Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 30
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði áratuginn 1975 til 1985 málefnum kvenna. Í tilefni þess tóku kvenna- samtök, kvenfélög og stéttarfélög á Íslandi sig saman og skipu- lögðu dag þar sem konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi. Talið er að 90% kvenna á Íslandi hafi lagt niður vinnu þennan dag, 24. október 1975, og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi, einum fjölmennasta útifundi Íslandssög- unnar, þar sem meðal annars voru flutt baráttulög af plötunni Áfram stelpur sem kom út þennan dag og hafa æ síðan hafa verið táknsöngv- ar baráttunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslu á mikilvægt vinnu- framlag kvenna. Kvennafrídagur- inn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Þann 24. október árið 1985 mörkuðu íslensk kvennasamtök og verkalýðshreyfingin endalok áratugar kvenna með því að boða aftur samstöðufund á Lækjartorgi þann 24. október undir yfirskrift- inni „Konur stöndum saman“. Konur voru ekki sérstaklega hvattar til að leggja niður vinnu, en fundurinn var boðaður kl. 14.00 á meðan á vinnutíma stóð. Talið er að um 18.000 konur hafi sótt þann samstöðufund. Árið 1995 var blásið til hátíðar- og baráttufundar í Íslensku óperunni þann 24. október en að þeim fundi stóðu konur úr öllum stjórnmála- flokkum, Kvenréttindafélaginu, Kvenfélagasambandinu og verka- lýðshreyfingunni. Árið 2005 var haldið upp á kvennafrí í þriðja skipti þann 24. október, undir yfirskriftinni „Konur höfum hátt“. Konur voru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.08 og kröfuganga boðuð frá Skóla- vörðuholti niður á Ingólfstorg. Um 50.000 manns söfnuðust saman í miðbænum á meðan á útifundinum stóð og fundir voru einnig haldnir víða um land. Árið 2010 var haldið upp á kvennafrí í fjórða sinn, og konur þá hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.25 þann 25. október. Var boðað til kvennafrís einum degi seinna en áður hafði verið þar sem 24. október bar upp á sunnudag. Að fundinum stóðu regnhlífarsamtök kvenna, Skotturnar, og einnig áttu samtök launafólks aðild að fund- inum. Gengið var í kröfugöngu frá Skólavörðuholti niður á Arnarhól þar sem haldinn var fundur undir yfirskriftinni „Já! – ég þori, get og vil“ og var sjónum fundarins beint að kynferðisofbeldi. Áætlað er að um 50.000 manns hafi sótt fundinn. Árið 2015 var því fagnað með ýmsum hætti að hundrað ár voru síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi og meðal annars haldinn stór útifundur þann 19. júní. Af þeim sökum var ekki haldið sérstaklega upp á kvennafrídaginn en þó má geta þess að stór alþjóðleg ráðstefna um kvenréttindi var haldin í Hörpu um sama leyti. Næsta kvennafrí var svo boðað ári síðar. 24. október 2016 var haldinn baráttufundur á Austurvelli undir yfirskriftinni „Kjarajafnrétti strax“. Að fundinum stóðu samtök launa- fólks og samtök kvenna á Íslandi. Samstöðufundir voru haldnir á 20 stöðum á landinu til viðbótar. Hvatti fundurinn konur til að leggja niður vinnu kl. 14.38 og mótmæla þar með kjaramun kynjanna á Íslandi. Í dag, 24. október 2018, eru konur hvattar til að leggja niður störf klukkan 14.55 og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15.30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Hvenær konur eru hvattar til að leggja niður störf er reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Sam- kvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17 eða kl. 14.55 sem sýnir að kjarajöfnuður hefur þokast um 48 mínútur síðustu þret- tán árin. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047. Byggt á texta af kvennafri.is Kvennafrí frá 1975 24. október árið 1975 markar mikilvæg tímamót í Íslandssögunni. Þann dag tóku íslenskar konur sig saman og lögðu niður vinnu til að mótmæla kynbundnum launamun og öðru ójafnrétti. Síðan hefur verið haldið upp á afmæli kvennafrídagsins með ýmsum hætti á um það bil fimm ára fresti. Konur fylkja liði á Lækjartorg 24. október 1975 til að mótmæla ójafnrétti og vekja athygli á vinnufram- lagi kvenna. Það er eindreginn vilji okkar að Íslenska gámafélagið sé til fyrirmyndar í jafnréttismál- um og við höfum mikinn metnað í þeim efnum. Stefnan er að hafa ávallt jafnrétti að leiðarljósi og líða ekki mismunun á grundvelli kyns, aldurs, kynþáttar, kynhneigðar, þjóðernis, trúar- eða stjórnmála- skoðana,“ segir Ása M. