Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 46
Netverslun Nettó hefur vaxið ört frá því að henni var hleypt af stokkunum fyrir rúmu ári í gegnum markaðstorgið aha.is. Fyrirtækið stefnir á mikinn vöxt næstu árin í takt við aukin matarinnkaup lands­ manna á netinu. „Hver mánuður sem líður er stærsti mánuðurinn. Október verður stærsti mánuðurinn frá upphafi, nóvember verður stærsti mánuðurinn frá upphafi og svo koll af kolli. Við erum að sjá fyrir okkur að á næstu þremur árum muni netverslun Nettó tífaldast að stærð,“ segir Gunnar Egill Sigurðs­ son, framkvæmdastjóri verslunar­ sviðs Samkaupa. Samkvæmt skýrslu Rannsóknar­ seturs verslunarinnar var ársvöxtur í sölu á mat á netinu næstum 170 prósent þegar velta á fyrri helm­ ingi 2017 er borin saman við sama tímabil 2018. „Matvörur hafa verið á eftir öðrum vörum eins og raf­ tækjum og fatnaði í netverslun en við sjáum mikinn vöxt fram undan. Þetta er svipað og þegar maður hikaði við að klára fyrstu flugmiða­ kaupin á netinu og hringdi í sölu­ skrifstofuna. Þegar þetta er komið í vana verður ekki aftur snúið.“ Gunnar Egill segir að það hafi komið á óvart hversu stór hluti ferskvörur eru af matarkaupum fólks í netverslun Nettó. „Ég hafði búið teymið undir það að megnið af sölunni yrði hilluvörur. Síðan kom á daginn að þeir sem eru að versla á netinu haga sér eins og í venjulegri verslun og treysta okkur til að útvega góðar ferskvörur,“ segir Gunnar Egill og bætir við að einnig hafi komið á óvart að þeir sem panta á netinu virðast horfa lengra fram í tímann en þeir sem fara í verslanir. Salan sé hlutfalls­ lega meiri. Fleiri afhendingarstaðir í pípunum Í upphafi var einn afhendingar­ staður, í Mjóddinni, en fyrr á þessu ári var strax farið í að bæta öðrum við vegna mikillar eftirspurnar. Þá eru fjórir til fimm á teikniborðinu. „Við sáum að margir í vesturhluta borgarinnar nýta sér þjónustuna í Mjóddinni og við ákváðum þá að opna aðra afhendingaraðstöðu úti á Granda. Nú erum við að skoða það að opna einn til tvo afhendingar­ staði á höfuðborgarsvæðinu og möguleikann á að opna á Akureyri og í Reykjanesbæ. Við fáum sífellt fleiri beiðnir um að opna á Akur­ eyri og í Reykjanesbæ og við metum það svo að þessi markaðssvæði geti verið nógu stór til þess að standa undir þjónustunni.“ Unnið er að því að setja upp sjálf­ virka afhendingarstöð í Mjódd þar sem fólk getur sótt pantaðar vörur í sérstaka skápa. „Hugmyndin er sú að þú pantar og þú færð sendan kóða. Þegar þú kemur síðan niður á staðinn slærðu inn kóðann og skáp­ arnir opnast. Það er einn skápur fyrir frystivörur, annar fyrir kæli­ vörur og þriðji fyrir hilluvörur.“ Þá segir Gunnar Egill að það hafi verið áskorun að sníða lausn fyrir eins lítinn markað og Ísland, og halda verði lágu. „Við ákváðum að fara þá leið að nýta verslanir Nettó og okkar góða starfsfólk þar til að veita þjónustuna í stað þess að vera með miðlægt vöruhús. Það er skil­ virkni í formi samnýtingar og gerir okkar einnig kleift að viðhalda gæð­ unum betur en ella. Síðan höfum við séð þetta skila sér í ánægju við­ skiptavina því miðað við mælingar hefur Nettó aldrei séð eins háan ánægjustuðul og sést hjá viðskipta­ vinum netverslunar.“ – tfh Nettó ætlar að tífalda netverslunina Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa segir mikinn vöxt í netverslun með matvörur fram undan. Viðskiptavinir kaupi fersk- vörur á netinu í jafnmiklum mæli og í venjulegum verslunum. Skoða opnun á fimm nýjum afhendingarstöðum vegna eftirspurnar. Gunnar Egill segir að hver mánuður sem líði sé stærsti mánuðurinn í sölu. Fréttablaðið/anton brink netverslun á vörum nettó fer fram gegnum markaðstorgið aha.is. Ég hafði búið teymið undir það að megnið af sölunni yrði hilluvörur. Síðan kom á daginn að þeir sem eru að versla á netinu haga sér eins og í venjulegri verslun og treysta okkur til að útvega góðar ferskvörur. Almenni lífeyrissjóðurinn er fullgildur lífeyrissjóður og hefur starfsleyfi samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hjá sjóðnum starfar samheldinn hópur starfsmanna sem leggur metnað sinn í að vinna vel fyrir sjóðfélaga og veita úrvalsþjónustu. Í boði er vinnustaður sem hlúir að starfsfólki með góðri vinnuaðstöðu og áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Almenni lífeyrissjóðurinn óskar eftir að ráða áhættustjóra til að hafa umsjón með áhættustýringu og innra eftirliti hjá sjóðnum í samræmi við áhættustefnu og áhættustýringarstefnu sjóðsins. Næsti yfirmaður áhættustjóra er framkvæmdastjóri. Upplýsingar veitir: Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Helstu verkefni • Umsjón með eigin áhættumati, mótun áhættustefnu og áhættustýringarstefnu • Umsjón með eftirlitsaðgerðum í takt við áhættu- og áhættustýringarstefnu • Framkvæmd greininga og eftirlits. Önnur verkefni tengd áhættueftirliti • Heildaryfirsýn yfir verkferla, áhættumöt, skýrslur innri endurskoðanda, innri úttektir, o.fl. • Ritari endurskoðunarnefndar • Samskipti, skýrslugerð og miðlun upplýsinga til eftirlitsaðila og stjórnenda Hæfniskröfur • Greiningarhæfni, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Hæfni í að greina tölulegar upplýsingar og setja þær fram með skipulögðum hætti • Reynsla af notkun fyrirspurnartóla fyrir gagnagrunna • Gott vald á íslensku og ensku • Reynsla af áhættustýringu er kostur ÁHÆTTUSTJÓRI Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2018. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknum skal fylgja ýtarleg ferilskrá og kynningarbréf. 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M I Ð V I k U D A G U r8 markaðurinn 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 7 -0 5 C 0 2 1 2 7 -0 4 8 4 2 1 2 7 -0 3 4 8 2 1 2 7 -0 2 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.