Skírnir - 01.09.2003, Page 289
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Nútímaafsteypur táknmynda
Um myndlist Ólafar Nordal
í fjöruborðinu í Skerjafirði, sunnan við Reykjavíkurflugvöll, stend-
ur sérstæð höggmynd úr steyptu silfurgráu áli. Þar er um að ræða bústinn
fugl með framstæða bringu og upprétt höfuð, sem minnir um margt á
stóra mörgæs þar sem hann stendur á náttúrulegum stöpli sínum, kirfilega
boltaður ofan í hnöttótt fjörugrjótið.
Á1 -Geirfugl Ólafar Nordal frá árinu 1998 er að mörgu leyti dæmi-
gerður fyrir það hvernig hún greinir ýmis menningarbundin og söguleg
tákn í verkum sínum, m.a. í samhengi við mótun sjálfsskilnings og sjálfs-
ímyndar íslendinga nútímans.1
Ólöf Nordal (f. 1961) lauk framhaldsnámi í myndlist úr skúlptúrdeild
Yale háskólans í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1993.
Þó að hún hafi lagt meiri rækt en flestir af hennar kynslóð við klassískar
hefðir höggmyndalistar, svo sem að steypa í mót, hefur Ólöf einnig unn-
ið með flesta miðla nútímamyndlistar, m.a. ljósmyndir, tvívíðar og þrívíð-
ar tölvumyndir, myndbönd og innsetningar. Og jafnvel þar sem um er að
ræða mótunarverk unnin samkvæmt rótgrónum aðferðum „styttugerðar-
mannsins" er efniviðurinn af margvíslegum toga, m.a. ál, gifs, leir, plast-
efni og súkkulaði.
Geirfugl
Þótt ál-Geirfugl Ólafar Nordal standi fullkomlega fyrir sínu sem fagur-
fræðileg höggmynd í klassískum einfaldleika sínum, er það þó fyrst og
fremst margháttuð táknmynd fuglsins sem er viðfangsefnið. Mótun goð-
sagnarinnar um „síðasta" geirfuglinn spannar eitt hundrað og sextíu ára
sögu í vitund þjóðar og á sér stað í nokkrum stigum. Inntak þeirrar hug-
myndar sem fer í mót höggmyndarinnar er í stuttu máli eftirfarandi: í
1 Reykjavíkurborg festi kaup á Geirfugli Ólafar Nordal árið 2000 en verkið var
upphaflega sett upp á þeim stað sem það stendur í dag í tilefni afmælissýningar
Myndhöggvarafélagsins íReykjavík, Strandlengjan, árið 1998. Hvað líffræðilegt
útlit varðar er ál-Geirfuglinn fuilkomin eftirmynd hinnar fiðruðu frummyndar
sinnar, nema hvað hann er talsvert stærri eða um 1.20 m á hæð. Verkið stendur á
flæðiskeri og fer sjór upp á miðja bringu fuglsins á stórstreymi. Steingrá patína
hefur myndast á yfirborði verksins af saltvatninu.
Skírnir, 177. ár (haust 2003)