Skírnir - 01.09.2003, Síða 294
520
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
Ropi var heiti einkasýningar sem Ólöf Nordal tileinkaði hinu íslenska
forystufé í Nýlistasafninu árið 2001. Öll verkin tengdust innbyrðis, en á
sýningunni var meðal annarra verka að finna hrútinn Sokka í fullri stærð,
gerðan úr einangrunarplasti, kórónu sem hékk niður úr lofti, gerða úr
kindahornum og á stærð við meðalstóra kristalsljósakrónu, gangnastaf úr
neonljósi og tölvuverkið Volto santq (Hin heilaga ásjóna) sem var þrívíð-
ur gagnvirkur tölvuhrútur sem varpað var á tjald. Brást hrúturinn við
hreyfingum og viðbrögðum sýningargesta fyrir framan tjaldið með mis-
munandi látbragði og hljóðum. Bæði hrúturinn og lambið eru þekkt tákn
fyrir guðssoninn í kristinni táknfræði. Þegar við bætast stafur sem mót-
aður er eins og bagall, eða biskupsstafur, „þyrnikórónan“ og loks hin
óefniskennda „heilaga ásjóna“ á tjaldinu, má vel ímynda sér að myndlist-
armaðurinn sé að ýja að því að hinn sérkennilegi íslenski forystufjárstofn,
sem fyrirfinnst hvergi annars staðar í heiminum, kunni að vera biblíuféð
sjálft, hin upprunalegu en týndu guðslömb.
í greiningu sinni á menningarlegri sérstöðu skírskotar Ólöf fremur í
handverksmenningu fyrri alda, líkt og þá sem er að finna á byggðasöfn-
um eða í Þjóðminjasafninu, fremur í arfsagnir og ýmiss konar þjóðtrú al-
þýðumenningar, en í hámenningu fagurbókmennta eða opinbera mynd-
listararfleifð listasafnanna sem einkum tengist olíumálverkinu. í þeim
efnum má segja að verk Ólafar Nordal sverji sig í ætt við hugmyndafræði-
legar áherslur í verkum nokkurra íslenskra konseptlistamanna sem kvöddu
sér hljóðs á síðari hluta níunda áratugar 20. aldar. Jafnframt má kenna
undirtón í verkum hennar sem tengist því sérstæða samspili fagurfræði og
notagildis sem einkennt hefur íslenska listasögu, líklega í meira mæli en
hjá öðrum þjóðum.
Hið sœta hold
Eins og raunar má sjá í verkinu Volto Santo er ekki langur vegur frá hjá-
trú yfir í trú, frá trúnni á sauðkindina yfir í trúna á Krist eða frá verkum
sem skírskota til arfsagna sem sprottin eru af nábýli við landið og lífshátt-
um fyrri kynslóða yfir í verk sem byggja á tákngildum kristinnar trúar.
Rétt fyrir páska árið 1999 opnaði Ólöf Nordal sýningu í Gallerí Ing-
ólfsstræti 8 sem hún nefndi Corpus dulcis (Hið sæta hold). Á sýningunni
var frægur forystusauður af Vatnsnesi og er verkið unnið eftir skriflegri útlits-
lýsingu sauðarins í bókinni Forystufé eftir, Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Búnað-
arfélag íslands, Reykjavík 1953, bls. 133-143.