Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 12
Birna Lárusdóttir, upplýsinga-fulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á
dögunum að Náttúrufræðistofnun
Íslands hefði lagt til friðlýsingu
stórra svæða á norðanverðum Vest-
fjörðum í nágrenni við Drangajökul.
Þetta er góð ábending sem ber að
þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að
sem flestir geri sér grein fyrir því
hvað er í húfi ef áform um Hvalár-
virkjun á þessu svæði ná fram að
ganga.
Samkvæmt mati Skipulagsstofn-
unar verða áhrif Hvalárvirkjunar
á landslag og víðerni verulega nei-
kvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná
til eyðibyggða og hluta af víðáttu-
miklum óbyggðum fyrir vestan.
Gert er ráð fyrir að reisa fimm stífl-
ur, mynda fjögur lón, grafa skurði
og göng, reisa stöðvarhús og leggja
vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnis-
taka og flutningur á jarðvegi.
Þetta eru sem sagt gríðarlegar
framkvæmdir. Meðal annars á
að reisa stíflugarða sem verða á
hæð við tíu og tólf hæða blokkir á
heiði þar sem náttúran ræður nú
ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti
Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru
uppistöðulóni sem myndi drekkja
fjölmörgum stöðuvötnum og
þurrka upp tugi fossa, þar á meðal
Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta
vatnsfall Íslands.
Eðlilega var mat Skipulagsstofn-
unar á þessum framkvæmdum nei-
kvætt. Það þarf mikla forherðingu
til þess að ganga fram gagnvart nátt-
úrunni með þessum hætti.
Birna lýsir í grein sinni áhyggjum
yfir leikreglum lýðræðisins og
nefnir rammaáætlun í því sam-
hengi. Annaðhvort er Birna viljandi
að reyna að afvegaleiða umræðuna
eða veit ekki betur því þær leik-
reglur sem gilda um orkunýtingu
á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir
Birnu (og aðra sem eru ekki með
þetta á hreinu) er rétt að rifja enn
og aftur upp að þó landsvæði sé
í nýtingarflokki rammaáætlunar
þýðir það ekki að þar með sé komið
framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjón-
armiðum umhverfisverndar hátt
undir höfði á öllum stigum og engin
ákvörðun um nýtingu felst í röðun
svæðis í nýtingarflokk.
Það er hins vegar hárrétt hjá
Birnu að mikilvægt er að fylgja
leikreglum lýðræðisins. Um það
snýst einmitt barátta Landverndar,
að lögum og reglum sem gilda um
orkunýtingu og náttúruvernd verði
fylgt á öllum stigum og náttúrunnar
gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því
samhengi má meðal annars hafa
í huga að stöðuvötn og tjarnir í
ákveðinni stærð ásamt fossum og
nánasta umhverfi þeirra njóta sér-
stakrar verndar samkvæmt 61.
grein náttúruverndarlaga. Áform
um Hvalárvirkjun fara í bága við
þau lög.
Stíflugarðar á við
10 og 12 hæða blokkir
Rósbjörg
Jónsdóttir
formaður
Landverndar
Á síðustu árum hefur svo-nefndum lögræðissvipt-ingarmálum fjölgað umtals-
vert fyrir héraðsdómi, en undir
þessi mál fellur hvers kyns nauð-
ungarvistun vegna geðsjúkdóma.
Merkjanlegur hluti þessarar fjölg-
unar verður rakinn til mála ungra
manna sem eru ekki einungis með
fíknivanda heldur alvarlega geð-
ræna erfiðleika á því stigi að nauð-
ungarvistun um lengri tíma er talin
nauðsynleg og fyrirsjáanlegt er að
þeir þurfi meðferð og aðhlynningu
alla sína ævi. Þessir strákar eiga
það sameiginlegt að hafa byrjað
reglulega neyslu kannabis ungir,
yfirleitt 12-14 ára, og alvarlegur
geðsjúkdómur hefur gert vart við
sig þegar fyrir tvítugt. Raunar er
sláandi hversu eitt mál er líkt því
næsta m.t.t. neyslusögu og þróunar
einkenna.
Í ríkissjónvarpinu voru fyrir
nokkru sýndir heimildarþættir um
eina yfirgripsmestu samanburðar-
rannsókn á mannlegri hegðun og
þroska sem gerð hefur verið, kennd
við bæinn Dunedin á Nýja-Sjálandi.