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri öryggis- og mannauðssviðs Íslenska gáma- félagsins. Í fyrirtækinu er gætt jafnréttis við ráðningar og tilfærslu í starfi og leitast við að jafna kynja- hlutföll innan starfshópa. „Við leggjum mikla áherslu á launajafn- rétti og jafnrétti til fræðslu, þjálf- unar og þátttöku í starfshópum innan fyrirtækisins,“ bætir hún við en Íslenska gámafélagið var fyrsta fyrirtækið sem hlaut jafnlauna- vottun VR á Íslandi. Leiðandi á sviði umhverfismála Starfsemi Íslenska gámafélagsins felst meðal annars í sorphirðu, endurvinnslu og endurnýtingu en einnig annast fyrirtækið fjölmörg önnur verkefni. Til dæmis útleigu gáma og ferðasalerna, grasslátt á sumrin og snjómokstur á veturna. Einnig er rekin heildverslun með vörur sem tengjast sorphirðu og endurvinnslu, meðal annars fjölbreytt úrval af maíspokum og flokkunarílátum ásamt gámum og búnaði af ýmsu tagi. „Umhverfismál eru okkar ær og kýr og markmið Íslenska gáma- félagsins er að vera leiðandi á því sviði. Á umhverfissviði okkar starfa sérfræðingar sem bjóða upp á umhverfisráðgjöf til fyrirtækja og stofnana og sú ráðgjöf hefur leitt til aukinnar meðvitundar um mikilvægi flokkunar og endur- vinnslu. Það er oft mjög auðvelt að bæta frammistöðu fyrirtækja, stofnana og heimila í þeim efnum. Flestir vilja leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd og það er gaman að sjá hversu stoltir þeir verða þegar þeir sjá árangurinn,“ lýsir Ása. Góður andi Íslenska gámafélagið er með starfs- stöðvar um allt land. Hver þeirra hefur sín sérkenni en Ása segir starfsandann alls staðar góðan. „Meðalstarfsaldur hjá Íslenska gámafélaginu er hár sem segir mikið um ánægju starfsfólks með vinnustaðinn og starfsmenn tala oft um að hjarta þeirra slái grænt, með vísun í umhverfisvernd og einkennislit fyrirtækisins. Gildi Íslenska gámafélagsins eru gleði, áreiðanleiki og metnaður og þau endurspeglast mjög vel í starfsanda okkar.“ Vilja fjölga konum í „karlastörfum“ Konur eru fjölmennari í skrifstofu- störfum hjá Íslenska gámafélaginu en karlmenn eru í meirihluta í flestum öðrum störfum, til dæmis í sorphirðu, verkstæðisvinnu og bílstjórastörfum. „Konur hafa því miður ekki sótt mikið í þau síðar- nefndu og mesta áskorun okkar er að laða til okkar fleiri konur í störf sem hingað til hafa verið talin karlastörf. Konur eru góðir bílstjórar, það staðfesta trygg- ingafélögin, og við hvetjum þær eindregið til að taka meiraprófið og koma og vinna hjá okkur,“ segir Ása en í starfsauglýsingum Íslenska gámafélagsins eru konur sérstak- lega hvattar til að sækja um störf þar sem þær eru að jafnaði í minni- hluta. „Við bjóðum konum sem starfa hjá okkur að sækja námskeið á kostnað fyrirtækisins. Til dæmis buðum við í síðustu viku konu sem starfar hjá okkur að sækja vinnu- vélanámskeið, bæði svo hún ætti meiri möguleika á að þróast í starfi og svo hún verði hvatning fyrir aðrar konur. Við erum alltaf með augu og eyru opin eftir konum með meirapróf eða vinnuvélaréttindi og reynum að lokka þær til okkar. Við notum hvert tækifæri til að hvetja konur til að sækja sér meirapróf eða vinnuvélaréttindi og munum ekki gefast upp fyrr en árangur næst,“ segir Ása en þess má geta að þótt konur séu minnihluti starfsfólks hjá Íslenska gámafélaginu þá er hlutfall þeirra í stjórnunarstöðum hærra en hjá fyrirtækinu í heild. Jafnrétti að leiðarljósi Meðalstarfs- aldur hjá Íslenska gáma- félaginu er hár sem segir mikið um ánægju starfsfólks með vinnustaðinn og starfsmenn tala oft um að hjarta þeirra slái grænt, með vísun í umhverfisvernd og einkennislit fyrirtækisins. Íslenska gáma- félagið var fyrsta fyrirtækið á Ís- landi til að hljóta jafnlaunavottun VR. Jafnrétti er ávallt haft að leiðarljósi í starfi fyrirtækisins en stærsta verkefnið er að fjölga kon- um í störfum sem hingað til hafa verið talin hefð- bundin karlastörf. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . o K tó B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R JAfNRéttI 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 7 -0 5 C 0 2 1 2 7 -0 4 8 4 2 1 2 7 -0 3 4 8 2 1 2 7 -0 2 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.