Skírnir - 01.09.2003, Page 299
SKÍRNIR
NÚTÍMAAFSTEYPUR TÁKNMYNDA
525
aldrei lifa á [...] af öllu því sem finnst í þessu lífi er tíminn það eina sem
við endurheimtum aldrei.“6
1 verkum Ólafar Nordal er brotið, eða eyðan, tákn þess að menn hafa
enga möguleika á að skilja söguna nema í ljósi samtímans. Að því leyti má
segja að sjónarhorn Ólafar Nordal sé í takt við ítalska fagurfræðinginn og
söguspekinginn Benedetto Croce (1866-1952) sem hélt því fram að öll
saga væri samtímasaga þar sem við hefðum einungis forsendur samtímans
til skilnings og túlkunar á sögunni, úrlestur okkar væri bundinn sértæk-
um veruleikaskilningi sem er samtímalegur á hverjum tíma.7
í okkar fábrotnu fornminjum, því sem sagan skilar okkur, getur það
sem ekki er jafnvel skipt enn meira máli en það sem er. Mörg verka Ólaf-
ar Nordal, sbr. t.d. Valþjófsstaðahurðina og Geirfuglinn, vísa til fortíðar
sem ekki er til lengur, eru táknræn fyrir hugmyndir um glataða en jafn-
framt „glæsta" sögu. Þau eru því í þeim skilningi afsteypur af því sem ekki
er til en við setjum þrátt fyrir það - eða kannski einmitt þess vegna - á
stall, skilgreinum sem helgimyndir.
Verk Ólafar Nordal eru lýsandi fyrir áhuga hennar á sögulegum og
menningarlegum táknmyndum og hvað sem líður fagurfræði listhlutarins
hverju sinni hafa verk hennar augljóslega sterka samfélagslega skírskotun.
Hún vísar í hið menningarlega samhengi með tilliti til þess hvernig við
túlkum og vinnum úr arfleifðinni í samtímanum. Þannig fjalla mörg verka
Ólafar á einn eða annan hátt um þá sífelldu endurvinnslu merkingar á for-
tíðinni sem á sér stað með hverri samtímakynslóð, um huglægni túlkun-
ar. Á sama tíma er varpað fram ýmsum spurningum, m.a. þeirri hvaða
form - í myndlistarlegri merkingu þess orðs - sagan taki á sig í hugum
samtímamanna.
Verk Ólafar byggja að verulegu leyti á táknum og skilningur á tákn-
um byggist á sértækum veruleikaskilningi og reynslu. Samspil sögu og
samtíma gegnir oftar en ekki því hlutverki að varpa Ijósi á goðsagnir um
sérstöðu okkar og sérkenni í samtímanum. Hvernig þjóð fer með eigin
sögu er í nokkrum skilningi lykill að sjálfsskilningi hennar, að hugmynd-
um hennar um þá stöðu sem hún vill hafa í samfélagi þjóða. í stærra sam-
hengi má segja að verk Ólafar Nordal varpi Ijósi á þær ímyndir sem þjóð
notar til að skilgreina sjálfa sig fyrir umheiminum, á þá ímynd sem þjóð-
in hefur um sjálfa sig.
Auður Ólafsdóttir
6 Erindi flutt á portúgölsku í Norræna húsinu 7. september 2003. Sérprenti dreift
til áheyrenda með íslenskri þýðingu (þýðanda ekki getið).
7 Sjá Benedetto Croce: Teoria e storia della storiografia. Bari, Laterza 1917.