Samkvæmt henni eru tengsl milli
reglulegrar kannabisneyslu ungl-
ingsstráka og geðrofs snemma á
fullorðinsárunum hafin yfir vafa. Ef
ég man rétt var þar talið að tíundi
hver strákur sem byrjaði reglulega
neyslu kannabis fyrir 15 ára aldur
þróaði með sér geðklofa, sem gengi
ekki til baka þótt hætt væri neyslu!
Þessar upplýsingar, sem studdar eru
öðrum félagsfræðilegum og erfða-
fræðilegum rannsóknum, koma
óþægilega heim og saman við það
sem ég hef séð í starfi mínu.
Vita íslenskir strákar á aldrinum
11-15 ára hvaða áhættu þeir taka
með því að prófa að reykja gras á
þessum aldri? Eða heyra þeir e.t.v.
bara kvabb um fíkniefni án þess að
átta sig á sérstökum hættueiginleik-
um kannabis fyrir þá? Hvað myndu
þeir segja við því að yfirgnæfandi
líkur séu á því að einn úr 10 manna
vinahópi, sem reykir reglulega í dag,
verði kominn inn á lokaða geðdeild
fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki aftur-
kvæmt, hvort sem hann hættir að
reykja eða ekki?
Það hlýtur að vera alger lág-
markskrafa að hver einasti íslenski
strákur undir 15 ára aldri hafi verið
vandlega upplýstur um þá sérstöku
og óvenjulegu áhættu sem hann
tekur með neyslu kannabisefna á
þessu skeiði lífs síns. Er víst að þeirri
kröfu sé fullnægt?
Strákar og kannabis
– sérstök áhætta!
Skúli Magnússon
héraðsdómari
Við Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, áttum ágætt spjall
um innflutning á ferskum búvörum
í Víglínunni á Stöð 2 á dögunum.
Sindri ræddi þar líka um innflutning
á matvörum almennt, í samhengi
við loftslagsmál. „Hollur er heima-
fenginn baggi. Við verðum bara að
hugsa þetta upp á nýtt og reyna að
framleiða sem allra mest af mat á
Íslandi … Af hverju ættum við ekki
að nýta okkur það þegar við getum
framleitt mest af þessu sjálf hérna
heima næst markaðinum?“ spurði
formaður Bændasamtakanna.
Það er rétt hjá Sindra að eitt af
því sem við sem neytendur þurfum
að hafa í huga þegar við ákveðum
hvaða vörur við kaupum, er hvert
kolefnisspor þeirra sé. Þáttur í því er
hvað varan er flutt um langan veg –
en það segir þó alls ekki alla söguna.
Tökum tvö dæmi.
Er það heimafengna augljóslega
loftslagsvænt?
Annað er framleiðsla íslenzks
lambakjöts, sem er vissulega
heimafengið og oftast frábær vara,
en hefur umtalsverð áhrif á losun
gróðurhúsalofttegunda, eins og lesa
má í skýrslu Landbúnaðarháskóla
Íslands frá árinu 2016. Það er erfitt
að setja nákvæma tölu á það, en þó
auðvelt að lesa út úr skýrslunni að
rýrnun landgæða vegna beitarálags
losar bæði gífurlegt magn af gróður-
húsalofttegundum og skerðir getu
landsins til að taka upp koltvísýring
úr andrúmsloftinu. Þetta hlýtur að
þurfa að taka með í reikninginn
þegar fólk myndar sér skoðun á
kolefnissporinu.
Hitt dæmið er af kjúklingakjöti.
Blasir ekki við að kolefnisspor inn-
lends kjúklingakjöts sé minna en
innflutts? Ekki endilega. Íslenzkir
kjúklingabændur ala fuglana nánast
eingöngu á innfluttu fóðri, en kjúkl-
ingabændur í nágrannalöndunum
þurfa iðulega ekki að sækja fóður
um langan veg. Til að framleiða
kíló af innlendu kjúklingakjöti þarf
um tvö kíló af innfluttu fóðri. Með
öðrum orðum þarf tvöfalt meiri
flutninga til landsins til að framleiða
kjúkling innanlands en ef keypt er
kjúklingakjöt frá öðrum löndum.
