Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 35
Pósturinn er stórt fyrirtæki með um þúsund starfsmenn og 62 starfsstöðvar sem dreifð- ar eru um allt land. „Við þjónustum fólk um landið allt og snertum því líf mjög margra Íslendinga. Það skiptir okkur miklu máli að starfs- fólki okkar líði vel svo það geti veitt bestu mögulegu þjónustu, og viljum því búa vel að þeim hvað varðar kjör og að jafnrétti ríki á öllum sviðum,“ segir Sigríður. Pósturinn hefur nýverið lokið viðamikilli vinnu sem miðaði að því að hljóta jafnlaunavottun. „Við vorum að fá skjalið í hús fyrir stuttu og erum afar ánægð. Þetta er búin að vera gríðarlega mikil vinna sem hefur staðið yfir í tæpt ár. Forstjóri, starfsmannastjóri og gæðastjóri hafa komið að henni ásamt öllum lykilstjórnendum. Þessi vinna hefur verið afskaplega gagnleg enda erum við búin að fara yfir öll störf og starfslýsingar í fyrirtækinu. Við erum búin að safna ótrúlega miklum upp- lýsingum og á þeim höfum við byggt upp okkar jafnlaunakerfi sem við nú höfum fengið vottun á. Núna vitum við að við erum að greiða jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf,“ segir Sigríður. Niðurstöður vinnunnar komu henni og öðrum innan fyrirtækisins ánægjulega á óvart. „Þegar rýnt var í kerfið okkar var kynbundinn launamunur fremur lítill, aðeins 2,2 prósent af heildarlaunum og 0,65 prósent af grunnlaunum. En auðvitað getum við alltaf gert betur.“ Sumir efins í upphafi Sigríður vill koma á framfæri sér- stökum þökkum til þess starfs- fólks sem tók þátt í vinnunni við jafnlaunavottunina með henni. „Margir voru efins í upphafi, ekki bara hér innan Póstsins, heldur heyrði maður frá öðrum fyrirtækjum og mannauðsstjórum efasemdaraddir um að þessi jafn- launavottun myndi gera eitthvert gagn. Það kom okkur því skemmti- lega á óvart þegar upp var staðið hversu gríðarlega gagnleg vinnan í kringum allt ferlið var. Mitt mat er að þetta komi til með að tryggja að fyrirtæki á landinu greiði jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf.“ Jafnt kynjahlutfall Kynjahlutfallið hjá Póstinum er nokkuð jafnt, 51% konur og 49% karlar. „En hlutfallið innan hverrar starfseiningar er mismunandi, til dæmis eru konur í meirihluta á pósthúsum en karlar eru fleiri í útkeyrslunni. Eitt af okkar mark- miðum er að jafna kynjahlutföllin í ólíkum störfum innan fyrirtækis- ins með ýmsum aðgerðum.“ Jafnrétti fyrir alla Í jafnréttisáætlun Póstsins er ekki aðeins lögð áhersla á jafnrétti milli kvenna og karla heldur einnig að fólki sé ekki mismunað út frá aldri, kynþætti, kynhneigð, þjóðerni, trúar- eða stjórnmálaskoðun. „Við höfum verið með jafnrétt- isáætlun í nokkuð langan tíma en vorum nú í fyrsta sinn að vinna framkvæmdaáætlun jafnréttis- mála þar sem ætlunin er að auka fræðsluþáttinn til starfsmanna. Við horfum til okkar stjórnenda í þeim efnum og stefnum á að þeir nýti starfsmannafundi á vinnustöðum um allt land til að auka fræðslu til starfsmanna með það að leiðarljósi að auka jafnréttisvitund þeirra.“ Góður vinnumórall Starfsstöðvar Póstsins eru 62 um land allt en Póstmiðstöðin er stærst. Þá eru dreifingarstöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu einnig tiltölulega stórar. Sigríður segir andann á vinnustöðunum góðan. „Alls staðar þar sem ég hef komið hefur mér þótt ríkja góður starfs- andi og vinnumórall. Ég er búin að koma mjög víða á pósthús um allt land og alls staðar mætir mann brosandi starfsfólk.“ Starfsfólk Póstsins notar forritið Workplace til að tengjast betur. „Það er notað til að skipuleggja alls kyns skemmtilega hluti sem lætur fólki líða sem hluta af stærri heild.“ Jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn Sigríður segir samstarf karla og kvenna hjá Póstinum mjög gott. „Í framkvæmdastjórninni er til dæmis jafnt kynjahlutfall. For- stjórinn er karl en þrír af fimm framkvæmdastjórum eru konur. Okkar samstarf er afar gott og ekki síður samstarf okkar við bæði karl- og kvenstjórnendur í fyrirtækinu, sér í lagi hvað varðar jafnlaunavottunina og vinnuna í kringum hana, sem hefur verið alveg frábær.“ KYNNINGARBLAÐ 11 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 . o k tó b e r 2 0 1 8 JAfNRéttI Kynjahlutfall er nokkuð jafnt hjá Póstinum en markmið fyrirtækisins núna er að jafna hlutfallið innan hverrar starfseiningar. xxxxxxxxxxx Við þjónustum fólk um landið allt og snertum því líf mjög margra Íslendinga. Það skiptir okkur miklu máli að starfsfólki okkar líði vel. Mikil en gagnleg vinna Pósturinn hf. fékk nýverið jafnlaunavottun. Vinnan að baki verkefninu var mjög mikil en reyndist afar gagnleg að mati Sigríðar Indriðadóttur, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs. 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 7 -0 5 C 0 2 1 2 7 -0 4 8 4 2 1 2 7 -0 3 4 8 2 1 2 7 -0 2 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.