Skírnir - 01.09.2003, Page 300
HÖFUNDAR EFNIS
Auður Ólafsdóttir (f. 1958), listfræðingur frá Sorbonneháskóla í
París, er lektor í listfræði við Háskóla Islands og kennir listasögu
við Listaháskóla Islands.
Álfrún Gunnlaugsdóttir (f. 1938), Doctor en Filosofía y Letras frá
La Universidad Autónoma de Barcelona, er prófessor í almennri
bókmenntafræði við Háskóla Islands.
Árni Bergmann (f. 1935), M.A. í rússnesku og rússneskum bók-
menntum frá Moskvuháskóla, er rithöfundur og aðjunkt í bók-
menntafræði og rússnesku við Háskóla íslands.
Dagný Kristjánsdóttir (f. 1949), dr.phil, er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Islands.
Einar Már Jónsson (f. 1942), doktor í miðaldafræðum, kennir við
Parísarháskóla.
Hannes Pétursson (f. 1931) er skáld og þýðandi og hefur unnið að
útgáfustörfum, m.a. á vegum Menningarsjóðs. Eftir hann liggja
mörg skáldrit og fræðibækur og er sú síðasta Birtubrigði daganna:
Lausablöð (2002).
Jón Ma. Ásgeirsson (f. 1957), doktor í koptískum fræðum frá Cl-
armontháskóla í Suður-Kalifornínu í Bandaríkjunum, er prófess-
or í nýjatestamentisfræðum við guðfræðideild Háskóla íslands
(síðan 1999).
Loftur Guttormsson (f. 1938), licencié-es-lettres frá Parísarhá-
skóla og dr.phil. frá Háskóla Islands, er prófessor í sagnfræði við
Kennaraháskóla Islands.
Róbert H. Haraldsson (f. 1959), doktor í heimspeki frá Pitts-
burghháskóla í Bandaríkjunum, er dósent í heimspeki við Háskóla
Islands.
Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957), cand.theol. frá Háskóla ís-
lands, doktor í sömu grein frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi og
síðar frá guðfræðideild Háskóla íslands, er héraðsprestur í