Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 13
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
0
4
8
2
B
M
W
2
P
H
E
V
5
x
2
0
o
k
tBMW 225xe PLUG-IN HYBRID
MEÐ FJÓRHJÓLADRIFI.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
BMW 225xe xDrive. Verð: 5.550.000 kr. með LUXURY LINE.
Dakota leðuráklæði, vetrardekk, upphitað stýri, aðfellanlegir og birtutengdir speglar, lykillaust aðgengi, rafdrifinn afturhleri með snertilausri opnun, bakkmyndavél og nálgunarvarar
framan og aftan, skyggðar afturrúður, 9 hátalara hljómkerfi, LED aðalljós og inniljós, rafdrifin framsæti með minni á ökumannssæti, leggja í stæði hjálp og þakbogar.
Sheer
Driving Pleasure
Opinberar upplýsingar frá ASÍ og OECD sýna að láglauna-fólk og barnafjölskyldur
hafi farið illa út úr skattbreytingum
á þessari öld. Í ítarlegri greinargerð
um jöfnuð í skattkerfinu sem dr.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslu-
fræðingur vann fyrir Flokk fólksins
og er aðgengileg á vef Alþingis, segir
hann að skattbyrði láglaunafólks
hafi á tímabilinu 2000-2017 hækkað
langt umfram aðra viðmiðunarhópa
og setur fram dæmi. Eitt dæmið er
að skattbyrði einstæðs foreldris á
lágum tekjum, 67% af meðallaun-
um, með tvö börn hafi hækkað um
274%. Annað dæmi er að skattbyrði
hjóna með eina fyrirvinnu á meðal-
launum og tvö börn hafa hækkað
um 82%. Segir í skýrslu Hauks að
þetta hljóti að vera stjórnmálalegt
og stjórnsýslulegt slys. Sömu gögn
leiða í ljós að skattbyrði á hæstu
tekjur hefur lækkað á tímabilinu.
Stjórnsýslulegt miskunnarleysi
Meðferðina á öryrkjum og eldri
borgurum í skerðingum bóta, lágu
frítekjumarki, þyngingu á skatt-
byrði á fólk sem reynir í krafti sjálfs-
bjargarviðleitni að bæta hag sinn
með aukinni vinnu, mætti nefna
stjórnsýslulegt miskunnarleysi. Að
öryrkjar og um 14.000 eldri borg-
arar megi ekki vinna sér til bjargar
frá sárustu fátækt er óskiljanlegt og
til skammar fyrir stjórnvöld, sem
hafa komið þessum skerðingum á
og neita um leiðréttingu, þrátt fyrir
skýlaus og staðfest loforð um annað.
Skattleysi á lægstu tekjur
Höfundur þessarar greinar hefur
með stuðningi annarra þingmanna
Flokks fólksins og tveggja þing-
manna Miðflokksins lagt fram á
Alþingi þingsályktunartillögu um
að mánaðartekjur einstaklinga
undir 300.000 kr. verði undan-
þegnar skattgreiðslum.
Markmið tillögunnar er að jafna
skattbyrði milli tekjulágra og þeirra
sem hafa háar tekjur þannig að
þeir sem hafa tekjur undir 300.000
kr. verði undanþegnir skatti. Þau
skattfrelsismörk samsvara 106.387
kr. persónufrádrætti. Um tvöföldun
á núverandi skattleysismörkum
er að ræða, en þau hafa ekki fylgt
launavísitölu frá 1988. Hefðu þau
gert það, væri persónufrádráttur-
inn nálægt þeim, sem lagt er til.
Til framfærslu þarf einstaklingur
223 þúsund krónur á mánuði að
dómi stjórnvalda eins og sjá má
á vefsíðu velferðarráðuneytisins.
Þetta er án húsnæðis svo að því
meðtöldu dugar ekki minna en um
320 þúsund krónur á mánuði til að
lifa fyrir þann einstakling.
Framkvæmd nýrrar stefnu
Gerð er tillaga um að setja skatt-
kerfinu ný markmið með nýrri
stefnu. Réttur sé af mismunur á
skattbyrði tekjuhárra og tekju-
lágra og jafnframt tekist á við að
lyfta ráðstöfunartekjum lægstu
launa að framfærslumörkum. Til
þess að mæta kostnaði að hluta
við þessa breytingu er lagt til að
persónufrádráttur verði stiglækk-
andi eftir því sem tekjur eru hærri
og falli alveg niður við 970 þús. kr.
Í tillögunni er miðað við að vendi-
punktur lækkaðra og hækkaðra
skatta verði við 562.000 kr. Skattar
hækka smám saman frá þeirri upp-
hæð með hækkandi tekjum uns
skattahækkunin nær 53.895 kr. á
mánuði, þegar tekjur eru komnar
í 970 þúsund kr.
Tillagan eykur ráðstöfunartekjur
um 70% skattgreiðenda. Hin nýju
skattleysismörk nýtast best þeim
sem eru með 300.000 kr. í mán-
aðarlaun. Ráðstöfunartekjur þeirra
hækka um 21,6%, eða um 51.225
kr. á mánuði. Ef miðað er við alla
skattgreiðendur á árinu 2017 var
helmingur þeirra með tekjur undir
400 þús. kr. og hinn helmingurinn
með tekjur yfir því marki. Einungis
10% skattgreiðenda höfðu 800 þús.
kr. eða meira í tekjur og 4% yfir 970
þús. kr.
Kostnaður ríkissjóðs
og sveitarfélaga
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess-
ara breytinga yrði aðeins um 3,5
milljarðar vegna tilfærslu á skatt-
byrði. Hins vegar yrði kostnaðar-
auki sveitarfélaga nálægt 31,4
milljarðar kr. Þennan kostnað má
bera saman við tillögu Sjálfstæðis-
flokksins fyrir síðustu kosningar
um að lækka neðra þrep tekju-
skattsins um tæp 2% niður í 35%.
Þessi tillaga miðar ekki að bættum
hag hinna lægst launuðu. Í skýrslu
Hauks Arnþórssonar kemur fram
að kostnaður við tillögu Sjálf-
stæðisflokksins gæti numið um
24 milljörðum kr. Minna má á að
tekjur opinberra aðila hækka lík-
lega um 45 milljarða kr. frá 2017 til
2019 vegna hækkaðra tekna skatt-
greiðenda, áætlað um 32 milljarða
kr. hjá ríkinu og um 13 milljarða kr.
hjá sveitarfélögum. Eðlilegt væri að
hluti þessarar tekjuaukningar hjá
ríkissjóði væri notaður til milli-
færslu til sveitarfélaga og þannig
komið til móts við kostnað þeirra
af þeirri þingsályktunartillögu sem
hér hefur verið gerð grein fyrir.
Ofurskattar á láglaunafólki
Ólafur
Ísleifsson
alþingismaður
og formaður
þingflokks
Flokks fólksins
Skattleysismörkin skv. til-
lögunni nýtast best þeim sem
eru með nálægt 300.000 kr. í
mánaðarlaun. Ráðstöfunar-
tekjur hækka um 51.225 kr.
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
2
7
-0
0
D
0
2
1
2
6
-F
F
9
4
2
1
2
6
-F
E
5
8
2
1
2
6
-F
D
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K