Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 42
Lágkolvetna­ kúrinn svokall­ aði hefur lengi verið vinsæll um allan heim. Fólk kýs að taka burt kolvetni, sterkju, sykur og hveiti úr fæð­ unni en borðar fitu og grænmeti í staðinn. Margir hafa prófað kúrinn en fólk endist misvel á honum. Í rauninni eru nokkrar gerðir af lágkolvetnakúrum eftir því hvað fólk vill ganga langt í mataræðinu. Eftir því sem kúrinn er „strangari“ þeim mun meiri líkur eru á að fólk gefist upp. En hvernig getur lágkolvetnamatar­ æðinu verið skipt í flokka? Jú, í einu stiginu eru þeir sem leyfa sér aðeins meira en halda sér þó við þetta fæði að mestu. Ketó mat­ aræði er til að mynda gríðarlega vinsælt í Bandaríkjunum. Ketó er strangt lágkolvetnafæði og þar er fita aðaluppistaðan. Það þarf reyndar mikinn aga til að sleppa öllum kolvetnum. Í ketófæði má borða egg, kjúkl­ ing, fisk, rautt kjöt auk grænmetis sem vex ofan jarðar, til dæmis salat, spergilkál, blómkál, tómata, gúrku, sveppi og baunir. Það má nota ólífuolíu, borða lárperu og smávegis af hnetum. Eingöngu feitar og ósætar mjólkurafurðir eru í ketómataræði en margir sleppa þeim alveg. Ketó er í raun mjög strangt mataræði. Nauðsynlegt er að hugsa vel um gæði matar og borða reglu­ lega. Ekki borða mikið á kvöldin. Borðið hægt og rólega. Gætið að því að maturinn innihaldi næga orku. Drekkið vatn. Ef þú ert á frjálslegri lágkolvetna­ kúr máttu að auki borða ber, rótargrænmeti og 70% súkkulaði. Auk þess eru sumar mjólkurvörur í lagi eins og feitur ostur og ósætar mjólkurafurðir. Ekki drekka ávaxtasafa, sæta drykki, bjór eða sæt vín. Ekki borða mat sem er ríkur af sterkju eins og pasta, brauð, kartöflur og hrísgrjón. Bannað er að borða sælgæti og ís ef þú ert á lágkolvetnafæði. Lágkolvetnafæði, eða ketómat­ aræði, virkar vel til að létta sig. Flestir eru þó sammála um að betra sé að hreyfa sig líka meðfram breyttu mataræði. Góður göngutúr gerir gagn. Mismunandi áhersla Ketó = strangur lágkolvetnakúr. Einungis má borða að hámarki 20 grömm af kolvetnum á dag. Í ketó sleppir fólk ávöxtum og borðar mjög lítið af tómötum, lauk og papriku. Í staðinn er borðuð meiri fita, salat, spergilkál eða grænkál. Meðal lágkolvetnakúr. Í þessum kúr má borða á milli 20­50 grömm af kolvetnum hvern dag. Það má borða baunir og feitar, ósætar mjólkurvörur. Á veisludögum má fá sér smávegis af berjum og jafnvel dökkt súkkulaði. Ólífuolía er í lagi með grænmeti. Frjálslegur lágkolvetnakúr Hann getur innihaldið allt upp í 100 grömm af kolvetnum á dag. Þessi kúr er ekki eins hraðvirkur og hinn varðandi þyngdartap. Hér má borða rótargrænmeti, bakstur með litlum kolvetnum, eins og möndluhveiti og vera hóflegur í mjólkurafurðum. Túrbókúrinn. Þessi lágkolvetna­ kúr orsakar hraðara þyngdartap en getur verið erfiðari fyrir líkamann. Þetta er mjög strangur ketómatar­ kúr. Sumir lifa á eggjum og kjöti en sleppa öllu grænmeti. Aðrir fasta í tvo daga í viku eða fasta í átta tíma á sólarhring. Venjulegt fæði samanstendur af prótíni, fitu og kolvetnum. Kolvetni breytast í blóðsykur í líkamanum. Með því að innbyrða minni kolvetni gengur líkaminn á orkuna í fitunni sem aftur leiðir til þyngdartaps. Það geta ekki allir farið á ketófæði og þess vegna ætti fólk að ræða við lækni áður en það ákveður breytingu á mataræðinu. Fólk með sykursýki 1 ætti alls ekki að fara á ketó né heldur barnshaf­ andi konur eða með barn á brjósti. Fólk sem breytir mataræði sínu og skiptir kolvetnum út fyrir dýra­ fitu ætti að vanda vel hvað það setur ofan í sig. Betra er að skipta kolvetnum út fyrir grænmeti en til dæmis beikoni eða mjög feitri, unninni kjötvöru. Oft getur verið best að fara rólega af stað og prófa sig áfram. Þeir sem eru í baráttu við ofþyngd og vilja breyta mataræðinu með því að sleppa kolvetnum ættu að ráðfæra sig við lækni eða næringarfræðing áður en kúrinn hefst. Mjög margir hafa losað sig hratt við kílóin á þessum kúr en þau eru fljót að koma aftur ef svindlað er á honum. Kolvetnalaust mataræði krefst mikils sjálfsaga Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Góð steik er hluti af lágkolvetnafæði. Fæstir vilja þó steik daglega þótt hún geti verið mjög góð. Kjúklingur með kúrbít og grænmeti er góð og holl kol­ vetnasnauð máltíð. Fólk þarf að vera hugmyndríkt á ketó. Eggjakaka með lauk, tómat, spínati og feitum osti er sannkölluð ketómáltíð. Góður morgunverður fyrir flesta. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir; Jóhann Waage, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins Sími: 512 5433 / johannwaage@frettabladid.is Verkfræði, Arkitektúr og HúsbyggiNgAr Sérlega flott blað um heim verkfræði, arkitektúrs og húsbygginga í Fréttablaðinu miðvikudaginn 31. október. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . o K tÓ B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 7 -2 D 4 0 2 1 2 7 -2 C 0 4 2 1 2 7 -2 A C 8 2 1 2 7 -2 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.