Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 2
Túnfiskur í Þingholtsstræti
Forvitnir gestir fylgdust í gær með japananska skurðarmeistaranum Nobuyuki Tajiri skera niður 172 kílógramma bláuggatúnfisk sem fluttur var til
landsins frá Barcelona á Spáni til að matreiðast á sérlegri túnfiskshátíð sem stendur fram á laugardagskvöld á veitingastaðnum Sushi Social í Þing-
holtsstræti í Reykjavík. Haus túnfisksins var engin smásmíði eins og sjá má. Fleiri myndir af skurðinum eru á síðu 24. Fréttablaðið/SteFán
Veður
Norðaustan 10-18 og slydda eða
snjókoma norðvestan til fyrir há-
degi. Hægari suðvestanátt og dálítil
væta annars staðar. Hiti 0 til 8 stig.
sjá síðu 18
IK08 4000K 6500KIP65
533 1900 | olafsson.is
LED RAKAÞÉTT LJÓS
Rafvirkjar
Jóhann Ólafsson & Co
LögregLumáL Taldar eru yfirgnæf-
andi líkur á að maðurinn, sem sætir
gæsluvarðhaldi í tengslum við and-
lát ungrar konu á Akureyri um síð-
astliðna helgi, hafi verið heima hjá
henni þegar hún lést. Hann kallaði
ekki eftir hjálp og lét sig hverfa þegar
föður konunnar bar að.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir
manninum, sem Fréttablaðið hefur
undir höndum. Maðurinn mun að
óbreyttu sitja í haldi fram á föstudag.
Lögreglan á Norðurlandi eystra
taldi mikilvægt að hinn grunaði
fengi ekki að ganga laus á frumstigi
rannsóknarinnar því hætta væri á
að hann torveldaði hana með því að
hafa áhrif á vitni eða samseka. Þá sé
enn ekki búið að útiloka að fleiri hafi
verið inni í íbúð konunnar.
Rannsókn er skammt á veg komin
og dánarorsök enn ókunn en talið er
að fíkniefni hafi komið við sögu. Þá
hefur sími konunnar ekki verið rann-
sakaður en talið er að þar gæti verið
að finna mikilvægar upplýsingar,
meðal annars um hvort fleiri hafi
verið í íbúðinni umrædda nótt. – sks
Kallaði ekki
eftir hjálp
sAmFÉLAg Ánægja með störf biskups
hefur ekki mælst jafn lítil frá því að
mælingar hófust fyrir um 20 árum.
Einungis 14 prósent eru ánægð.
Um 44 prósent segjast óánægð með
störf biskups en rúmlega 42 prósent
hvorki ánægð né óánægð.
Ofangreint kemur fram í nýjum
Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt
könnuninni minnkar traust til þjóð-
kirkjunnar um tíu prósentustig milli
ára. Þriðjungur aðspurðra sagðist
bera fullkomið, mjög mikið eða frek-
ar mikið traust til þjóðkirkjunnar en
tæp 40 prósent alls ekkert, mjög lítið
eða frekar lítið. 28 prósent sögðust
hvorki bera mikið né lítið traust til
þjóðkirkjunnar.
Traust til þjóðkirkjunnar hefur
ekki mælst minna frá 2012 er það var
28 prósent. Þá eru 55 prósent fylgj-
andi aðskilnaði ríkis og kirkju. – sar
Ánægja með
störf biskups
aldrei minni
sAmFÉLAg „Stemningin var brjáluð
og allt pakkað af fólki. Það voru
ótrúlega margir hæfileikaríkir spil-
arar þarna,“ segir Svavar Gunnar
Gunnarsson sem tók um helgina
þátt í sínu fyrsta heimsmeistara-
móti í Tetris.
Keppnin hefur verið haldin árlega
í Portland í Bandaríkjunum frá
árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris
kom fyrst út í Sovétríkjunum sál-
ugu 1984 en í keppninni er stuðst
við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-
tölvu frá 1989.
