Skírnir - 01.09.2003, Page 282
508
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
hóps eiga sér beinar hliðstæður í frjálslyndu guðfræðinni gömlu og má
með vissum rétti nefna þessa hreyfingu nýfrjálslynda. Munurinn felst
einkum í því að hinum borgaralega Jesú hefur verið hafnað og í hans stað
er kominn andborgaralegur maður sem óneitanlega ber sterk einkenni
hippa, eins og Crossan gengst raunar sjálfur við (553). Þýski nýjatesta-
mentisfræðingurinn Cilliers Breytenbach bendir á beinar hliðstæður úr
bók Adolfs von Harnacks, Kristindómurinn, við áherslur þriðju leitarinn-
ar. Greinilegt er að áherslan á siðferðilega boðun Jesú er í forgrunni hjá
hvorum tveggja. Nægir hér einungis að huga að guðsríkisboðun Jesú til
þess að sjá hve líkar þessar áherslur eru.61
Greinilegt er einnig að innan Jesú-semínarsins er oft gripið til samsæris-
kenningar Reimarusar þar sem kirkjan, eða valdamenn innan frumsafnað-
arins, eru sökuð um að hafa lagað boðun Jesú að þörfum sínum og mót-
að og bætt við hana efni eftir þörfum til að tryggja embætti og valdastöðu
sína innan safnaðarins.62 Þessi framsetning á boðun og ævi Jesú á djúpar
rætur í rannsóknarsögu síðustu 250 ára og ná þær allt til upphafs þeirra
hjá Reimarusi. Ef notuð er greiningaraðferð Jesú-semínarsins beina menn
sjónum sínum eindregið að boðun Jesú í Jesúrannsóknum, en hana er
hægt að setja fram og fylgja óháð persónu hans. Kross og upprisa falla því
út þar sem áherslan er á hið siðferðilega, það er að segja fyrstu eða félags-
legu notkun lögmálsins og svar fagnaðarerindisins við fyrstu notkuninni,
sem er kærleikurinn. Spurningunni um endurlausn og réttlætingu, eða
synd og náð, er því vikið til hhðar eða hún túlkuð í ljósi hinnar siðferði-
legu áherslu. Hér er að finna svipaða framsetningu og hjá Lessing forð-
um.
Félagslegar og menningarsögulegar hhðstæður. Viðleitni Crossans í
bókum sínum til þess að draga fram heildstæða og samstæðilega mynd af
menningu og sögu landanna í kringum Miðjarðarhaf hefur margt til síns
ágætis. Hin skýra aðgreining á milli grísks og gyðinglegs menningarheims
hefur ekki reynst haldbær.63 Tengslin og samgangurinn milli grísks og
gyðinglegs menningarheims var mun meiri en áður var talið en varla er þó
hægt að fullyrða að um eitt einsleitt menningarsvæði sé að ræða. Hve vill-
andi þessi efnismeðferð er kemur hvað skýrast fram í þeirri hliðstæðu sem
dregin hefur verið á milli Jesú og lærisveina hans og kynískra farandpréd-
ikara. Menn þykjast sjá tengslin á milli þessara hópa, ekki síst fyrir meintan
skyldleika í boðun þeirra. Kyníkar gagnrýndu hart gildismat samtíma
síns, eins og Crossan bendir réttilega á þegar hann dregur upp lifandi
mynd af kyníkum sem hippum síns tíma, en þeir settu fram beinskeytta
gagnrýni á uppahátt ágústínska tímans eins og fyrr segir. Kyníkar breyttu
61 Adolf von Harnack 1926: 53; sbr. Cilliers Breytenbach 2002: 25.
62 Jens Schröder 1997: 10. Sjá einnig Jens Schröder 1996: 151-168.
63 Dæmi um slíka framsetningu er að finna í bók Rudolfs Bultmanns 1965.