín-
um með þeim sem samfélagið hafði útskúfað og bundið syndaskilning
sinn við. Kraftaverk Jesú tengir Crossan við þá firringu og uppnám sem
þjóðfélagsleg kúgun kallaði fram í þeim sem lægst voru settir. Þeir sem
voru álitnir setnir af djöflum og illum öndum var fólk sem sá enga aðra
leið undan oki bælingar og valdníðslu en að grípa til geðveiki. Þegar Jesús
tekur þetta fólk að sér sem jafningja í ríki Guðs og gerir guðsríkið að
veruleika í máltíðum með þeim og öðrum fylgjendum sínum, léttir hann
af þeim þessu oki (46-50, 130-134). Á þennan hátt umbyltir Jesús þjóð-
félagsgerðinni, bæði fjölskylduhefðum og samfélagslegum venjum. Hann
grefur undan óréttlætinu þegar hann segir þá blessaða sem þjóðfélagið
kallaði yfir fátækt og örbirgð. Hið sama á við um orð Jesú um börnin.
Hann gefur börnunum rétt sem áður var óþekktur í samtíð hans. Jesús
rýfur múra og venjur samfélagsins þegar hann býður öllum, hreinum og
óhreinum, til máltíðar hjá sér (397—400, sbr. 266-274).
Samkvæmt skoðun Crossans felst ákveðin hegðun í guðsríkinu sem
Jesús boðar. Þeir sem breyttu í samræmi við hana að fyrirmynd Jesú
færðu guðsríkið til annarra. Jesús var farandprédikari að hætti kyníka eins
og boðun hans vitnar um, hann fór þorp úr þorpi, boðaði guðsríkið með
orðum, dæmisögum og táknrænum athöfnum (440-550).56 Kjarninn í
boðskap hans er máltíðin með tollheimtumönnum og syndurum þar sem
fátækir og ríkir, karlar og konur, sitja saman sem jafningjar. Munurinn á
hellenskum kyníkum og Jesú er sá að þeir fyrrnefndu störfuðu í borgum
en Jesús ferðaðist um sveitaþorp Galíleu. Crossan útskýrir mismuninn
með því að kalla Jesú gyðinglegan „sveitakyníka" (440—450). Jesús hefur
þó líklega farið til Jerúsalem og í framhaldi af gagnrýni sinni á musterið
55 John Dominic Crossan 1996: 46-50, 130-134.
56 John Dominic Crossan 1996: 152-162.