Svavar hefur verið búsettur í
Kaupmannahöfn undanfarin ár en
hann er bæði tvöfaldur Danmerkur-
og Evrópumeistari í Tetris. Hann
útskrifaðist með meistaragráðu í
kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-
stofnuninni við Kaupmannahafnar-
háskóla 2014.
„Það er kannski ekki eitthvað eitt
sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef
samt alltaf verið fljótur að læra og
góður að taka eftir mynstrum. Það
er alls konar fólk sem er að keppa
á þessum mótum og það hefur mis-
munandi bakgrunn.“
Svavar segir að allir hafi senni-
lega spilað Tetris einhvern tímann
en sjálfur spilaði hann leikinn sem
strákur en tók það ekki mjög alvar-
lega. „Ég komst djúpt inn í keppnis-
tölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að
spila Donkey Kong. Ég var orðinn
mjög góður en var að leita að ein-
hverju öðru og vissi af þessari miklu
keppnismenningu í Tetris.“
Hann segist hafa heillast algjör-
lega af þessum heimi og var byrj-
aður að spila á fullu fyrir rúmum
sex árum. Keppnin fer þannig fram
að tveir keppendur spila saman
í útsláttarkeppni. Alls komust 32
í lokakeppnina en mikill fjöldi
reyndi að komast að.
Svavar komst í átta manna úrslit
en andstæðingur hans þar var Jonas
Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár
unnið sjö af þeim átta sem haldin
höfðu verið. „Það er einhver ára í
kringum hann sem allir finna fyrir.
Ég var ekkert stressaður þegar við
byrjuðum en svo tók ég eftir því að
ég var farinn að spila öðruvísi en ég
er vanur. Þannig að ég var kannski
pínu stressaður. Ég átti samt góðan
séns og ætla að vinna hann á næsta
ári.“
Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum
fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee.
„Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti
gott spjall við alla keppendurna í
eftirpartíinu sem var mjög gaman
því flestir þarna eru stjörnur fyrir
mér. Ég elska samfélagið í kringum
þetta og hef eignast marga nýja vini
og upplifað margt skemmtilegt. Ég
gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að
vinna þetta mót.“
sighvatur@frettabladid.is
Svavar hyggst verða
heimsmeistari í Tetris
Íslendingar áttu fulltrúa á heimsmeistaramótinu í Tetris sem fór fram í Portland
í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Svavar Gunnar Gunnarsson komst í átta
manna úrslit þar sem hann mætti ríkjandi meistara og átrúnaðargoði sínu.
Frá viðureign Svavars, sem er lengst til hægri, og Jonasar í átta manna úrslit-
unum. Svavar ætlar sér að vinna Jonas næst. MYnD/MOrten riiS SVenDSen
Það er kannski ekki
eitthvað eitt sem
gerir mig góðan í Tetris. Ég
hef samt alltaf verið fljótur
að læra og góður að taka eftir
mynstrum.
Svavar Gunnar Gunnarsson
BANDAríKIN 75 ára gömul kona
búsett í Minnesota var á dögunum
handtekin grunuð um að hafa skotið
barnabarn sitt.
Samkvæmt miðlum ytra var dreng-
urinn í heimsókn hjá ömmu sinni.
Þar fékk hann tebolla en milli þess
að hann dreypti á teinu hvíldi hann
bollann á tréborði. Það líkaði ömmu
hans illa og bað hann að hætta.
Þegar drengurinn sinnti þeim
boðum ekki hrifsaði konan bollann af
honum, hellti teinu og sótti skamm-
byssu. Drengurinn fyllti bollann á ný
og lagði hann aftur á borðið. Á amma
hans þá að hafa hleypt af skoti sem
hæfði hann nærri hægri nára. Hún
hefur verið ákærð fyrir árásina. – jóe
Skaut barnabarn
vegna tebolla
2 4 . o K t ó B e r 2 0 1 8 m I ð V I K u D A g u r2 F r É t t I r ∙ F r É t t A B L A ð I ð
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
6
-E
D
1
0
2
1
2
6
-E
B
D
4
2
1
2
6
-E
A
9
8
2
1
2
6
-E
9
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K