Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 27
Jafnlaunamerki
velferðarráðu-
neytisins gildir
í þrjú ár í senn
með viðhaldsút-
tektum sem eru
framkvæmdar
einu sinni á ári.
Það sem hefur
kannski breyst í
þessu er að aðilar eru að
átta sig á að þetta nær
lengra en bara á milli
kynja, þetta er jafnrétti
fyrir alla launþega.
BSI á Íslandi er faggild skoð-unarstofa sem hefur m.a. verið brautryðjandi í vottun
á ÍST 85:2012 jafnlaunastaðlinum
hjá fyrirtækjum og stofnunum hér
á landi. Fyrirtækið er jafnframt
umboðsaðili BSI Group sem er
leiðandi aðili í sérfræðiþjónustu
til stofnana og fyrirtækja um allan
heim, þ. á m. vegna vottunar á
ýmsum stjórnkerfum og CE-merk-
ingar á búnaði.
Að sögn Guðjóns Kristins-
sonar, sölu- og markaðsstjóra BSI á
Íslandi, er tilgangur jafnlaunavott-
unar fyrst og fremst sá að fyrirtæki
og stofnanir komi upp kerfi sem á
að tryggja að jöfn laun séu greidd
fyrir jafn verðmæt störf. „Í því felst
að framkvæmd er fagleg og hlut-
laus úttekt á stjórnunarkerfi þeirra,
m.a. að fyrirtækið hafi skjalfesta
jafnréttisáætlun, jafnlaunastefnu
og hafi sett sér jafnlaunaviðmið til
að verðmeta störfin.“
Undirbúningur mikilvægur
Fyrirtæki og stofnanir sem vilja
sækja um jafnlaunavottun geta
gert það gegnum vef BSI á Íslandi
eða hringt á skrifstofuna, segir
Guðjón. „Það er mjög algengt að
aðilar mæti á námskeið hjá okkur
til að undirbúa sig fyrir innleið-
ingu jafnlaunakerfisins. Vel undir-
búnum fyrirtækjum og stofnunum
gengur almennt betur að innleiða
jafnlaunakerfi og standast kröfur
staðalsins.“
Tveggja þrepa úttekt
Eftir að sótt er um vottun jafn-
launakerfis fer af stað sérstakt ferli
en fyrsta skref er að finna úttektar-
daga sem henta fyrirtækinu.
„Úttektinni er skipt í tvö þrep.
Í fyrsta stigs úttekt er umgjörð
kerfisins skoðuð en í seinni
úttektinni er farið dýpra og virkni
jafnlaunakerfisins er sannreynd.
Eftir að lokaúttekt hefur verið
framkvæmd og mælt hefur verið
með vottun, fær viðkomandi fyrir-
tæki eða stofnun vottunarskírteini
frá okkur og öðlast rétt til að fá
Jafnlaunavottun styrkir
ímynd fyrirtækja og stofnana
Góður undirbúningur skiptir miklu máli fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis hjá fyrirtækjum og stofn-
unum. BSI á Íslandi er faggild skoðunarstofa sem hefur vottað samkvæmt ÍST 85:2012 jafnlauna-
staðlinum hér á landi undanfarin ár og er um leið brautryðjandi í vottun jafnlaunakerfa.
Guðjón Kristinsson er sölu- og markaðsstjóri BSI á Íslandi og Jenný Dögg Björgvinsdóttir er úttektarstjóri. MYND/EYÞÓR
jafnlaunamerki velferðarráðu-
neytisins. Skírteinið gildir í þrjú ár
í senn, með viðhaldsúttektum sem
eru framkvæmdar einu sinni á ári.“
Mikil reynsla
BSI á Íslandi hefur öðlast mikla
reynslu í jafnlaunavottun og verið
brautryðjandi í vottun jafnlauna-
kerfa á Íslandi. „Við hófum þessa
starfsemi snemma árs 2013, fyrst
í samstarfi við VR, og voru fyrstu
fyrirtækin vottuð 16. apríl sama ár.
Áður en reglugerðin um jafnlauna-
vottun var sett fram fengu fjölmörg
fyrirtæki VR-vottun jafnlauna-
kerfis. Þessar úttektir voru einnig
samkvæmt kröfum ÍST 85:2012.“
Hann segir að hrósa beri sérstak-
lega þeim fyrirtækjum og stofn-
unum sem sóttust eftir jafnlauna-
vottun áður en slíkt varð lögfest.
„Þessum fyrirtækjum þótti mikil-
vægt að sýna fram á að þau greiddu
sömu laun fyrir jafnverðmæt störf.
Það sem hefur kannski breyst í
þessu er að aðilar eru að átta sig á
að þetta nær lengra en bara á milli
kynja, þetta er jafnrétti fyrir alla
launþega.“
Betri yfirsýn
Guðjón segir að almennt megi
segja að fyrirtæki og stofnanir hafi
tekið verkefnið föstum tökum og
unnið þessa vinnu vel. „Óháð kyni
og öðrum breytum í jafnlaunakerf-
inu eiga starfsmenn að geta treyst
því að jöfn laun séu greidd fyrir
jafnverðmæt störf. Reynslan sýnir
að með virku jafnlaunakerfi verður
ákvörðunartaka um launamál
starfsmanna skýrari og gegnsærri.
Vel uppsett jafnlaunakerfi gefur
stjórnendum betri yfirsýn yfir þá
hæfni sem krafist er í hverju starfi
og tæki til að meta hvort þeir sem
sinna þeim störfum og sambæri-
legum störfum fái greitt sam-
kvæmt því. Jafnlaunavottun getur
bæði bætt starfsanda og styrkt
ímynd fyrirtækja og stofnana.“
KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 . o k Tó B e r 2 0 1 8 JAfNRéTTI
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
2
7
-1
E
7
0
2
1
2
7
-1
D
3
4
2
1
2
7
-1
B
F
8
2
1
2
7
-1
A
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K