Skírnir - 01.09.2003, Side 297
SKÍRNIR
NÚTÍMAAFSTEYPUR TÁKNMYNDA
523
ar, þar sem tíminn eyðir og breytir inntaki hluta, en hann líknar líka og
sættir.
Gull
Samsláttur tveggja tíma, fortíðar og samtíma, er áberandi þáttur í mynd-
hugsun og byggingu flestra verka Ólafar Nordal. Gott dæmi um áhuga
hennar á því hvernig arfur fortíðar birtist okkur í samtímanum, á samspili
sögu og samtíma, var einkasýning Ólafar, Gull, í Gallerí Hlemmi árið
2001, þar sem hún sýndi sviðsettar ljósmyndir af barnaleikföngum tveggja
tíma. Annars vegar var um að ræða þjóðleg leikföng forfeðranna af nátt-
úrulegum toga, afskornu kindahornin, hins vegar fjölþjóðlegt plastgull
samtímans, barbídúkkur, jafnan í pörtum. Utfærslan byggðist á því að
taka ljósmyndir af samskeytingum og vinna á grundvelli þeirra stór tölvu-
prent sem sýnd voru á veggjum sýningarsalar. Þrátt fyrir kímnina varð af-
raksturinn býsna áleitin sýning, truflandi samsláttur tveggja merkingar-
heima með óþægilega kynferðislegri skírskotun.
Það hefði í sjálfu sér ekki átt að koma á óvart hversu lítið þurfti að
eiga við leikfangadúkku, sem samkvæmt bandarískri könnun er talin fyr-
irmynd „plastíkkonunnar" í útlitsiðnaði samtímans, til að hún fengi erót-
íska merkingu. Það sem virkaði hins vegar sláandi var hversu auðvelt var
að gefa kindahornunum - sem nánast má kalla hreinræktaða náttúruafurð
- kynferðislegan undirtón. Dæmi um það var t.a.m. verk þar sem hornin
höfðu í meðförum myndlistarmannsins fengið ásteyptar, glitlakkaðar
neglur.
Tæplega er hægt að segja að sýningin hafi verið óður til sakleysis
bernskunnar, hins vegar mátti í samstillingu verkanna kenna leik með
margs konar hugmyndapör, m.a. þjóðlegt - alþjóðlegt, fortíð - nútími,
náttúrulegt - gervilegt, kvenlegt - karllegt. Samstillingin hlaut að vekja
ýmsar spurningar hjá áhorfendum. Sú fyrsta var sjálfsagt sú hvað það væri
sem við værum búin að brjóta og týna. Hugsanlega rótunum, upprunan-
um? Kannski barninu í okkur? Barninu okkar?
Hafi einhver velkst í vafa um skírskotun verksins, tók nánari útfærsla
barnagullsins á afmælissýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík,
MHR-30, í Listasafni Reykjavíkur árið 2002, af allan vafa. Verk sitt á sýn-
ingunni nefndi Ólöf Hornklof og enn voru meginuppistöður verksins
hinn kynþokkafulli hálfi barbíbúkur og kindahornið. Verkið var í tveim-
ur hlutum. Annars vegar var um að ræða stóra tölvuprentaða ljósmynd af
„líkama“ á rauðum grunni. Neðri hluti líkamans var myndaður af fót-
leggjum og lendum barbíbúks upp að mitti, efri hluti líkamans af einföldu