Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
®
jeep.is
RENEGADE
2.0 DÍSEL, 170 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR,
HÁTT OG LÁGT DRIF.
COMPASS
2.0 DÍSEL, 140/170 HÖ.
2.0 BENSÍN, 170 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR.
CHEROKEE
2.2 DÍSEL, 185 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR.
GRAND CHEROKEE
3.0 DÍSEL, 250 HÖ,
8 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
HÁTT OG LÁGT DRIF.
JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF.
ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU
skólamál „Ef frekari seinkun verður
á þessum breytingum getur það haft
áhrif á inntöku barna í janúar,“ segir
fræðsluráð Vestmannaeyja vegna
mikilla tafa á endurbótum á leik-
skólanum Kirkjugerði.
„Áhersla er á að tryggja starfsemi
leikskólans og öryggi barna og hafa
starfsmenn Kirkjugerðis lagt sig fram
við að það sé hægt,“ segir fræðslu-
ráðið. Verkið hafi upphaflega átt að
taka einn eða tvo mánuði. „Þrátt fyrir
mikinn þrýsting á verktaka að klára
verkið er ljóst að það klárast ekki að
fullu fyrir áramótin.“
Kveðst ráðið harma seinkunina og
felur starfsmönnum bæjarins „að
halda áfram að beita þrýstingi til að
framkvæmdum ljúki sem allra fyrst“.
– gar
Biðja foreldra að
afsaka tafir
Í Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/
Óskar P. Friðriksson
TRYGGINGaR Eiríkur Jónsson, pró-
fessor í skaðabótarétti við Háskóla
Íslands, átti ekki rétt á greiðslu
bóta úr málskostnaðartryggingu
fjölskyldutryggingar sinnar vegna
máls sem hann hefur höfðað gegn
íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða
úrskurðarnefndar í vátrygginga-
málum (ÚRVá).
Eiríkur var í hópi fimmtán
umsækjenda um embætti dómara
við Landsrétt sem metnir voru
hæfastir til starfsins en ekki í hópi
þeirra sem dómsmálaráðherra lagði
til að yrðu skipaðir. Hefur hann
höfðað mál til viðurkenningar á
skaðabótaskyldu vegna fjártjóns af
ákvörðun ráðherra en ríkið hefur
nú þegar fallist á miskabótaskyldu.
Aðalmeðferð í málinu var fyrir
tæpum sex vikum og er dóms beðið.
Áður en málið var höfðað taldi
Eiríkur að hann ætti rétt á greiðslu
úr málskostnaðartryggingu sinni
en vátryggingafélag hans hafnaði
bótaskyldu þar sem málshöfðunin
tengdist atvinnu hans. Slík mál
væru undanskilin gildissviði trygg-
ingarinnar.
Eiríkur, sem er höfundur að fræði-
riti um vátryggingarétt, sagði á móti
að fyrirhugað dómsmál snerist
ekki um starfskjör hans. Málið væri
byggt á sakarreglunni og mismuna-
reglu skaðabótaréttins en tekjur
hans sem landsréttardómari væru
hærri en þær tekjur sem hann hefur
sem prófessor við Háskóla Íslands.
ÚRVá taldi að málið snerist um
fjártjón vegna framtíðartekjutaps
og slíkur ágreiningur væri í skýrum
tengslum við atvinnu Eiríks. Orða-
lag vátryggingarskilmálanna yrði
ekki skilið svo að það næði aðeins
til ágreinings vátryggðs og þess
vinnuveitanda sem hann starfar
hjá. Því var ekki fallist á bótaskyldu
félagsins. – jóe
Prófessor í bótarétti fékk ekki bætur úr málskostnaðartryggingu
Eiríkur Jónsson, prófessor við HÍ.
Fréttablaðið/EYÞÓr
samGÖNGUR Vegagerðin á að fara
með veghald ganga milli hafnarinn-
ar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins
á Bakka samkvæmt upplýsingum
frá atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytinu, enda sé vandséð hver
annar eigi að fara með það.
