Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 50
Markaðurinn instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 24. október 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Stjórnar- maðurinn Það getur vel verið að þetta nýja fólk hafi einhver trix í bakpokanum sem er ekki búið að finna upp og hafa- ekki verið til staðar í 60 ár. Vonandi er það þannig en ég veit ekki til þess að við höfum neitt svoleiðis. Guðmundur Ragnars- son, fyrrverandi for- maður VM 22.10.2018 Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að mestu í eigu Eiríks Vignissonar, hagnaðist um lið- lega 228 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársreikn- ingi félagsins. Mestu munaði um söluhagnað hluta- bréfa sem nam tæpri 201 milljón króna á árinu en arður af hlutabréfaeign félagsins var rúmlega 88 milljónir króna. Eigið fé félagsins, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, framkvæmdastjóra Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, nam 5,4 milljörðum króna í lok síðasta árs en á sama tíma átti félagið eignir upp á 5,7 milljarða króna. Félag Eiríks er á meðal stærstu hluthafa í HB Granda, Heima- völlum og Kviku banka. Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 500 milljónir króna í arð á þessu ári en auk Eiríks er Sigríður Eiríksdóttir hluthafi í félaginu með 10 prósenta hlut. – kij Félag Eiríks með 5,4 milljarða í eigið fé Eiríkur Vignisson PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur Bókhald Áhættustýring Endurskoðun Verðmæti Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Ráðgjöf Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Skattamál Jafnlaunavottun Streymiþjónustan Netflix tilkynnti nýlega að félagið hygðist ráðast í skuldabréfaútboð til að fjármagna framleiðslu nýs efnis. Safna á tveimur milljörðum dala, en Net- flix hyggst eyða 8 milljörðum í eigin framleiðslu á næsta ári. Um er að ræða um þriðjungsaukningu milli ára. Samkvæmt því mun Netflix bjóða upp um 700 sjónvarpsseríur framleiddar undir eigin nafni. Net- flix, sem starfar í 190 löndum og með sína 130 milljónir áskrifenda, er því ekki bara útbreiddasta „sjón- varpsrás“ í heiminum heldur einnig afkastamesti framleiðandinn. Mun afkastameiri en nöfn sem almennt eru tengd við slíka framleiðslu, svo sem Sony, Warner, HBO, Fox og fleiri. Væringar í sjónvarpsbransanum bera þessa líka merki. Hefðbundin afþreyingarfyrirtæki leita sér skjóls í stærri einingum. Bæði Twentieth Century Fox og Comcast buðu í breska sjónvarpsrisann Sky, en Comcast varð hlutskarpara. Disney hefur handsalað samninga um kaup á tilteknum eignum Fox. Við- bragðið við sókn Netflix og Ama- zon og þeirra líka inn á markaðinn virðist því vera að búa til alhliða afþreyingarfyrirtæki sem sinna öllu frá sjónvarps- og farsímaþjónustu yfir í guð má vita hvað. Stærstu aðilar á innlenda markaðnum, Síminn, Sýn og Nova, fara sömu leið. Síminn hefur lengið verið alhliðaafþreyingarfyrirtæki, Sýn varð það með kaupum á tilteknum eignum 365 og Nova virðist einnig vera á sömu leið með nýju appi. Gallinn er að Ísland er lítið mark- aðssvæði sem enn útsettara er fyrir erlendum risum eins og Netflix eða Amazon. Þá sérstaklega er svo virð- ist sem yfirvöld láti slík fyrirtæki ekki spila eftir sömu leikreglum og þau innlendu hvað varðar textun, skattheimtu, takmarkanir við auglýsingum og fleiru. Sérstaða hinna hefðbundnu afþreyingar- fyrirtækja liggur hins vegar enn í íþróttaefninu. Netflix, Facebook eða Amazon hafa ekki enn unnið stórkostlega landvinninga þar, þótt þau hafi dýft tánni ofan í. Ljóst er að markaðsvirði streymiþjónust- unnar Netflix endurspeglar þá trú að framtíðin sé nýju en ekki gömlu afþreyingarfyrirtækjanna. Kannski eru beinar íþróttaútsendingar síðasta haldreipi gömlu risanna á sjónvarpsmarkaði. Því voru eflaust einhverjir sem önduðu léttar þegar í ljós kom að internetfyrirtækin létu réttindin að ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu fyrir Bretlandsmarkað nokkurn veginn í friði. Þróunin í Bretlandi hefur nefnilega oftast gefið vísbendingu um þróun mála. Líklegast er því að áskriftarsjón- varpið lifi áfram enn sem komið er. Að minnsta kosti til næstu þriggja ára. Stafræn framtíð? 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 6 -E D 1 0 2 1 2 6 -E B D 4 2 1 2 6 -E A 9 8 2 1 2 6 -E 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.