Þessi dæmi eru ekki sett fram til
að varpa neinni rýrð á ofangreindar
búvörur eða framleiðendur þeirra,
eingöngu til að sýna fram á að fram-
leiðsluferlar í matvælaiðnaði geta
verið flóknir, aðföngin komið víða
að og áhrifin á losun gróðurhúsa-
lofttegunda eru margvísleg. Það
dugir neytandanum ekki að líta
bara á upprunaland vörunnar til
að mynda sér skoðun um kolefnis-
sporið. Og að framleiða matinn á
Íslandi stuðlar ekkert endilega að
lausn loftslagsvandans.
Góð hugmynd fyrir matvæla
útflutningslandið Ísland?
Við getum svo velt því fyrir okkur
hvað það myndi þýða fyrir afkomu
þjóðarbúsins ef sú hugsun yrði
almennt ofan á um allan heim að
borða sem allra mest af heima-
fengnum mat og flytja sem minnst
inn, í þágu loftslagsmarkmiða.
Ísland er matarútflutningsland.
Árið 2016 fluttu Íslendingar út mat
fyrir um 248 milljarða króna. Þar af
voru sjávarafurðir fyrir 231 milljarð
og búvörur fyrir 17 milljarða. Þetta
voru um 46% af heildarvöruútflutn-
ingi landsins það árið. Innflutningur
á mat- og drykkjarvörum nam hins
vegar 57,4 milljörðum króna. Ef öll
ríki kæmust að þeirri niðurstöðu
að þau ættu að framleiða matinn
heima hjá sér og ekki kaupa hann
frá útlöndum yrði íslenzka hag-
kerfið fyrir gífurlegu höggi. Og svo
mikið er víst að við myndum aldrei
torga sjálf öllum fiskinum sem við
veiðum; til þess hefði hver íbúi á
Íslandi þurft að borða 1,8 tonn af
sjávarafurðum árið 2016.
Við lifum á milliríkjaviðskiptum
með mat
Íslenzka hagkerfið er lítið og fremur
einhæft. Lega landsins gerir líka að
verkum að við getum ekki framleitt
mikið af mat og drykk sem okkur
finnst sjálfsagður hluti af fæðu-
framboðinu, til dæmis nánast allt
kornmeti, flesta ávexti, mikið af
grænmeti, allt léttvín og þar fram
eftir götunum. Ísland hefur öldum
saman verið háð utanríkisviðskipt-
um með þessar vörur og verður það
áfram.
Það sama á raunar í vaxandi mæli
við um vörur sem hægt er að fram-
leiða á Íslandi; við flytjum þær ekki
bara inn til að fá meiri fjölbreytni í
kæliborð búðanna heldur einfald-
lega af því að innanlandsframleiðsla
annar ekki eftirspurn. Þannig var
um fjórðungur af innanlandsneyzlu
á svína- og nautakjöti fluttur inn í
fyrra. Sama má segja um ýmsar
grænmetistegundir sem eru rækt-
aðar á Íslandi.
Það er góð hugmynd – og í raun
bráðnauðsynlegt – að neytendur
velti í auknum mæli fyrir sér kol-
efnisspori vörunnar, sem þeir
kaupa. En í fyrsta lagi segir það
ekki alla sögu um kolefnissporið,
um hversu langan veg sjálf varan
hefur verið flutt, heldur þarf líka
að skoða uppruna aðfanganna sem
þurfti til að framleiða hana. Í öðru
lagi verða það áfram brýnir lífshags-
munir Íslendinga að milliríkjavið-
skipti með mat séu sem frjálsust
og auðveldust; hvort sem það er til
að koma fiskinum okkar á erlenda
markaði eða uppfylla innlenda
eftirspurn með innflutningi á mat.
Árangur Íslands í loftslagsmálum
getur ekki byggzt á því að hverfa frá
milliríkjaviðskiptum með mat – við
lifum á þeim. Við getum hins vegar
gert margt til að gera flutninga og
framleiðsluferla umhverfisvænni.
Er heimafenginn
baggi loftslagshollur?
Ólafur
Stephensen
framkvæmda-
stjóri Félags
atvinnurekenda
Meðal annars á að reisa
stíflugarða sem verða á hæð
við tíu og tólf hæða blokkir
á heiði þar sem náttúran
ræður nú ein ríkjum. Þann-
ig yrði stór hluti Eyvinds-
fjarðarheiðar að risastóru
uppistöðulóni sem myndi
drekkja fjölmörgum stöðu-
vötnum og þurrka upp tugi
fossa, þar á meðal Drynjanda
sem er eitt stórbrotnasta
vatnsfall Íslands.
