Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 48
Óvæntur bandamaður Ragnar Önundar- son, fyrrverandi bankastjóri Iðnaðarbankans, er sagður vera nafna sínum Ragn- ari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og fleiri leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar innan handar í kjaraviðræðum. Er bankamaðurinn fyrrverandi sagður koma að hugmyndavinnu innan verkalýðshreyfingarinnar fyrir komandi baráttu en Ragnar hefur verið iðinn við að tala máli hreyf- ingarinnar á Facebook-síðu sinni. Að sögn kunnugra hefur Þór Saari, fyrrverandi þingmaður og banka- ráðsmaður Seðlabankans, jafnframt ráðlagt leiðtogunum um hin ýmsu mál er varða kjaraviðræðurnar. Rökin brostin Vonir eru bundnar við að peninga- stefnunefnd Seðlabankans samþykki að létta á inn- flæðishöftunum þegar nefndin kemur saman í byrjun næsta mánaðar. Ljóst þykir að upphaflegu rök- semdir bankans fyrir höftunum eru brostnar enda hefur vaxta- munur við útlönd snarminnkað á undanförnum misserum og gengi krónunnar hríðfallið gagnvart við- skiptamyntum sínum. Þannig sagði Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri í mars að afnám haftanna gæti leitt til mun hærra gengis sem gæti aftur valdið skaða og óvissu. Öllum ætti að vera ljóst að nú er lítil hætta á slíku ofrisi krónunnar. Binda vonir við lífeyrissjóðina Fjárfestar munu fylgjast vel með framgangi skuldabréfaút- boðs Heimavalla, sem ætti að hefj- ast í kjölfar uppgjörs félagsins á morgun, en með því hyggst leigufélagið endur- fjármagna langtímaskuldir sínar. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri og ráðgjafar félagsins hafa lagt ríka áherslu á að fá stærstu lífeyris- sjóði landsins til þess að taka þátt í útboðinu en þátttaka sjóðanna er talin forsenda þess að útboðið heppnist vel. Ef það gengur ekki upp sjá sumir hluthafar fáa aðra kosti í stöðunni en að félagið verði einfaldlega leyst upp. Skotsilfur Moody’s lækkar lánshæfiseinkunn Ítala Eva Magnúsdóttir verkefnisstjóri Jafnvægisvogar FKA Dagleg meðalvelta á verðbréfa-markaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnk- andi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja mark- aðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreytt- ari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljan- leika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfa- flokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verð- bréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upp- hæð fór í skuldabréf. Heildarupp- hæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðis- höft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hluta- bréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent inn- flæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Sam- hliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hluta- bréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúm- lega 25% árið 2017 eftir ágætis aukn- ingu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlut- fallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfa- mörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxt- unar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undan- förnu auk þess sem stærð hluta- bréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjár- málamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingarskil- yrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við ein- staka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter. Ragnar Dyer framkvæmda- stjóri Júpiter Ávöxtunarkrafa ítalskra ríkisskuldabréfa rauk upp eftir að Moody’s lækkaði lánshæfiseinkunn landsins og hótaði að færa einkunnina niður í rusl- flokk. Ákvörðun matsfyrirtækisins vakti mikla athygli í landinu, eins og sést á forsíðum allra helstu dagblaða Ítala, en sérfræðingar Moody’s gagnrýna harðlega fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar sem gerir ráð fyrir þrefalt meiri halla en leyfilegt er samkvæmt reglum ESB. NoRDicphotos/GEtty Rétt' upp hönd ef þú vilt taka raunveruleg skref í átt að jafn-rétti. Þetta er einfaldlega ekki komið og staðreyndin er sú að með sama hraða þá verður fullu jafn- rétti ekki náð í atvinnulífinu fyrr en á næstu öld. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett 2010 og tóku þau gildi 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórninni skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið að 33% í stjórnum fyrirtækja en hefur staðið í stað síðan lögin tóku gildi. Lögin hafa að auki lítil áhrif haft á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum eins og vonir stóðu til og sem dæmi í félögum sem eru skráð á hlutabréfa- markað eru konur í framkvæmda- stjórnum einungis 25%. Til þess að bregðast við þessari stöðnun hleypti FKA af stokkunum verkefninu Jafnvægisvoginni í sam- starfi við velferðarráðuneytið, Delo- itte, Sjóvá, Morgunblaðinu og Pipar\ TBWA. Er markmiðið með verkefn- inu að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum. Í anda markmiða Jafnvægisvogar framleiddi auglýsingastofan Pipar\ TBWA metnaðarfullt myndband sem tók flugið á samfélagsmiðlunum í síðustu viku. Myndbandið lýsir mýtunni sem byggir á því að konur séu ekki nægilega vel menntaðar, þær hafi ekki reynslu og séu tregar að rétta upp hönd og taka ábyrgð. Konur hafa rétt upp hönd í mörg ár og hjá FKA eru listar þar sem fjöldi kvenna hefur lýst sig reiðubúna að koma fram í fjölmiðlum og taka sæti í stjórnum. Myndbandinu Rétt' upp hönd er ætlað að vekja athygli á upp- réttum höndum kvenna. Mælaborð jafnréttis verður kynnt á ráðstefnu FKA og samstarfsaðila þann 31. október næstkomandi á hótel Nordica. Karlar eru sérstak- lega hvattir til að koma og taka þátt í umræðunni um eitt mikilvægasta málefni framtíðar, jafnrétti. Rétt' upp hönd strákar Í félögum sem eru skráð á hlutabréfa- markað eru konur í fram- kvæmdastjórn einungis 25%. Virkum fjárfestum fækkar 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 2013 2014 2015 2016 2017 2018 ✿ Dagleg meðalvelta (í milljörðum kr.) 1,0 1,2 1,6 2,2 2,5 2,0 7,4 6,2 8,0 5,9 5,0 4,0 8,4 7,4 9,6 8,1 7,5 6,0 n Skuldabréf n Hlutabréf 2 4 . o k t ó b e R 2 0 1 8 M I Ð V I k U D A G U R10 markaðurinn 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 6 -F 2 0 0 2 1 2 6 -F 0 C 4 2 1 2 6 -E F 8 8 2 1 2 6 -E E 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.