Fréttablaðið greindi frá því nýlega
að óvissa væri um hver eigi að hafa
umsjón með rekstri Húsavíkurhöfða-
ganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerð-
arinnar sagði stofnuninni óheimilt
að þjónusta göngin því þau séu ekki
hluti af þjóðvegakerfinu og engin
almenn umferð sé leyfð um þau.
Vegagerðin kom þessu sjónarmiði
á framfæri við byggðarráð Norður-
þings og kvaðst hætta afskiptum af
göngunum 1. nóvember.
Þessi skilningur Vegagerðarinnar
er þvert á túlkun atvinnuvegaráðu-
neytisins. Ríkið sé eigandi ganganna,
óháð því hvort litið sé á þau sem
þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið
einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið
byggja veginn og Vegagerðinni verið
falin framkvæmdin og veghaldið í
samræmi við lögbundið hlutverk
stofnunarinnar.
Í lögum um heimild til uppbygg-
ingar innviða vegna áforma um
atvinnustarfsemi í landi Bakka við
Húsavík, sem sett voru árið 2013,
var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir
gerð vegtengingar og jarðganga milli
Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðis-
ins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki
sem hefur starfsemi á lóðinni.
„Af hálfu stjórnvalda var ekki ætl-
unin að í því fælist sérstök opinber
ívilnun heldur að göngin væru hluti
af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýs-
ingu atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins til Fréttablaðsins.
Samgönguráðuneytið beri ábyrgð
á viðhaldi og rekstri samgöngukerfis-
ins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni
fjárheimildir til að annast og fjár-
magna verkefnið. Rekstrarkostnaður
jarðganganna við Bakka eigi að falla
undir ramma sem samgöngumál fái
í fjárlögum.
„Með vísan til framangreinds
hefur það verið mat atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytis frá upp-
hafi að Vegagerðin eigi að fara með
umrætt veghald, lögum samkvæmt.
Vandséð er hvaða annar aðili ætti að
fara með það.“
Samkvæmt mati Vegagerðarinnar
er árlegur kostnaður við veghald veg-
tengingarinnar 25 milljónir króna og
tekur meðal annars til raflýsingar og
snjóhreinsunar.
Þungum áhyggjum af óvissu um
rekstur ganganna er lýst í bókun
byggðarráðs Norðurþings um
erindi forstjóra Vegagerðarinnar,
enda vetur á næstu grösum og allra
veðra von. Án ganganna gætu þunga-
flutningar þurft að fara í gegnum
Húsavík með tilheyrandi ónæði og
slysahættu eins og fram kom í sam-
tali Fréttablaðsins við Kristján Þór
Magnússon, sveitarstjóra Norður-
þings, á föstudaginn.
Málið hefur nokkrum sinnum
verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði
Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfa-
dóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, í því skyni að fá það á hreint
hver eigi að annast veghald veg-
tengingarinnar og að tryggðir séu
fjármunir til þess. Engin niðurstaða
er þó komin í málið.
Ekki hefur fengist viðtal við Sig-
urð Inga Jóhannsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, vegna stöð-
unnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt
fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í
síðustu viku
adalheidur@frettabladid.is
Ráðherra segir göng að Bakka
víst á forræði Vegagerðarinnar
Atvinnuvegaráðuneytið segir Vegagerðina bera ábyrgð á veghaldi Húsavíkurhöfðaganga. Vegagerðin telur
veginn utan þjóðvegakerfisins og utan þjónustusvæðis stofnunarinnar. Atvinnuvegaráðherra hefur ítrekað
tekið málið upp í ríkisstjórn og leitað svara um ábyrgð á rekstri ganganna. Ekki næst í samgönguráðherra.
Ólíkur skilningur í ráðuneytum Þórdísar kolbrúnar Gylfadóttur og sigurðar inga Jóhannssonar. Fréttablaðið/anton
Verið er að stækka
Kirkjugerði um eina deild
auk ýmissa endurbóta á
húsnæði leikskólans.
2 4 . o k T ó b e R 2 0 1 8 m I Ð V I k U D a G U R4 f R é T T I R ∙ f R é T T a b l a Ð I Ð
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
7
-0
0
D
0
2
1
2
6
-F
F
9
4
2
1
2
6
-F
E
5
8
2
1
2
6
-F
D
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K