Ef öll ríki kæmust að þeirri
niðurstöðu að þau ættu að
framleiða matinn heima hjá
sér og ekki kaupa hann frá
útlöndum yrði íslenzka hag-
kerfið fyrir gífurlegu höggi.“
Ég vaknaði eitthvað svo lumbru-legur um daginn en skildi ekki strax hvað olli sterkri sektar-
kenndinni. Hef hingað til bara verið
nokkuð góður, einna helst sekur um
að hafa lægri hreinlætisþröskuld á
heimilinu en konan mín. Það tók
mig smá tíma að átta mig á hvað olli
þrúgandi tilfinningunni en að lokum
rann upp fyrir mér ljós.
Ég ber ábyrgð á Hruninu!
Í Silfrinu fyrir stuttu sagði Brynjar
Níelsson alþingismaður um Hrunið:
„Ég held að við höfum öll borið ein-
hverja ábyrgð á þessu.“ Þetta kom
flatt upp á mig. Vissulega sagði einn
útrásarvíkingurinn á sínum tíma að
við værum öll sek því við hefðum
keypt flatskjá fyrir hrun en ég keypti
ekki neinn flatskjá. Hef haldið síðan
að ég væri saklaus, en nú hefur annað
komið í ljós.
Á 10 ára afmæli Hrunsins ber það
hæst að við berum öll ábyrgð á því. Já,
öll nema einn. Æðsti yfirmaður fjár-
málakerfisins fyrir hrun, Davíð Odds-
son, er sá eini okkar sem er saklaus.
Það er mikið gleðiefni að eitt okkar
hafi sloppið undan ábyrgð á hrun-
inu. Það kostaði okkur ekki nema 10
milljónir að fá háskólaprófessorinn
Hannes Hólmstein Gissurarson til
að hreinsa manninn. Frábært að eitt
okkar slapp en líklega er of kostn-
aðarsamt að fá prófessorinn til að
hreinsa hvert og eitt okkar. Það
myndi kosta 3.400 milljarða og taka
1.360.000 ár.
Geirfinnsmálið er líka mín sök
Annað sem hvílir þungt á mér þessa
dagana er að ég ber víst líka ábyrgð
á Geirfinnsmálinu. Þó taldi ég ung-
mennin aldrei sek, kom ekkert að
málinu eða pyndingum á þessu unga
fólki. Það kom því eins og köld vatns-
gusa þegar þingkonan Halla Signý
Kristjánsdóttir sagði í Vikulokunum:
„Það er bara þjóðin öll sem þarf að
biðjast afsökunar á þessu.“ Þar hefur
maður það og þungbært er það.
Komið bara með þetta allt
Samsektarstefið sem kyrjað er á
hrunafmælinu hefur oft heyrst á
umliðnum árum. Það er sagt sam-
félagsmein að enginn á Íslandi gang-
ist við ábyrgð og það leiði til spill-
ingar í stjórnmálum, stjórnsýslu og
atvinnulífi sem hamli framþróun og
sé okkur dýrkeypt.
Ef ábyrgð skilar okkur betra sam-
félagi þá skal ég bara taka hana. Ég
er hvort sem er að hruni kominn
með fyrrnefnd stórmál á bakinu og
get því alveg eins tekið rest: Skatt-
svik Sigmundar Davíðs í embætti
forsætisráðherra, skýrslufeluleik
fjármálaráðherra Bjarna Benedikts-
sonar fyrir kosningar, lögbrot dóms-
málaráðherra Sigríðar Á. Andersen,
týndu stjórnarskrána, eyðileggingu
félagslega húsnæðiskerfisins, Orku-
veituhúsið, lögbannið á Stundina og,
og, og, og … braggann.
Nú þurfa ábyrgðardreifararnir ekki
lengur að drita sökinni yfir alla þjóð-
ina. Það verður yndislegt fyrir ykkur
að byggja nýtt Ísland, án ábyrgðar.
Ég er sekur
Sverrir
Björnsson
hönnuður
Á 10 ára afmæli Hrunsins
ber það hæst að við berum
öll ábyrgð á því. Já, öll nema
einn. Æðsti yfirmaður fjár-
málakerfisins fyrir hrun,
Davíð Oddsson, er sá eini
okkar sem er saklaus.
2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M I Ð V I k U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
7
-0
F
A
0
2
1
2
7
-0
E
6
4
2
1
2
7
-0
D
2
8
2
1
2
7
-0
B
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K